Morgunblaðið - 18.07.2015, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Gestir staðarins vita að Kex er lif-
andi hostel. Þetta er ekki bara
dvalarstaður, það er alltaf eitthvað
í gangi,“ segir Benedikt Reynisson,
tónlistar- og kynningarstjóri Kex
hostels en tónleikahátíðin KEX-
Port fer fram í fjórða skiptið í
portinu á bak við hostelið í dag.
Emmsje Gauti lokar kvöldinu
„Þetta verður með sama sniði og
síðustu ár, tólf tíma tónleikar frá
hádegi til miðnættis. Þarna verða
tólf fjölbreytt atriði úr næstum því
öllum geirum. Þarna verður til
dæmis að finna hip hop, rokk, og
raftónlist. Tónleikahátíðin er haldin
til heiðurs útvarpsstöðinni KEXP
sem er með aðsetur í Seattle í
Bandaríkjunum. Útvarpsstöðin er
búin að vinna mikið og gott starf
fyrir íslenska tónlist í Bandaríkj-
unum sem og í raun víða um heim í
gegnum vefsíðuna youtube. Hún er
búin að vera að senda beint út frá
Kex í tengslum við Iceland Airwa-
ves frá árinu 2011. Með þessum
viðburði er í raun bara verið að
þakka KEXP fyrir það sem stöðin
hefur gert fyrir Kex og íslenska
tónlist í heild,“ segir Benedikt.
Tónleikahátíðinni verður streymt
beint frá þremur stöðum á alnet-
inu, KEXP síðunni kexp.org, ís-
lensku síðunni kexland.is og Music-
Reach.tv.
„Þetta er fjórða skiptið sem við-
burðurinn er haldinn. Það er alltaf
stefnt á að hafa fjölbreytta dagskrá
og reynt að fá rjómann af því sem
er að gerast í íslensku tónlistarflór-
unni. Það hefur tekist einstaklega
vel upp í ár og frábærir listamenn
að koma fram. Sóley er náttúrlega
frábær og svo verða þarna Teitur
Magnússon, Futuregrapher, Gísli
Pálmi og Agent Fresco svo nokkrir
séu nefndir. Svo er Emmsje Gauti
búinn að vera á góðu flugi þetta ár-
ið, hann lokar hátíðinni í ár. Hann
er búinn að eiga nokkra frábæra
tónleika í ár og það var til að
mynda talað um að hann hefði átt
hátíðina Aldrei fór ég suður,“ segir
hann.
Hægt að streyma á netinu
Meðal annarra listamanna sem
koma fram á KEXPort í ár má
nefna Kæluna Miklu, Markús &
the Diversion Sessions og Valdi-
mar. Benedikt segir von á fjölda
gesta, í raun fleiri en staðurinn
tekur.
„Það er frábær veðurspá og það
eru hátt í þrjú þúsund og fimm-
hundruð einstaklingar búnir að
melda sig á facebook, við erum því
að búast við dágóðum fjölda. Það
er samt ljóst að við berum ekki
þrjú þúsund og fimm hundruð
manns í einu. Við eigum þó von á
því að það verði þarna renningur
allan daginn. Tónleikarnir eru nátt-
úrlega í portinu og það er ágætis
svæði þarna í kring sem hægt er
að standa á og hlýða á tónlistina.
Ef maður kemst ekki að þá getur
maður engu að síður streymt þessu
á netinu eins og áður segir,“ segir
hann. Þess má geta að KEXP mun
senda út frá Iceland Airwaves í ár
líkt og síðustu ár.
„Það er mikill kærleikur á milli
KEXP og Kex hostels,“ segir
Benedikt að lokum.
Mikill kærleikur milli KEXP og Kex
Tónleikahátíðin KEXPort haldin í
fjórða skiptið við Kex hostel í dag
Morgunblaðið/Eggert
Tónleikahátíð Portið á bak við Kex hostel verður eflaust troðið í dag en auk tónlistarinnar er von á frábæru veðri.
12:00 Sóley
13:00 Teitur Magnússon
14:00 Kælan Mikla
15:00 Futuregrapher
16:00 Markús & the Diversion Session
17:00 Valdimar
18:00 Rökkurró
19:00 Muck
20:00 Gísli Pálmi
21:00 DJ Yamaho
22:00 Agent Fresco
23:00 Emmsje Gauti
Dagskrá KEXPort
Rokk Muck spilar harðkjarna rokk en sveitin stígur á svið klukkan 19.
Lok Emmsje Gauti lýkur KEXPort.
Kraftur Agent Fresco spila kl. 22.
Rapp Gísli Pálmi byrjar kl. 20.
Pönk Kælan stígur á svið kl. 14.Upphaf Sóley byrjar dagskrána.
Söfn • Setur • Sýningar
Sunnudagur 19. júlí: Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal
Fólkið í bænum á Veggnum
Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horninu
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning
Að lesa blóm á þessum undarlega stað á Torgi
Hið íslenska biblíufélag 200 ára á 3. hæð
Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús
Nesstofa við Seltjörn:
Sýningin Nesstofa-Hús og saga er opin þriðjudaga-sunnudaga frá 13-17
Listasafn Reykjanesbæjar
Huldufley,
skipa- og bátamyndir Kjarvals
„Klaustursaumur og Filmuprjón“
Textíll í höndum kvenna.
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Konur í sögum bæjarins. Brot úr
sagnaþáttum Mörtu Valgerðar.
Bátasafn Gríms Karlssonar
6. júní – 23. ágúst
Opið alla daga 12.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA 22.5. - 6.9. 2015
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl
Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst 2015
Sumartónleikar - þriðjudag kl. 20.30 - Pamela De Sensi, flauta og Júlíana Rún
Indriðadóttir, píanó
Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga.
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015
VATNSLITASMIÐJA kl. 14-15. Tilkynnið þátttöku í síma 515 9600
Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Enginn staður – íslenskt landslag
Íslensk náttúra séð með augum
átta samtímaljósmyndara.
Keramik –úr safneign
Opið 12-17, fim. 12-21
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist,
plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
SAFNAHÚSIÐ
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið daglega frá kl. 10-17.
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Opið daglega frá 10-17
GEYMILEGIR HLUTIR
Að safna í söguna
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is