Morgunblaðið - 18.07.2015, Síða 28

Morgunblaðið - 18.07.2015, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015 1991 að Gummi Bjarna tæki við og hann hefur sannarlega látið verk- in tala bæði á sveitarstjórnarstig- inu við sameiningu um margt ólíkra byggðarlaga í Fjarðabyggð og í atvinnumálum. Hans verður lengi minnst í Fjarðabyggð fyrir alla þá atorku sem hann lagði í at- vinnuuppbyggingu í fjórðungnum. Neskaupstaður og Fjarðabyggð sjá hér á eftir einum af sínum stærstu sonum. Við Ásta minnumst sérstaklega allra vinafundanna gagnkvæmra heimsókna og samverustunda með þeim Gumma og Klöru. Þó þessir fundir hafi orðið strjálli eft- ir allt flakkið á okkur Ástu þá hafa tengslin ekki rofnað. Elsku Klara og fjölskylda miss- ir þinn og fjölskyldunnar er samt mestur. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (Vald. Briem.) Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við kæran vin Guðmund Bjarnason. Ásgeir og Ásta. Kynni mín af Guðmundi Bjarnasyni voru því miður allt of stutt en hann náði þó á þessum skamma tíma að kenna mér eitt og annað sem ég kem til með að búa að um ókomna tíð. Við hittumst fyrst þegar ég kom í atvinnuviðtal til Alcoa Fjarðaáls og ég vissi satt best að segja ekki alveg hvað mér átti að finnast um hann svona í fyrsta kastinu. Hann virkaði á mig sem ansi strangur og ákveðinn maður. En ég hef sjaldan haft jafn rangt fyrir mér hvað fyrstu kynni varðar. Þegar ég hóf að starfa með Gumma kom allt annar maður í ljós þótt það tæki mig smátíma að átta mig á honum. Það sem mér finnst standa upp úr eftir okkar samstarf er traustið sem skapað- ist á milli okkar á ótrúlega skömmum tíma. Gummi var svona maður sem vildi ekki neitt kjaftæði. Það átti að tala hreint út um hlutina og ef fólk var ekki sammála þá átti bara að tala sig niður á niðurstöðu sem allir gátu sætt sig við. Gummi var vissulega mjög ákveðinn en þó al- veg laus við að vera frekur, hann fór aldrei í okkar samstarfi sínu fram í óþökk við aðra. Passaði allt- af að allir væru í sama bátnum. Hann hafði sterkar skoðanir á málefnum en einn af hans góðu eiginleikum var að hann kunni listina að skipta um skoðun. Við vorum ekki alltaf sammála og ef ég gat bara sýnt fram á með rök- um að ég hefði eitthvað til míns máls þá var hann tilbúinn að snú- ast á sveif með mér og verja það sjónarmið með kjafti og klóm. Með þessu hvatti hann mig og ef- laust aðra til gagnrýninnar hugs- unar, það var ekki nóg að segja mér finnst þetta af því bara. Skoð- un þurfti að bakka upp með rök- um. Annað sem ég verð að nefna og mér fannst einkenna Gumma, það var hvað hann var aðgengilegur. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta og vera til staðar, alla vega fyrir þessa ungu konu sem var að feta sín fyrstu spor í iðngeiranum. Ef eitthvað bjátaði á var auðvelt að leita til hans eftir ráðum og stuðn- ingi. Hann var alltaf reiðubúinn að deila af reynslu sinni og þvílíkur reynslubanki að sækja í! Þá opn- uðu hann og Klara heimili sitt fyr- ir okkur samstarfsfólkinu en það voru ófáir fundirnir sem fóru fram þar eftir að hann veiktist. Allan tímann sem ég þekkti Gumma þá var hann að kljást við erfið veikindi. En hann lét aldrei bilbug á sér finna og hann kenndi mér að hafa bjartsýnina ávallt að vopni. Í hvert sinn sem við töluð- um saman þá sagðist hann vænt- anlegur á skrifstofuna næsta dag þótt við vissum innst inni að það væri ólíklegt, það sama var upp á teningnum þegar hann lagðist inn á spítala, hann var alltaf alveg að fara heim. Ég mun sakna samtal- anna við þennan góða mann sem nú er genginn og sé eftir öllu því sem hann náði ekki að kenna mér áður en hann fór. Fjölskyldu Guð- mundar votta ég mína dýpstu samúð. Dagmar Ýr Stefánsdóttir. Kveðja frá Knatt- spyrnusambandi Íslands Fallinn er frá góður félagi okk- ar í knattspyrnuhreyfingunni, Guðmundur Bjarnason, eða Gummi Bjarna eins og hann var ávallt nefndur. Knattspyrnan átti mikil ítök í Gumma Bjarna og vann hann ötullega að framgangi íþróttarinnar fyrir austan. Gummi Bjarna var Þróttari, hóf snemma afskipti af stjórn félags- ins og var fljótt allt í öllu. Hann var formaður knattspyrnudeildar Þróttar um árabil og sat í stjórn KSÍ sem landshlutafulltrúi Aust- urlands frá 1980-1991. Hann var sæmdur gullmerki KSÍ 1991 fyrir störf sín í knattspyrnuhreyfing- unni. Leiðtogahæfileikar Guðmund- ar nýttustu vel í störfum hans fyr- ir Knattspyrnusambandið og lagði hann gott til úrlausnar þeirra fjölda viðfangsefna sem íslensk knattspyrna fékkst við. Guðmund- ur sagði ekki skilið við knatt- spyrnuhreyfinguna 1991 því að hann hélt áfram að starfa í kjör- nefnd KSÍ til 1997, lengst af sem formaður nefndarinnar. Þegar Guðmundur settist í stól bæjarstjóra í Neskaupstað átti knattspyrnuhreyfingin hauk í horni þar sem hann var. Guð- mundur lagði gott til uppbygging- ar knattspyrnumannvirkja og Fjarðabyggðarhöllin ber merki þess ótrúlega metnaðar og ástríðu sem hann alla tíð sýndi knattspyr- nuíþróttinni. Guðmundur lék auð- vitað stórt hlutverk þegar A landslið karla lék vináttulandsleik við Færeyjar í Neskaupstað á Norðfjarðarvelli 2. júlí 1995. Ógleymanlegur leikur öllum þeim sem þátt tóku í miklu blíðviðri. Allt skipulag og móttökur heima- manna voru þeim til mikils sóma og skemmtilegur leikur lifir í minningunni. Við deilum draumi Gumma Bjarna um lið frá Austurlandi í efstu deild karla í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þegar lið Fjarða- byggðar nær þeim áfanga munum við minnast alls þess mikla starfs sem Gummi Bjarna vann fyrir ís- lenska knattspyrnu. Knattspyrnuhreyfingin sendir ættingjum og vinum samúðar- kveðjur. Minningin um Gumma Bjarna mun lifa innan okkar raða. Geir Þorsteinsson formaður. Guðmundur Bjarnason er lát- inn. Þegar ég fékk fréttirnar af láti Gumma Bjarna kom upp í huga mér að nú hefðum við Aust- firðingar misst einn okkar farsæl- asta leiðtoga. Gummi var traustur maður með framúrskarandi húm- or, hann kunni að hrósa fyrir það sem vel var gert og lá ekki á liði sínu ef leiðrétta þurfti ranglæti eða berjast fyrir framfaramálum. Leiðir okkar Gumma lágu fyrst saman þegar ég var nýlega kjör- inn í bæjarstjórn Seyðisfjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég man þegar ég hitti þennan mikla höfð- ingja fyrst og mér hefur alltaf þótt vænt um þegar hann tók í höndina á mér og bauð mig velkominn í sveitarstjórnarmálin og lýsti yfir ánægju sinni með að ungt fólk væri að gefa kost á sér til starfa á sveitarstjórnarstiginu fyrir Seyð- firðinga. Þó hann kæmi frá rauða bænum Neskaupstað þá var hann hafinn yfir pólitík þegar barátta fyrir uppbyggingu atvinnulífs og byggðar á Austurlandi var annars vegar. Gummi var starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar frá árinu 1977 þar til hann varð bæjarstjóri í Neskaupstað árið 1991. Oft sagði hann söguna af því þegar fyrsta tölvan kom til fyrirtækisins, en hún fyllti heilt herbergi og hafði hann umsjón með því verkefni. Gummi sat í stjórn Síldar- vinnslunnar frá árinu 1991 til árs- ins 2005. Þessi ár voru umbrota- tímar í íslenskum sjávarútvegi, eftir að framsal á kvóta var tekið upp. Það var á þessum árum sem stefnan var tekin í átt til uppbygg- ingar og eflingar félagsins. Aldrei lá hann á liði sínu ef vinna þurfti að framfaramálum fyrirtækisins, hvort sem hann þurfti að efla um- gjörð í kringum fyrirtækið sem bæjarstjóri eða styðja stjórnend- ur þess til góðra verka. Eftir að Gummi söðlaði um og hætti sem bæjarstjóri okkar hér í Fjarðabyggð og hóf störf á öðrum vettvangi breytti það engu um áhuga hans á Síldarvinnslunni og framgangi fyrirtækisins og sjáv- arútvegs í landinu. Fylgdist hann með öllu sem umleikis var hjá Síldarvinnslunni og oft fékk ég símtöl frá honum þar sem hann spurði frétta. Þegar skipakaup eða fréttir af öðrum fjárfestingum bárust honum til eyrna þá var hann ávallt fljótur að hringja og óska okkur til ham- ingju og oft vildi hann fá útskýr- ingar á hver hugsunin væri á bak við ákveðna hluti og hvernig það myndi efla starfsemi félagsins. Það var gott að geta leitað í reynslubrunn Gumma þegar á þurfti að halda í baráttunni fyrir starfsumhverfi sjávarútvegsins, þar var hann ávallt boðinn og bú- inn til að veita góð ráð og tala máli okkar. Ekki er hægt að kveðja Gumma án þess að þakka fyrir frábæra skemmtun á þorrablótum Alþýðu- bandalagsins í Neskaupstað til margra ára. Þar fór hann ávallt á kostum og fékk skemmtilegur karakter hans að njóta sín í ógleymanlegum persónum. En þannig var Gummi, mikill húmor- isti og gleðimaður, alltaf til í sprell ef svo bar undir. Gummi kunni að hrósa og lá ekki á lofinu ef tilefni var til en hann hringdi líka ef það var eitt- hvað sem honum mislíkaði og rök- ræddi málin og leiðbeindi. Það er lán okkar samfélags að hafa átt réttsýnan, skynsaman baráttumann sem ávann sér virð- ingu bæði samherja og mótherja þegar mál voru til lykta leidd. Guðmundur Bjarnason lagði sitt af mörkum til að styðja við og styrkja starfsemi og starfsum- hverfi Síldarvinnslunnar fram á síðasta dag. Ég vil votta Klöru, Ív- ari, Sigurborgu og fjölskyldum þeirra samúð mína og megi minn- ingin um góðan mann styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. Á miðju sumri sjáum við á bak Guðmundi Bjarnasyni, góðum vini frá árum okkar eystra. Það er eig- inlega þannig að erfitt er að hugsa sér Neskaupstað, Fjarðabyggð eða Austurland án hans. Og það er líka erfitt að sjá hann fyrir sér án fjallanna og lækjanna í Norðfirði. Þannig var Guðmundur, samofinn sínum heimahögum. Við söknum góðs vinar. Hann reyndist mér ómetanlegur í störfum mínum eystra, þau Klara hafa verið okkur Ólöfu afar kær og við minnumst með gleði kommablótanna í Nes- kaupstað þar sem Guðmundur steig á svið og flutti annál ársins í fullum skrúða þeirra Sovétmanna. Sennilega í því hlutverki sem hon- um féll best. Okkar kynni hófust í ársbyrjun 2004 þegar ég hóf störf hjá Fjarðaáli. Verkefnið sem við blasti var stórt og átti eftir að hafa var- anleg áhrif á samfélagið fyrir austan og því mikilvægt að tengsl við heimamenn og yfirvöld væru náin. Fundir okkar urðu margir og verkefnin sem þurfti að semja um og leysa óteljandi. Ég kynntist því vel hversu öruggur hann var í öll- um sínum störfum, hvernig hann bar hag sveitarfélagsins fyrir brjósti í hverju því sem fyrir lá og hversu gífurlega þekkingu hann hafði ekki bara á öllu því sem kom Austurlandi við, heldur einnig á stjórnsýslunni á landsvísu. Enda eftirsóttur í ýmis trúnaðarstörf á þeim vettvangi. Og okkur gekk ágætlega að eiga hvor við annan. Áttum senni- lega nokkuð líkt skap, svipuð áhugamál og fundirnir gátu dreg- ist á langinn þar sem farið var út um víðan völl og hin fjölbreyttustu hitamál rædd eins og fótbolti, afla- brögð, fluguveiði eða pólitík, þar sem við vorum iðulega sammála um grundvallaratriðin þótt at- kvæðin okkar í kosningum hafi sennilega ávallt fallið sitt á hvor- um endanum á hinu pólitíska lit- rófi. Við hlógum að þessu, eins og öðru því þótt Guðmundur hafi ver- ið fagmaður fram í fingurgóma var stutt í góða skapið og hann sá spaugilegar hliðar á flestum mál- um. Guðmundur hætti sem bæjar- stjóri í Fjarðabyggð vorið 2006. Fannst komið nóg og tók sér langt sumarfrí. Síðsumars hittumst við til að veiða í Norfjarðará, en hann hafði einsett sér að kenna mér á árnar í fjórðungnum. Og þann daginn var áin óveiðanleg vegna veðurs eins og hann orðaði það, hitinn var 25 gráður, glaðasól og alger stilla. Við settumst því niður á bakkann, töldum bleikjurnar í ánni og spjölluðum um framtíðina. Við fórum fisklausir úr tíðindalít- illi veiði en lögðum grunninn að áframhaldandi samstarfi, nú á vettvangi Fjarðaáls. Það sam- starf, eins og öll samskipti mín við Guðmund , var farsælt og árang- ursríkt. Við Ólöf höfum fylgst með glímu Guðmundar við erfið veik- indi. Þar sýndi hann þolgæði og hetjuskap eins og í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann reyndist okkur líka sannur vinur á erfiðum tímum og fyrir það fáum við aldrei þakkað. Klöru og fjöl- skyldunni allri sendum við Ólöf okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Tómas Már Sigurðsson.  Fleiri minningargreinar um Guðmund Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Guðmundur Bjarnason ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR FRIÐBERTSDÓTTUR frá Súgandafirði. Alúðarþakkir til allra þeirra sem hafa liðsinnt Ásdísi og stutt í gegnum tíðina, sérstakar þakkir til starfsfólks á Frúargangi A-3 á hjúkrunarheimilinu Grund fyrir frábæra umönnun. . Fjölskyldan. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför EINARS PÉTURS ELÍASSONAR vélstjóra, Sigtúni 43, Reykjavík. . Bjarney Jónsdóttir, Ásdís B. Einarsdóttir, Guðmundur Rafnar Valtýsson, Kristinn Einarsson, Margrét Hallsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Sumarliði Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA INGVARSDÓTTIR, áður til heimils að Skipasundi 87, lést 14. júlí á dvalarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 22. júlí kl. 13. Alúðarþakkir til starfsfólks V-3B á Grund. . Ingþór Arnórsson, Guðný Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Arnórsdóttir, Svavar Þórhallsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður og afa, DAVÍÐS SCHIÖTH ÓSKARSSONAR, Funafold 27. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 11-G og á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. . Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Arnþór Davíðsson, Atli Steinn Davíðsson, Axel Snær Ammendrup Atlason. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR, Lillu, Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks göngudeildar 11b og blóðlækningadeildar 11g á Landspítalanum við Hringbraut. . Jón Auðunn Kristinsson, Pétur Óli Jónsson, Hanna B. Hreiðarsdóttir, Jón Þór Jónsson, Halldóra Andrésdóttir, Jóhann Ingi Jónsson, Valgerður Sævarsdóttir og ömmubörnin. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar JAKOBÍNU ERLENDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Lundar, Hellu. . Erlendur Agnar Árnason, Gunnhildur Ólafsdóttir, Oddgeir Þór Árnason, Áslaug Arthursdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.