Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva
Pharmaceutical Industries á í við-
ræðum við Allergan um kaup á sam-
heitalyfjaframleiðslu síðarnefnda
fyrirtækisins. Það var Wall Street
Journal sem greindi fyrst frá þessu
en von er á að kaupin verði formlega
tilkynnt á mánudag. Er búist við að
Teva borgi um 45 milljarða dala fyr-
ir samheitalyfjaarm Allergan og
eignist þá væntanlega um leið starf-
semi Actavis á Íslandi.
Samrunar og nafnabreytingar
Actavis (áður Pharmaco) var
keypt af og rann saman við lyfjafyr-
irtækið Watson árið 2012 og fékk
hið sameinaða fyrirtæki nafn Acta-
vis. Fljótlega þar á eftir, eða árið
2014, gerði Actavis 66 milljarða dala
tilboð í Allergan, sem er hvað þekkt-
ast fyrir framleiðslu fegrunarlyfsins
Botox, og runnu fyrirtækin saman
fljótlega eftir það. Í júní síðastliðn-
um var tilkynnt að hið sameinaða fé-
lag, eitt af tíu stærstu lyfjafyrir-
tækjum í heimi, myndi bera nafn
Allergan. Fer starfsemin á Íslandi
enn fram undir merkjum Actavis.
Er Allergan sumsé móðurfélag
Actavis á Íslandi sem veitir um 700
manns atvinnu hér á landi en í lok
júní var tilkynnt að lyfjaframleiðsla
Actavis myndi verða færð úr landinu
og með því verða lögð niður 300
störf í lyfjaverksmiðju fyrirtækisins
í Hafnarfirði. Verða þá áfram um
400 manns í vinnu hjá Actavis hér-
lendis við aðrar starfsstöðvar fyr-
irtækisins.
Að svo stöddu liggja ekki fyrir
upplýsingar um smáatriði kaup-
samningsins en ætla má að Teva sé
meðal annars að eignast rekstur
Actavis á Íslandi að öllu leyti eða að
mestum hluta.
Sigurður Óli Ólafsson, fyrrver-
andi forstjóri Actavis á Íslandi, gekk
til liðs við Watson árið 2010, tveimur
árum áður en varð af samrunanum
árið 2012. Í byrjun síðasta árs var
tilkynnt að Sigurður hefði verði ráð-
inn forstjóri samheitalyfjasviðs
Teva. Er Sigurður því hlekkur á
milli fyrirtækjanna í gegnum þessa
löngu samrunasögu, þó ekki sé hægt
að fullyrða hver þáttur hans var í
framvindunni.
Vilja stærðarhagkvæmni
Greinir WSJ frá því að kaup Teva
á samheitalyfjaarmi Allergan séu sá
síðasti í röð margra stórra samruna
í heilbrigðisgeiranum. Hefur orðið
mikil samþjöppun í greininni og er
þróunin einkum rakin til breyttrar
heilbrigðislöggjafar í Bandaríkjun-
um, Obamacare-laganna svokölluðu.
Sjá fyrirtæki sig knúin til að ná fram
sem mestri stærðarhagkvæmni til
að lifa af í krefjandi markaðsum-
hverfi.
Var Teva á höttunum eftir hol-
lenska lyfjafyrirtækinu Mylan en
gekk illa því Mylan hefur verið
áhugasamast um að festa kaup á
framleiðandanum Perrigo.
Teva er í dag stærsti framleiðandi
samheitalyfja í heiminum og fyrir-
tækið metið á um 60 milljarða dala.
Á sunnudag greindi Forbes frá
því að Allergan hygðist kaupa
bandaríska lyfjafyrirtækið Naurex
fyrir 560 milljónir dala. Naurex
framleiðir þunglyndislyf sem eiga að
hafa mjög skjóta virkni borið saman
við önnur lyf af sama toga.
Hvorki náðist í Sigurð Ólafsson
né fjölmiðlafulltrúa Teva við vinnslu
fréttarinnar. Talsmaður Actavis á
Íslandi gat engar upplýsingar veitt
að svo stöddu.
Von á risasamningi í lyfjageira
Óljóst hvort sala samheitalyfjahluta Allergan til Teva Pharmaceuticals hefur áhrif á starfsemi Actavis á Íslandi
Samþjöppun heilbrigðisfyrirtækja rakin til breyttrar löggjafar í Bandaríkjunum, sem kallar á stærðarhagkvæmni
Störf Þess er vænst að samningur um kaup Teva á samheitalyfjaarmi Allergan verði kynntur á mánudag. Þangað til er ekki hægt að segja til með vissu um
hvort samningurinn snertir starfsemi Actavis á Íslandi. Verður þó að teljast líklegt að íslenska starfsemin fylgi með í kaupunum. Hús Actavis í Hafnarfirði.
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015
Þegar þú kaupir bökunardropa frá
Kötlu, styður þú fjölfötluð börn til náms.
Sunnusjóður hefur í meira en 30 ár
aukið námsmöguleika fjölfatlaðra
barna. Katla er helsti bakhjarl sjóðsins.
DROPAR SEM
LOFA GÓÐU
www.sunnusjodur.is www.katla.is/dropar
Ítalski fjármálaráð-
herrann Pier Carlo
Padoan segir að eina
leiðin til að bjarga evr-
unni sé að stefna
„beinustu leið á sam-
einingu“ evruríkjanna.
Ráðherrann segir út-
göngu Grikklands núna
komna á samninga-
borðið og þar með hafi
myntsamstarfið misst
þann eiginleika að vera
óafturkræft. „Við ætt-
um ekki að blekkja
okkur,“ sagði hann í
viðtali við Financial
Times. „Ef við viljum
losna við þennan
áhættuþátt þá verðum
við að búa til öðruvísi
evru – sterkari evru.“
Fjárlög og atvinnuleysisbætur
FT segir ítölsk stjórnvöld kalla
eftir víðtækum breytingum til að
styrkja stoðir evrunnar, þar á með-
al sameiginlegri stýringu banka-
mála og sameiginlegum fjárlögum
evrusvæðisins auk sameiginlegs
atvinnuleysistryggingakerfis. Pado-
an segir einnig við hæfi að athuga
að stofna embætti evrópsks fjár-
málaráðherra og setja á laggirnar
sameiginlegt þing evrusvæðis-
landanna sem starfa myndi sam-
hliða Evrópuþinginu.
Hefur FT eftir ráðherranum að
fjármálaráðherrar evruríkjanna séu
þegar byrjaðir að ræða sín á milli
möguleikann á nánari samruna en
mestur tími fari þó í að leita lausna
á vandamáli Grikklands.
ai@mbl.is
Fjármálaráðherra
Ítalíu vill sameiningu
til að bjarga evrunni
Stefna Pier Carlo Padoan sést hér fyrir miðju.
Hann vill m.a. að evruríkin geri sameiginleg fjár-
lög og stofni atvinnuleysisbótasjóð.
AFP