Morgunblaðið - 18.07.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
Yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu í
gær að ekki hefðu komið fram nein-
ar upplýsingar um að 24 ára maður,
sem skaut fjóra sjóliða til bana í
Chattanooga í Tennessee í fyrra-
dag, hefði tengst hryðjuverka-
samtökum. Maðurinn beið bana í
árásinni en yfirvöld sögðu að ekki
væri enn vitað hvort hann hefði fyr-
irfarið sér eða fallið í skotbardaga
við lögreglu. Maðurinn fæddist í
Kúveit, en var bandarískur ríkis-
borgari og stundaði framhalds-
skólanám í Chattanooga. Talið er
að hann hafi verið einn að verki.
Yfirvöld í Tennessee sögðu að
fyrir árásina hefði ekkert komið
fram sem benti til þess að hætta
stafaði af manninum. The New
York Times hafði eftir embættis-
mönnum að yfirvöld hefðu rann-
sakað fyrir mörgum árum hvort
faðir árásarmannsins tengdist
hryðjuverkasamtökum. Ástæðan
var sú að hann hafði styrkt stofnun
sem grunuð var um að vera viðriðin
hryðjuverkasamtök. Faðirinn var
þó ekki ákærður og tekinn af lista
yfir menn sem grunaðir voru um að
tengjast hryðjuverkastarfsemi.
Engin þekkt tengsl við hryðjuverkasamtök
AFP
Árásin var gerð í herstöð í Chattanooga.
FJÓRIR SJÓLIÐAR BIÐU BANA Í SKOTÁRÁS Í TENNESSEE
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Þing Þýskalands samþykkti í gær
með miklum meirihluta atkvæða að
heimila ríkisstjórn Angelu Merkel
kanslara að hefja aftur viðræður við
Grikki um að veita þeim ný lán vegna
skuldavanda Grikklands.
Viðræðurnar voru samþykktar
með 439 atkvæðum gegn 119, en 40
sátu hjá, þótt 65 þingmenn í mið- og
hægriflokki Merkel, Kristilegum
demókrötum, greiddu atkvæði gegn
viðræðunum eða sætu hjá.
Merkel sagði í ræðu fyrir at-
kvæðagreiðsluna að það væri
„ábyrgðarleysi“ ef Þjóðverjar og
önnur evruríki reyndu ekki til þraut-
ar að koma Grikklandi til hjálpar.
Hún lýsti viðræðunum um aðstoðina
sem „síðustu tilraun“ og sagði að
Þjóðverjar gætu ekki horft upp á það
að Grikkjum „blæddi út“. Efnahags-
hrun í Grikklandi gæti leitt til
„glundroða og ofbeldis“.
Margir fréttaskýrendur í öðrum
löndum hafa gagnrýnt Merkel fyrir
að vera of ósveigjanleg og harðdræg
í viðræðunum við Grikki og neita að
veita þeim ný lán nema þeir fallist á
niðurskurð ríkisútgjalda og skatta-
hækkanir. Í Þýskalandi hefur hún á
hinn bóginn verið gagnrýnd fyrir að
hafa sýnt Grikkjum linku með því að
samþykkja að nota þýskt skattfé til
að veita þeim stór lán sem verði lík-
lega aldrei endurgreidd.
Skammtímalán samþykkt
Þjóðþing átta evruríkja þurfa að
samþykkja lánapakkann og stjórnin
á Spáni hyggst einnig bera hann
undir þing landsins þótt henni beri
ekki lagaleg skylda til þess. Þing
Austurríkis heimilaði aðstoðina í
gær og hún var samþykkt í Finn-
landi og Eistlandi í fyrradag og
Frakklandi og Grikklandi á miðviku-
dag. Ekki hefur verið ákveðið hve-
nær þing Lettlands, Slóvakíu og
Spánar greiða atkvæði um málið.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins skýrði frá því í gær að öll
aðildarríki þess hefðu samþykkt sjö
milljarða evra skammtímalán til
Grikklands. Lánið á að gera landinu
kleift að greiða næstu afborgun af
láni frá Evrópska seðlabankanum á
mánudaginn kemur og fleiri afborg-
anir á næstu fjórum vikum á meðan
gengið er frá endanlegum samningi
um lánapakkann. Gert er ráð fyrir að
hægt verði að opna gríska banka að
nýju á mánudag þar sem Evrópski
seðlabankinn hefur samþykkt að
veita þeim aukna lausafjáraðstoð.
Bankarnir hafa verið lokaðir í tæpar
þrjár vikur.
Merkel fékk
grænt ljós
Þingið samþykkti viðræður við Grikki
AFP
Á þingi Angela Merkel og Wolfgang
Schäuble fjármálaráðherra.
Mikil andstaða
meðal Finna
» Ný skoðanakönnun bendir
til þess að 53% Þjóðverja
styðji viðræður um nýjan lána-
pakka til Grikklands en 42%
séu á móti því.
» Um 57% Finna eru andvíg
frekari fjárhagsaðstoð við
Grikkland og aðeins 26% eru
hlynnt henni, ef marka má nýja
könnun í Finnlandi. 17% höfðu
ekki gert upp hug sinn.
Madríd. AFP. | Starfsfólk Prado-
safnsins í Madríd, stærsta listasafns
Spánar, brýnir yfirleitt fyrir gestum
að snerta ekki ómetanleg málverkin
sem þar eru sýnd. Nú eru þeir aftur
á móti hvattir til að þreifa á mynd-
unum á sérstakri sýningu sem sett
var upp til að gera blindu fólki kleift
að njóta meistaraverkanna með
snertiskyninu.
José Pedro González, 56 ára blind-
ur Spánverji, kom á safnið á dögun-
um og renndi fingrunum hægt yfir
eftirmynd af einu þekktasta verki
Diego de Velázquez, fremsta listmál-
ara Spánar á 17. öld, Apolló í smiðju
Vúlkans. Hann þreifaði á öllum
myndfleti málverksins þar sem róm-
verski guðinn Apolló ræðir við Vúlk-
an, guð smíða og elds. Það er eitt af
sex eftirmyndum, sem gerðar voru
sérstaklega fyrir sýninguna, af verk-
um listmálara á borð við El Greco og
Francisco Goya.
Þegar eftirmyndirnar voru gerðar
var beitt rismyndatækni sem breytir
áferð verksins, þannig að það verður
upphleypt, til að gera blindu fólki
kleift að sjá verkið fyrir sér í hug-
anum með því að nota snertiskynið.
„Frábær sýning“
Á safninu eru vatnsskálar fyrir
blindrahunda og gestirnir geta hlýtt
á upplýsingar um hvernig best er að
kanna listaverkin með því að snerta
þau. González hefur farið nokkrum
sinnum á sýninguna frá því að hún
var opnuð í janúar. „Þetta er frábær
sýning,“ sagði hann. „Hingað til hef-
ur eina leiðin, sem blindir hafa haft
til að sjá listaverkin fyrir sér, falist í
því að fá lýsingar á þeim frá öðrum.“
Listasöfn í öðrum löndum hafa
beitt sömu tækni til að gera eftir-
myndir af málverkum fyrir blinda en
þær hafa verið minni og aðeins í
svarthvítu, að sögn sýningarstjórans
Fernandos Perez Sues. Í eftir-
myndunum í Prado-safninu eru hlut-
föllin þau sömu og í frummyndunum,
en þær eru hafðar smærri til að auð-
velda gestunum að snerta allan
myndflötinn.
Sýningunni lýkur 15. október og
verkin verða síðan sýnd í fleiri
spænskum borgum.
AFP
Snerting José Pedro González þreifar á Mónu Lísu, málverki ítalska listmálarans Leonardos da Vinci.
Fá að njóta listaverk-
anna með snertingu
Sýning fyrir blinda gesti á Prado-safninu í Madríd
David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í gær að hefja
þyrfti „ýtarlega umræðu“ um
hvernig bregðast ætti við fréttum
um að árásum máva á fólk og gælu-
dýr hefði fjölgað.
Forsætisráðherrann sagði þetta í
útvarpsviðtali eftir að breskir fjöl-
miðlar skýrðu frá því að mávar
hefðu drepið að minnsta kosti tvo
hunda í Cornwall, auk þess sem
fuglarnir hefðu valdið meiðslum á
fólki og stolið matvælum, að sögn
fréttavefjar The Telegraph. Þar er
tekið fram að
stjórn Camerons
hafði ákveðið að
fella niður fjár-
veitingu til rann-
sókna á árásar-
gjörnum mávum
vegna þess að
þær væru ekki í
forgangi. Came-
ron tók fram að
mávarnir væru
verndaðir en sagði að ljóst væri að
eitthvað þyrfti að gera í málinu.
ÁRÁSUM MÁVA Á FÓLK FJÖLGAR Í BRETLANDI
Vill umræðu um árásargjarna máva
Allir þurfa eitt-
hvað að éta.