Morgunblaðið - 18.07.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015
ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
Nú liggur straumurinn í rafbílana og þess vegna hefur Orka náttúrunnar opnað
10 hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla á rúmu ári. Þannig leggjum við hinni hljóðlátu
samgöngubyltingu lið og stuðlum að vistvænum samgöngum.
Kynntu þér staðsetningu hraðhleðslustöðvanna og kosti rafbíla á heimasíðu okkar on.is
Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar Orka náttúrunnar framleiðir ogselur rafmagn um allt land og sér
höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni.
Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að
bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.
Rafmagnið er
komið í umferð
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
9
4
0
2
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Björn Víglundsson, formaður Golf-
klúbbs Reykjavíkur, sinnir um þess-
ar mundir sjálfboðaliðastarfi í Opna
breska meistaramótinu í golfi, sem
lýkur nú um helgina. Í samtali við
Morgunblaðið segir hann að starfið
krefjist þess af starfsmönnum að
þeir séu nær ósýnilegir.
„Við höfum það hlutverk að stýra
umferðinni og passa að fólk sé ekki
að trufla leikmenn. Við erum ýmist
uppi á teigum að láta vita fólk vita
þegar kylfingarnir ætla að slá eða
úti á vellinum að finna boltana
þeirra,“ segir Björn. „Það má segja
að starf okkar endurspeglist í
spjaldinu sem við berum, þar sem
orðin „Quiet please“ eru áletruð,“
segir Björn. „Eins og þeir sögðu við
okkur, verið ósýnilegir en haldið
fólkinu í skefjum.“
Þrjú þúsund sjálfboðaliðar
Aðspurður hvort reynsla af smöl-
un fjár í réttir komi að góðum notum
á mótinu segir Björn: „Kindurnar
eru aðeins hærri hérna og sjálfsagt
aðeins fleiri. Hingað koma tæplega
sjötíu þúsund manns á dag og jafn-
vel meira núna yfir helgina. Maður
hefur auðvitað komið að fjölmörgum
mótum á Íslandi en það er örlítið
annar bragur á þessu, það verður að
segjast alveg eins og er.“
Björn og félagi hans Ólafur Ar-
inbjörn Sigurðsson eru tveir af tæp-
lega þrjú þúsund sjálfboðaliðum sem
starfa á mótinu.. „Einungis á okkar
holu eru fimmtíu manns starfandi og
svona er þetta á hverri einustu holu.
Þetta er því mikið umstang sem
fylgir svona stóru mótshaldi. Hingað
til hefur þó allt gengið snurðulaust
fyrir sig.“
Mismunandi árangur kylfinga
Starfið gefur gott færi á að öðlast
innsýn í hugarheim bestu kylfing-
anna í veröldinni. „Maður heyrir vel
hvernig kylfingarnir takast á við hol-
una og spjall þeirra við kylfusvein-
ana. Svo ganga þeir að boltanum og
slá hann, með mismunandi árangri
auðvitað,“ segir Björn kíminn.
Ósýnilegir smalar á Opna breska
Björn Víglundsson, formaður GR, starfar sem sjálfboðaliði á Opna breska meistaramótinu í golfi
Starfið gefur innsýn í hugarheim fremstu kylfinga veraldar Reynsla af fjársmölun nýtist vel
Ljósmynd/Úr einkasafni
Björn „Það er örlítið annar bragur á þessu,“ segir Björn um stórmótið.
Luke Donald Myndina tók Björn á sextándu holu af enska kylfingnum, sem var eitt sinn í efsta sæti heimslistans.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Ólafur Tvímenningarnir eru á meðal þrjú þúsund sjálfboðaliða á mótinu.