Morgunblaðið - 18.07.2015, Side 21

Morgunblaðið - 18.07.2015, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015 Í Svínadal Unga fólkið nýtur þess að leika sér í góða veðrinu og svífur áhyggjulaust í lausu lofti innan afmarkaðs svæðis í þeirri vissu að lenda aftur á sama stað fyrir næsta flug. RAX Undanfarið hefur verið unnið að opnun nýrrar lækninga- og heilsumiðstöðvar í Ár- múla 9 sem hefur hlotið nafnið Klíníkin Ármúla. Klíníkin býður upp á fjölbreytta þjónustu sem sérstaklega er mið- uð við þarfir kvenna vegna þess að þeir læknar sem valist hafa til starfa þar, hafa sér- hæft sig í þeim sjúkdómum sem herja fyrst og fremst á konur. Engan veg- inn er þó verið að útiloka karla frá þjónustunni. Orðið kvennaklíník kemur upp í hugann sem lýsandi fyrir þá starfsemi sem farið verður af stað með. Kvennaklíník Hugtakið kvennaklíník hefur víð- tæka merkingu á alþjóðlegum mæli- kvarða en getur m.a. þýtt eitt eða allt af eftirfarandi: Klíník sem sinnir almennum og sértækum kvensjúkdómum. Klíník sem meðhöndlar afleiðingar erfiðrar meðgöngu kvenna sem þurfa á aðgerðum eða með- ferð að halda vegna þess. Klíník sem sinnir vandamálum og sjúk- dómum í brjóstum kvenna bæði góðkynja og illkynja. Klíník sem sérhæfir sig í hormónameðferð kvenna af ýmsum ástæðum. Klíník sem býður upp á fjölbreyttar aðgerðir lýtalækninga bæði í lækninga- og fegr- unarskyni. Klíník sem er meðvituð um að ein- kenni sjúkdóma hjá konum og körl- um eru ekki alltaf eins. Kvennaklíník býður konum gjarn- an upp á notalegan samverustað þar sem hægt er að nálgast léttar veit- ingar ásamt fræðsluefni um heilsu og áhugamál kvenna. Klíníkin Ármúla Klíníkin Ármúla er 80% í eigu lækna og hjúkrunarfræðings og 20% í eigu fjárfesta. Klíníkin er eingöngu rekstrarfélag sem leigir út aðstöðu til sérfræðilækna en mun sjá um hjúkr- unarþjónustu og alla almenna stoð- þjónustu. Rekstrarfyrirkomulagið hjá Klíníkinni er sambærilegt rekstr- arfyrirkomulagi eins og t.d. hjá Orku- húsinu, Domus Medica, Glæsibæ, Mjódd og víðar, sem hefur gengið vel og þykir almennt góð viðbót og nauð- synleg við þá þjónustu sem hið op- inbera býður upp á. Læknar sem starfa á Klíníkinni starfa eftir samn- ingi við Sjúkratryggingar Íslands og aðra aðila eftir því sem við á. Læknar koma víðs vegar að Óhætt er að fullyrða að reynsla þeirra lækna sem starfa á Klíníkinni er alþjóðleg, bæði skurðlækna og svæfingalækna. Helmingur þeirra kemur á Klíníkina eftir langa fjarveru í Bandaríkjunum, Englandi, Dan- mörku og Svíþjóð, fyrst og fremst vegna þess að Klíníkin býður upp á starfsaðstæður sem freista þeirra. Þjónusta í boði Í Ármúlanum verður annars vegar boðið upp á viðtöl við lækna í kven- sjúkdómum, lýtalækningum, almenn- um skurðlækningum og brjósta- skurðlækningum. Hins vegar verða framkvæmdar skurðlækningar í ofangreindum sér- greinum á fjórum skurðstofum á neðri hæð Klíníkurinnar. Skurðstof- urnar fjórar eru búnar fullkomnum tækjum og eru aðstæður þær bestu sem völ er á í dag. Auk skurðlækna munu starfa reyndir svæfingalæknar og skurðhjúkrunarfræðingar á Klí- níkinni. Fyrst og fremst er um svo- kallaðar dagskurðaðgerðir að ræða, þ.e. sjúklingar koma í aðgerð að morgni og fara heim að kvöldi. Hjá Klíníkinni verður konum veitt samfelld og heildstæð þjónusta. Dæmi: kona sem finnur hnút í brjósti kemur í myndatöku, fer í skoðun hjá lækni beint í framhaldi af því og síðan fær hún tímasetningu á fyrirhugaðri aðgerð ef við á. Annað dæmi: kona sem er með legslímuflakk kemur til kvensjúkdómalæknis sem hefur sér- þekkingu á þessum sjúkdómi. Áhugi er á að opna göngudeild fyrir konur sem þjást af þessum sársaukafulla og erfiða sjúkdómi. Þriðja dæmið: kona sem kemur til skurðlæknis af því að hún þjáist af erfiðleikum við þvaglát og hægðalosun eftir erfiða með- göngu. Skurðlæknir sem lengi hefur sérhæft sig í vandamálum af þessu tagi mun starfa á Klíníkinni. Fjórða dæmið: kona sem þjáist af vöðvabólg- um í hálsi og herðum vegna þungra brjósta og fer í brjóstaminnkun hjá lýtalækni. Víðtæk þjónusta undir sama þaki Í Ármúla 9 starfar einnig heima- þjónusta Sinnum, hjúkrunarþjónusta Karitas og sjúkrahótel þar sem sjúk- lingum og aðstandendum býðst að dvelja, sem kemur sér vel ekki síst fyrir sjúklinga af landsbyggðinni. Að auki verður aðgangur að sjúkraþjálf- un og líkamsrækt í húsinu sem allir geta notið góðs af. Þessi félög eru óháð Klíníkinni en starfa undir sama þaki og bjóða upp á margs konar samlegðaráhrif. Það er ljóst að mikilvæg viðbót við heilbrigðisþjónustuna er í augsýn. Við bjóðum alla sem eiga erindi í Klíníkina Ármúla velkomna og mun- um leggja okkur fram við að uppfylla þarfir og óskir okkar skjólstæðinga. Eftir Sigríði Snæbjörnsdóttur » Óhætt er að fullyrða að reynsla þeirra lækna sem starfa á Klín- íkinni er alþjóðleg, bæði skurðlækna og svæf- ingalækna. Sigríður Snæbjörns- dóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Tímamót í heilbrigðisþjónustu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.