Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Sigríður Á. Andersen, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, hyggst að öllu
óbreyttu leggja aftur fram frumvarp
sitt um að takmarka aðgengi almenn-
ings að upplýsingum úr skattskrám
og birtingu þeirra. Verði frumvarpið
samþykkt mun það að öllum líkindum
binda enda á tekjublöðin sívinsælu,
sem vekja mikla athygli almennings á
hverju ári.
Frumvarpið var lagt fram á síðasta
þingi en komst aldrei í fyrstu um-
ræðu og dagaði því málið uppi.
Frumvarpið felur í sér að álagning-
arskrá verði ekki lögð fram, heldur
verði beðið þar til skattskrá fyrir
hvert sveitarfélag liggur fyrir og hún
verður lögð fram almenningi til skoð-
unar, en þó með miklum takmörk-
unum. Hver einstaklingur mun að-
eins geta fengið upplýsingar um þrjá
aðra gjaldendur úr skattskrá og setur
það tekjublöðin, sem birta laun þús-
unda einstaklinga, í erfiða stöðu.
Ríkisskattstjóri brjóti lög
Þá mun frumvarpið einnig banna
þá framkvæmd ríkisskattstjóra að
taka saman lista yfir þá skattgreið-
endur sem greiða mestan skatt og
senda á fjölmiðla. Samkvæmt frum-
varpinu þyrfti heimild viðkomandi
skattaðila fyrir opinberri birtingu
upplýsinga úr skattskránni.
Sigríður telur að þessi framkvæmd
sem hefur verið ríkjandi eigi sér ekki
stoð í lögum. „Ég tel nauðsynlegt að
það séu tekin af öll tvímæli um það,
að þetta sé ólögmætt eins og þetta er
gert í dag. Það er engin venja sem
myndar rétt fyrir opinbera starfs-
menn að brjóta lögmæltan trúnað.
Það er ekki hægt að vísa til venju fyr-
ir því. Engin lagaheimild er fyrir því
að skatturinn sjálfur vinni svona lista
fyrir fjölmiðla,“ segir Sigríður.
„Þess utan er talað um í lögum að
það megi birta upplýsingar úr skatt-
skránni, en ekki álagningarskránni.
Skattskráin hefur réttari upplýs-
ingar, þannig að það er alveg út í hött
að það sé verið að fóðra fjölmiðla með
þessum upplýsingum, sem þeir vita
að eru í mörgum tilvikum rangar,“
segir hún.
„Væri mjög mikil afturför“
Stefán Ólafsson, prófessor í fé-
lagsfræði við Háskóla Íslands, styður
núverandi fyrirkomulag og vill ganga
enn lengra. Hann telur að í ljósi auk-
ins ójafnaðar í tekju- og eignaskipt-
ingu á Vesturlöndum hljóti menn að
sjá að ef ekki væri veittur aðgangur
að opinberum upplýsingum skatt-
kerfisins, þá væru heilmiklar hömlur
settar á upplýsingar fólks í lýðræð-
issamfélögum um hvað væri að ger-
ast í samfélaginu. „Tekjuskiptingin er
eitt af stóru málunum sem snerta fólk
mjög almennt og um þetta er tekist á
í kjarasamningum og stjórnmálum.
Það væri í raun og veru mjög mikil
afturför ef það væru settar miklar
hömlur á birtingu svona upplýsinga,“
segir Stefán.
Hann vill líta til Noregs, þar sem
aðgengi að launaupplýsingum fólks
er enn meira en á Íslandi. „Í Noregi
geta menn flett upp hverjum sem er á
netinu, allan ársins hring, og þar er
litið svo á að þetta séu sjálfsagðar
upplýsingar, hvort sem menn greiða
mikið eða lítið.“
Hætti framlagningu álagningarskrár
Sigríður Á. Andersen hyggst leggja aftur fram frumvarp sem takmarkar aðgengi að skattskrám
við þrjár uppflettingar á hvern einstakling Væri mikil afturför, segir Stefán Ólafsson prófessor
Stefán
Ólafsson
Sigríður Á.
Andersen
Ungur snáði fylgdist andaktugur með útileik í ís-
lenska fótboltanum í sumarblíðu gærdagsins.
Fátt hefur farið framhjá honum enda margt sem
má læra af sér reyndari mönnum í knattleiknum.
Barátta liðanna um knöttinn reyndist þó ekki
tvísýnni en svo að sigurmerkið var snarlega
komið á loft á meðal stuðningsmanna áður en yf-
ir lauk. Engum sögum fer af úrslitum en sá litli
hefur vafalaust gengið sáttur frá borði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurviss eftirtekt á fótboltavellinum
Að sögn Haraldar Briem sóttvarna-
læknis hafði maðurinn sem grun-
aður er um að hafa smitað ungar
konur af HIV-veirunni ekki skilað
læknisvottorði eins og hælisleitend-
um er skylt að gera.
„Við vitum ekki til þess að hann
hafi skilað læknisvottorði fyrr en að
þessu kom,“ segir Haraldur og vís-
ar til þess þegar upp komst um
smitið.
Hann segir það geta tekið nokk-
urn tíma að útvega læknisvottorð,
heilbrigðisyfirvöld hafi ekki tök á
því að taka umsækjendur um dval-
arleyfi í skoðun þegar í stað.
„Það eru engar nákvæmar dag-
setningar á því hvenær menn eiga
að vera komnir í skoðun og þess
háttar,“ segir hann. Samkvæmt
frétt RÚV frá því fyrir helgi kom
maðurinn til landsins í ágúst á síð-
asta ári.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að tvær konur hafi smitast eftir
samneyti við manninn.
Maðurinn hefur sjálfur sagt að
hann hafi ekki vitað að hann væri
haldinn sjúkdómnum þegar hann
hafði samneyti við konurnar, en
Kristínu Völundardóttur, forstjóra
Útlendingastofnunar, er ekki kunn-
ugt um að hælisleitendur hafi neit-
að að gangast undir heilsufarsskoð-
un. Það sé þó ekki til marks um að
slíkt hafi ekki gerst.
Hælisleitandinn hafði
ekki skilað læknisvottorði
Pressphotos.biz
Grunaður Maðurinn hefur sagt að hann hafi ekki vitað af sjúkdómnum.
Nákvæm tímamörk liggja ekki fyrir um læknisskoðanir
Gylfi Arnbjörns-
son, forseti Al-
þýðusambands-
ins (ASÍ), telur að
í ljósi mikillar
hækkunar á arð-
greiðslum milli
ára sé engin
ástæða til þess að
fyrirtæki velti
launahækkunum
út í verðlagið. „Það er svigrúm til
þess að fyrirtækin taki þetta einfald-
lega á sig, þótt það minnki aðeins
hagnað þá á það ekki að valda neinum
miklum breytingum á þeirra af-
komu,“ segir Gylfi, en arðgreiðslur
fyrirtækja jukust um 60% milli ár-
anna 2013 og 2014.
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, er ekki sammála Gylfa. Hann
segir að áður en nýundirritaðir kjara-
samningar tóku gildi hafi launahlut-
fall hér sem hlutfall af landsfram-
leiðslu verið eitt það hæsta meðal
OECD-ríkjanna. Þá sé ekki heilbrigt
fyrir atvinnulíf með hátt vaxtastig
eins og hér á landi að vera jafnframt
með launakostnað langt yfir meðal-
tali þeirra ríkja sem við berum okkur
saman við. „Það er mjög mikilvægt
að fyrirtæki séu rekin með góðum
hagnaði,“ segir Þorsteinn.
Taki
hækkan-
ir á sig
Gylfi Arnbjörnsson
Arðgreiðslur
jukust um 60%