Morgunblaðið - 18.07.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 18.07.2015, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015 ✝ Magnús Krist-ján Björnsson fæddist í Reykj- arfirði í Arnarfirði 30. janúar 1954. Hann lést af slys- förum 7. júlí 2015. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Elín Ólafsdóttir frá Reykjarfirði og Björn Magnús Magnússon frá Langabotni. Magnús var næst- elstur fjögurra systkina. Systk- ini hans eru í aldursröð: Ólafía, Sindri Már og Hlynur Vigfús. Sambýliskona Magnúsar er Ása Dóra Finnbogadóttir, fædd 18. júní 1972. Magnús eignaðist fjögur börn. Þau eru: 1) Björn Magnús, fædd- ur 14. júní 1977. Móðir hans er Sonja Jónsdóttir. Maki hans er Silja Baldvinsdóttir og börn þeirra Mardís Ylfa og Magnús Kristján. Með Helgu Friðriks- dóttur eignaðist Magnús þrjú börn. 2) Helgi, fæddur 28. maí 1984, búsettur í London. Maki hans er Rut Stefánsdóttir. 3) Hildur, fædd 14. nóvember 1985. Hann flutti því heim og eignaðist þar elsta son sinn með Sonju, þá- verandi sambýliskonu sinni. Eft- ir tíu ára starf hjá kaupfélaginu gerðist hann einn af forsvars- mönnum fiskvinnslu og útgerð- ar staðarins. Þegar sú starfsemi var lögð niður, tók hann til við eigin rekstur í saltfiskverkun, fyrst á Bíldudal en síðar í Hafn- arfirði, þangað sem hann fluttist með Helgu, þáverandi sambýlis- konu, og börnum þeirra þremur. Í félagi við vin sinn Björn Ágúst, setti hann svo á fót end- urvinnslu á góðmálmum. Þegar starfsemi þeirra rann inn í Ís- lenska Gámafélagið, störfuðu þeir þar í forsvari saman, allt þar til Magnús fluttist aftur heim á Bíldudal. Þar bjó hann ásamt Ásu Dóru, núverandi sam- býliskonu sinni, og vann með henni að uppbyggingu á ferða- þjónustu og Birni Magnúsi, syni sínum, að stofnun útgerðar og fiskvinnslu. Magnús var glaðlyndur og vinmargur, áberandi í atvinnu- lífinu og virkur í sveitarstjórn- armálum á Bíldudal. Hann var duglegur við að rækta samband sitt við fjölskylduna og síðustu ár stundaði hann útivist og bridge af kappi með góðum vin- um. Útför Magnúsar fer fram frá Bíldudalskirkju í dag, 18. júlí 2015, kl. 14. Maki hennar, Heið- ar Ólafsson, á úr fyrra sambandi Hauk Mána og sam- an eiga þau Helmu. 4) Lína Björk, fædd 22. ágúst 1991, bú- sett í Dóminíska lýðveldinu. Maki Iv- an Dario Gonzalez Nuvan. Fyrstu aldurs- árin átti Magnús heima í Reykjarfirði ásamt for- eldrum sínum, systur og móður- bræðrum. Þegar hann var þriggja ára fluttist fjölskyldan til Bíldudals, þar sem þau bjuggu í Ási, ásamt Jóhannesi móðurbróður Magnúsar, sem ætíð átti heimili hjá foreldrum hans. Sindri og Hlynur bættust í systkinahópinn, en þegar Magn- ús var 12 ára fluttist fjölskyldan í Hof, þar sem foreldrar hans og Jói frændi bjuggu til æviloka. Magnús fór til náms í Reyk- holt einn vetur, en þaðan lá leið hans í Verzlunarskólann þar sem hann lauk verslunarprófi. Í framhaldi var honum boðið starf sem kaupfélagsstjóri á Bíldudal. Elsku pabbi. Það er ekki hægt að lýsa sárs- aukanum sem ég er að upplifa, þessi þungi á hjartanu er svo mikill að mér finnst ég varla geta andað. Þú varst kletturinn í lífi mínu, þú varst og ert manneskjan sem ég lít upp til og óska þess að geta fetað í fótspor þín, verða betri manneskja með hverjum deginum. Orðin sem minna mig á þig eru mörg en hjartahlýr, brosmildur og góður pabbi eru þau sem koma fyrst upp í hugann. Við systkinin vorum alltaf í fyrsta sæti hjá þér og auðvitað barnabörnin, fjölskyldan öll, bæði stór og smá. Það var alltaf til tími í tímaleysinu, einn bryggjurúntur eða hvað sem manni datt í hug. Við þurftum aldrei löng samtöl til að skilja hvort annað, við gátum setið saman svo tímunum skipti og í raun ekki talað mikið. En alltaf leið mér eins og allt hefði verið sagt og vandamálin hurfu. Rúntarnir um bryggjuna, ferð- irnar austur til að kíkja á hestana mína, eða þegar við fórum að ná í þá úr sveitinni, ferðirnar á Bíldudal og bara okkar frábæru stundir saman eru minningar sem ég geymi. Ég minnist þeirra með sorg og söknuði en líka brosi og ham- ingju því ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem pabba. Pabbi, ég elska þig af öllu mínu hjarta. Þín litla dóttir, Lína Björk. Elsku pabbi. Þessir dagar hafa verið svo óraunverulegir og erfitt að geta ekki heyrt í þér. Þú varst ekki bara pabbi heldur varstu minn besti vin- ur. Það var ekkert sem ég gat ekki sagt þér eða spurt þig um, þú varst klettur í hafinu. Pabbi, það var bara búið að vera svo gaman að hafa þig hérna fyrir vestan. Þú varst svo ánægður og spenntur yfir öllu sem við vorum að gera saman. Þetta var búinn að vera frábær tími, stundirnar svo margar hjá okkur síðastliðið ár. Þakklæti fyrir allt frá því að ég man eftir mér er eitthvað sem ég hefði verið til í að geta komið til þín. Ég man svo vel eftir því þegar Mardís fæddist, þú geislaðir af stolti, sama svipinn sá ég þegar Helma hennar Hildar var fædd og líka þegar Magnús Kristján var kominn í fangið á þér. Þú varst yndislegur og við eigum öll eftir að sakna þín svo mikið, Mardís Ylfa á eftir að sakna Magga afa svo mikið og að geta ekki fengið hafragraut- inn hans afa. Það var alltaf tími fyr- ir okkur og afabörnin. Magnús Kristján, litli kúturinn okkar, hefði átt eftir að dröslast á eftir þér um allt, honum var strax farið að þykja svo gott að lúlla á afa. Ég veit að það er ekkert sem þú hefðir ekki gert fyrir barnabörnin þín og því miður voru stundirnar allt of fáar. Ég er búinn að hugsa svo oft til baka að þessu augnabliki þegar þú kallaðir á mig, Bjössi komdu út, þú varst svo ákveðinn. Ég leit við og sá hvernig báturinn var kominn á hliðina og ætlaði að henda mér út úr brúnni. Mín síðasta minning um þig var svipurinn á þér þegar sjór- inn skóflaði mér inn um dyrnar á brúnni og mér fannst þú svo hræddur á svipinn. Ekki hræddur af því að við værum að fara á hvolf heldur af því að ég hvarf inn í brúna. Út af þessu kalli frá þér var ég viðbúinn þegar sjórinn kom í fangið á mér og ég veit í hjarta mínu að það er ástæðan fyrir því að ég komst upp úr lúkarnum, út úr brúnni, undir rekkverkið og upp á yfirborðið. Eitt vil ég að þú vitir, elsku pabbi, að ég er kominn heim, ég er kominn heim, ég er kominn heim. Takk, pabbi, fyrir allt. Ástarkveðja, þinn sonur, Björn Magnús Magnússon. Elsku pabbi minn. Þetta gerðist alltof snögglega, þú varst tekinn alltof fljótt frá okk- ur. Hefði ég vitað að símtalið á sunnudeginum væri okkar síðasta hefði ég sagt miklu meira. Ég er heppin að þú varst pabbi minn, en þú varst ekki bara pabbi minn heldur besti vinur minn. Töl- uðum saman nánast á hverjum degi, bara um allt og ekkert. Við sögðum hvort öðru allt, skildum hvort annað svo vel. Það verður erfitt að geta ekki leitað til þín. Þú gafst manni svo mikið með nærveru þinni. Öllum leið svo vel í kringum þig, sérstaklega krökkun- um. Þú elskaðir að leika við þau og þú gafst allt í leikinn eins og þú værir krakki sjálfur. Mér finnst sárt að Helma fái ekki að kynnast afa sínum betur en þakklát fyrir þann tíma sem þú fékkst með henni. Ég verð dugleg að segja henni frá þér. Síðustu daga hafa minningarnar flogið í gegnum hugann. Ég er heppin að eiga svona margar góðar minningar, fórum saman í margar fjallgöngur, allar vesturferðirnar, allar selaveislurnar og bíltúrarnir. Minnisstæð er gangan okkar tveggja yfir Hornatær og niður í Reykjarfjörð. Með eina samloku og eitt súkkulaði, þetta átti nú bara að taka 3-4 tíma. Eftir 9 klukkustund- ir duttum við ofan í pollinn í Reykj- arfirði og hlógum saman sársvöng. Pollurinn var þinn staður, og verð- ur enn. Þar var gott að spjalla sam- an um allt sem okkur langaði að gera. Það er margt sem mig langar að segja frá og margt sem mig langar ekki að þú missir af. En þú ert hjá mér í hjartanu, núna og alltaf. Við systkinin verðum dugleg að halda utan um hvort annað og halda minningu um yndislegan, góðan og frábæran pabba á lofti. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elska þig og sakna þín. Þín dóttir, Hildur. Elsku Maggi minn, hvar getur maður eiginlega byrjað? Fyrsta sem kemur upp í huga mér er hversu mikil forréttindi það voru að kynnast þér. Minnisstæðar eru allar þær stundir sem við áttum saman fyrir vestan, hvort sem það var á Bíldu- dal, í Reykjarfirði eða Mórudal. Í hvert skipti sem maður á eftir að fara í pollinn þá á manni eftir að verða hugsað hlýtt til þín, margar skemmtilegar samræður sem við áttum þar. Jafn góðhjörtuðum manni hef ég aldrei kynnst, vildir allt fyrir alla gera. Fjölskyldan veitti þér svo mikla lífshamingju að maður tók sér þína lífsgleði til fyr- irmyndar. Afahlutverkið gerði þig svo stoltan og var hrein unun að fylgjast með þér í kringum barna- börnin. Nú tekur við stærra hlutverk frá mér gagnvart dóttur þinni og mun ég vonandi sinna því jafn vel og þú. Mig langar að þakka þér fyrir að hafa tekið svo vel á móti mér og Hauki Mána inn í fjölskyldu þína, eins og við hefðum verið partur af henni alla tíð. Núna ert þú kominn á góðan stað, þar sem verður séð vel um þig er ég viss um. Ég veit að þú munt fylgjast vel með okkur, sjá barna- börnin þín vaxa úr grasi. Fyrir þann tíma sem við áttum saman mun ég ævinlega vera þakklátur. Takk fyrir að gera mig að betri manni. Þinn tengdasonur, Heiðar Ólafsson. Þakklæti, umburðarlyndi og mikill afi er það fyrsta sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um hann Magga tengdaföður minn. Maggi var kærleiksríkur maður með góða nærveru og hafði hann allan heimsins tíma fyrir barna- börnin sín. Skipti engu máli hvort það var lengsta samstæðuspil í heimi, fara út í sleðaferð, feluleik, sundferð inn í Reykjarfjörð eða hvað sem var alltaf hafði Mardís Ylfa afa sinn í vasanum. Hún á eftir að sakna hans mikið en eitt það besta sem hún vissi þegar elda átti hafragraut var að fá grautinn hans afa síns eldaðan uppi í Hofi. Stoltið sem skein úr augum hans þegar al- nafni hans, Magnús Kristján, var skírður á sjómannadaginn 7. júní sl. er ógleymanlegt. Ég þakka þér fyrir allt og allt, elsku Maggi, þakka þér ásamt fleirum fyrir það að sonur þinn hafi skilað sér heill heim til okkar. Silja Baldvinsdóttir. Elsku Maggi bróðir og mágur. Það er skrýtið þegar við þurfum að líta tilbaka og gera okkur grein fyrir því hvað 5 ára aldursmunur í æsku er mikill og fátt annað en heimilið góða og foreldrarnir ynd- islegu eru samtenging. Aftur á móti var þessi aldurs- munur ekki neinn þegar við vorum búnir að mennta okkur og stofna heimili á Bíldudal. Við byrjuðum í gjörólíkum starfsgreinum, þú í Kaupfélaginu en ég á bílaverkstæði. Aukavinnu áttum við sameigin- lega, fórum að stunda grásleppu- veiðar á lítilli skektu með Grími gamla. Þar fengum við útgerðar- áhugann. Ég gerði sjómennskuna að aðalstarfi, en það var meiri at- hafnamennska hjá þér, samt blundaði alla tíð í þér löngun til að gera út og vera á sjó. Þú áttir orðið tvo strandveiði- báta og kominn á fullt í sjómennsk- una með honum Bjössa syni þinum og varst mjög spenntur yfir því sem þið voruð að gera saman. Búinn að flytja suður og prófa þar ýmsan rekstur, kominn tilbaka í fjörðinn þinn kæra og áttir í ham- ingjusamri sambúð við hana Ásu Dóru þína uppi í Hofi. Skyndilega er hringnum hjá þér lokað svo allt of snemma. Þú varst í góðu sambandi við börnin þín, þau Björn, Helga, Hildi og Línu. Barnabörnin þín 4 sem voru þér svo dýrmæt sem augasteinar, mik- ill er missir þeirra allra. Við munum öll sakna þín sárt og reyna að styðja þau í gegnum þetta mikla áfall. Takk fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar. Ástar- og saknaðarkveðja, Sindri og Tone. Elsku Maggi okkar, það er með trega sem við setjumst niður og skrifum þessi orð. Þegar við hitt- umst síðast þá skein af þér gleðin og hamingjan og eins og svo oft áð- ur þá varstu umkringdur fjöl- skyldu og vinum og naust þess að stjana við okkur öll. Við eigum ótal minningar um hversu góður, hjálpsamur og frá- bær vinur og frændi þú varst. Það var alveg sama hvað bjátaði á, allt- af var hægt að leita til þín, þú settir alltaf alla aðra en sjálfan þig í fyrsta sætið. Frá því við krakkarnir munum eftir okkur þá hefur þú og þín fjöl- skylda verið stór partur af okkar lífi og í hugum okkar þá erum við ein stór fjölskylda. Þegar eitthvað kom upp á þá voru móttökurnar al- veg þær sömu hvort sem við kom- um heim til mömmu og pabba eða Magga og Helgu. Þessi tími sem við höfum öll átt saman hefur verið okkur mjög dýr- mætur og í hjörtum okkar geym- um við allar þessar góðu minning- ar. Elsku Bjössi, Helgi, Hildur, Lína Björk og litlu gullin ykkar, pabbi ykkar og afi var einstakur maður. Tími hans með litlu afa- börnunum var alltof stuttur því hann elskaði afahlutverkið svo mik- ið. Við ætlum að sameinast um að halda minningu hans á lofti fyrir litlu afabörnin. Takk fyrir allt, elsku Maggi okk- ar. Kveðja frá Viðari, Rut, Halldóru, Úlfari, Línu og fjölskyldum. Það er haustið 1971 er við mæt- um fyrsta skóladaginn okkar í Verzlunarskóla Íslands. Nemend- ur koma til náms í höfuðborginni víðs vegar af landinu, og eins og gengur þekkjast sumir en lang- flestir eru að hittast í fyrsta sinn. Þetta námsár voru alls 11 bekkir eða hátt í 300 nemendur, sem hófu nám í 3. bekk Verslunarskólans og við félagarnir vorum svo lánsamir að lenda í langskemmtilegasta bekknum, nánar tiltekið í 3. bekk H. Það var þarna sem grunnurinn var lagður að vináttu okkar fjór- menninganna. Þarna kynntumst við Magnúsi. Að skólanámi loknu tekur lífið á móti okkur með öllum sínum fjöl- breytileika. Hinn trausti grunnur sem í upphafi var lagður rofnaði aldrei. Árið 2002 er svo ákveðið að kominn sé tími til að styrkja fé- lagsskapinn og við félagarnir byrj- uðum að læra bridds. Við fjór- menningarnir byrjuðum að spila hver heima hjá öðrum. Við kölluð- um okkur B 54. Þessi ákvörðun okkar að spila saman bridds átti eftir að gefa okkur margar ánægju- og gleðistundir. En við fórum einnig ferðir til útlanda til að horfa á fótboltaleiki. Við minnumst skemmtilegrar ferðar til Bíldudals síðsumars árið 2009 er við gengum frá Reykjarfirði yfir á Birkimel á Barðaströnd. Magnús geislaði af gleði þegar hann sagði okkur frá sínum heimahögum í gönguferð- inni og meðan á dvöl okkar stóð á Bíldudal. Um kvöldið var auðvitað tekið í spil eins og alltaf þegar við komum saman og gamansögur sagðar, enda einstaklega gaman að hlusta á Magga segja frá og sárt til þess að hugsa að fá ekki aftur að heyra hans dillandi hlátur eftir góða sögustund. Hann byrjaði stundum að vísu frásagnir með því að hlæja og náði þannig alltaf upp stemningunni. Við minnumst þess þegar einn úr hópnum starfaði tímabundið erlendis. Þá var fé- lagsskapur okkar orðinn svo ómiss- andi að ákvörðun var strax tekin, að við hinir kæmum í heimsókn. Við minnumst skemmtilegra spila- heimsókna til Magnúsar, þegar hann bjó á Selfossi. Hann eldaði ávallt handa okkur góðan íslenskan mat, svið og tilheyrandi meðlæti. Allt eru þetta ógleymanlegar stundir, sem við fjórmenningarnir áttum saman. Síðar gerðumst við félagar í Krummaklúbbnum, heimsfrægum 50 ára gömlum spilaklúbb. Þegar Magnús var fluttur aftur vestur á Bíldudal var augljóst hversu glaður og ánægður hann var með lífið. Þarna var hann búinn að kynnast ástinni sinni henni Ásu Dóru. Við hittumst allir, fyrir nokkrum mánuðum ásamt eigin- konum okkar. Það geislaði af Magnúsi og Ásu Dóru. Þau voru á fullu að byggja upp ferðaþjónustu á Bíldudal og það var virkilega gaman að fylgjast með hinni já- kvæðu umfjöllun sem þau fengu varðandi hótelreksturinn. Einnig starfaði Magnús í útgerðinni með Birni syni sínum, en það gaf honum ekki síður mikið. Magnús var nefni- lega svo mikill fjölskyldumaður og naut sín hvergi betur en umvafinn sínum nánustu. Magnús var ein- staklega úrræðagóður og jákvæð- ur maður, glaðlegur, hlýr og traustur. Hann hafði góða nær- veru. Á svipstundu, einu augna- bliki, breytist allt. Magnús er hrif- inn burtu og ástvinir hans sitja eftir lamaðir af sorg og söknuði. Fjölskyldu Magnúsar og ástvin- um öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Magnúsar er sárt saknað, en minningin um ánægjulegar sam- verustundir og góðan dreng munu ylja okkur um ókomin ár. Skarð hans verður aldrei fyllt. Hvíl í friði, kæri vinur. Jóhannes Finnur Halldórsson, Snorri G. Tómasson, Sveinbjörn Egilsson. Það var mikill harmur að frétta af sjóslysi, að góður vinur minn, Magnús Kristján Björnsson, hefði farist. Magga, eins og hann gjarnan var kallaður, þekkti ég allt frá bernskuárum á Bíldudal. Leiðir okkar lágu saman á ný þegar við hófum afskipti af sveitarstjórnar- málum á Bíldudal. Fyrst með framboði „K“-listans 1974 og við unnum kosninguna. Gott samstarf leiddi til nýs framboðs 1978. Magn- ús var í 2. sæti á eftir undirrituðum. Listinn vann, 4 af 5 sætum, augljós viðurkenning kjósenda á starfi okkar. Samstarfið var mest í hrepps- nefnd, atvinnumálanefnd og við uppbyggingu á Fiskvinnslunni og útgerð. Hörð barátta, margir fund- ir og ferðalög til öflunar stuðnings við endurreisn og uppbyggingu at- vinnulífsins. Þessar ferðir voru oft farnar við erfið skilyrði og þá reyndi mikið á samstarfið, en Maggi brást aldrei. Góðir mannkostir, skörp hugs- un, umhyggja hans fyrir heima- byggðinni skilaði sér vel. Það tókst að skapa fulla atvinnu og trú fólks á framtíðina í byggðarlaginu. Íbúum fjölgaði mikið. Nýtt íbúðahverfi reis og íbúðarhúsnæði jókst um 30% á 5 árum. Uppbyggingin á Bíldudal vakti landsathygli. Stjórn- völd heimiluðu að byggja íbúða- blokk í atvinnubótaskyni, sem þyk- ir enn í dag mjög athyglisvert. Mikill árangur hefði aldrei náðst nema með góðu samstarfi, sem Maggi átti stóran hlut í. Maggi var lipur maður, sem skilaði sér vel í starfi hans sem útibússtjóri kaup- félagsins til fjölda ára. Auk þess að vera dagfarsprúður var Maggi ákaflega glaðvær. Hann var hrókur alls fagnaðar og naut þess að segja sögur og lyfta stemn- ingunni. Góðir eiginleikar hans komu sér ætíð vel og ekki síst við fyrrnefndar erfiðar aðstæður á ferðum okkar. Ég átti góð samskipti við Magga og náið samstarf leiddi til tryggrar vináttu. Árið 2006 fengum við hjónin þá áskorun að reyna að greiða götur ungs flóttamanns frá Afganistan, sem bjó við ógnandi skilyrði og líf hans var í hættu. Ábyrgðina óskaði ég að taka, um var að ræða náinn ættingja tengdadóttur minnar. Að fá vinnu reyndist erfitt. Ég leitaði víða eftir stuðningi, meðal annars nánustu ættingja minna, án árang- urs. Ég var sleginn yfir þessu og sagði Magnúsi frá reynslunni. Óbeðinn brást hann við með því að segja, að hann gæti hugsanlega leyst þetta. Fáum tímum seinna hringdi Maggi og sagði málið væri leyst, hann gæti útvegað mannin- um vinnu og væri tilbúinn að hjálpa með allar þær staðfestingar sem þyrfti. Lýsandi fyrir Magga, ætíð fús að hjálpa. Ég og fjölskylda mín munum ætíð vera þakklát Magga fyrir þennan greiða. Ég hitti Magga á Bíldudal þann 6. júni sl. Hann var glaður, sagði að hann væri aftur fluttur til Bíldudals og hefði keypt „Hofið“, húsið sem hann ólst upp í og foreldrar hans bjuggu lengst af í. Hann kvaðst ánægður, hefði mikið að gera, byggja upp fiskverkun og útgerð með syni sínum. Ég kveð Magga með þakklæti fyrir kæran og góðan vinskap og bið Guð og allar góðar vættir að blessa og veita börnum hans og fjölskyldu styrk. Megi minningin um einstakan mann og góðan dreng veita þeim huggun í sorg- inni. Theodór A. Bjarnason. Magnús Kristján Björnsson HINSTA KVEÐJA Kæri vinur. Hafðu þökk fyrir allar okkar samverustundir, drengskap þinn og hjálp í öllum okkar samskiptum. Vertu þeim guði falinn sem léði þér lífið. Hvíl í friðarfaðmi hans. Kveðja, Jón Kr. Ólafsson söngvari, Reynimel, Bíldudal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.