Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015
Ragnheiður SjöfnJóhannsdóttirrekur fyrirtækið
Culture and Craft en hún
á afmæli í dag. „Þetta fyr-
irtæki býður upp á menn-
ingar- og prjónaferðir og
eru í boði þriggja tíma
námskeið og einnig fjög-
urra daga og sjö daga
námskeið. Lengri nám-
skeiðin eru í samstarfi við
Esju Travel og er búið að
skipuleggja þau fram í
maí. Þriggja klukku-
stunda námskeiðin eru
alla mánudaga og föstu-
daga allt árið um kring
og eru haldin á Hótel
Laxnesi í Mosfellsbæ.“
Ragnheiður hefur
langa reynslu af prjóna-
skap og er áhugasöm um
jurtalitun og vinnu með
handspunnið band. „Út-
lendingar eru alveg ótrú-
lega duglegir að koma á
námskeiðin, allt frá því að koma í einkakennslu og yfir í að stórir hóp-
ar mæti á námskeið. Ég hef mest verið með 70 manna hóp og þurfti þá
að fá fullt af handavinnukennurum.
Það sem er séríslenskt við námskeiðin er íslenska ullin og útlend-
ingar eru mjög áhugasamir um okkar prjónaaðferðir og ekki síst ís-
lensku lopapeysuna. Þeim finnst gaman að takast á við íslensku ullina
og sjá hvernig hún var unnin enda er hún allt öðruvísi. Kindurnar
okkar eru orðnar ansi „gamlar“, komu hingað með víkingunum og
hafa lítið breyst. Mér finnst íslenska ullin bara fallegri og hrárri en
margar aðrar tegundir.
Í tilefni afmælisins ætla ég að skreppa til Írlands í hringferð um
landið. Ég hef oft komið til Dublinar en lítið farið út fyrir borgina. Ég
stend í þeirri meiningu að ég sé með írskt blóð í æðunum mínum enda
rauðhærð. Ég er mjög hrifin af Írum og öllu sem írskt er. Tónlistin
hentar mér vel og mér finnst ég dálítið eiga heima þar þegar ég kem
þangað.“
Ragnheiður er ekkja og á tvo uppkomna syni og tvö barnabörn.
Synir hennar eru Eggert Sólberg Jónsson, framkvæmdatjóri GEO
Park, og Magnús Elfar Jónsson, grafísikur hönnuður hjá Gagarín.
Sýnishorn Ragnheiður með hluta af því
sem viðskiptavinum hennar býðst til að
prjóna á námskeiðunum.
Íslenska lopa-
peysan er vinsæl
Ragnheiður Jóhannsdóttir er sextug í dag
S
veinn fæddist á Kálfskinni
á Árskógsströnd 27.7.
1975. Hann gekk fyrstu
tvö skólaárin í Árskógs-
skóla og síðan í Dalvík-
urskóla, stundaði nám við Mennta-
skólann á Akureyri í tvö ár og síðan
við lýðháskóla í Tärnaby í Svíþjóð til
að sinna skíðamennsku af kappi.
Sveinn lauk síðan náminu við MA
utanskóla samhliða landsliðsæf-
ingum á skíðum í Svíþjóð og Noregi.
Sveinn byrjaði ungur að renna
sér á skíðum: „Skíðamennskan hófst
hjá mér skömmu eftir að ég fór að
ganga, en foreldrar mínir hafa alltaf
verið mikið útvistarfólk og mikið á
skíðum. Ég fór kornungur að æfa
hjá Skíðafélagi Dalvíkur og síðan að
keppa, var á öllum Andrésar Andar-
leikum, keppti síðan á bikarmótum
fyrir unglinga, síðan landsmótum,
og keppti í svigi á Vetrarólympíu-
leikunum í Nagano í Japan 1998,
ásamt sjö öðrum Íslendingum.“
Eftir að Sveinn lauk keppnisferli
á skíðum hóf hann nám í jarðeðlis-
fræði við HÍ 2001 og meistaranám
við sama skóla með áherslu á rann-
sóknir á snjóflóðum haustið 2005
eftir að hafa unnið á Snjóflóðasetri
Veðurstofunnar á Ísafirði um sum-
arið. Síðan þá hefur hann unnið á
Veðurstofunni, að mestu leyti við
vöktun á snjóflóðahættu og sinnt
hættumati. Frá hausti 2011 hefur
hann haft aðsetur á Akureyri og er
þannig í betri tengslum við ofan-
flóðaaðstæður á Norðurlandi:
„Ofanflóðavinnan á Veðurstofunni
Sveinn Brynjólfsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni – 40 ára
Fjölskyldan Sveinn og Þóra með Álfrúnu Mjöll, Degi Ými og Brynjólfi Mána við Fjaðrárgljúfur í júní 2014.
Stórafmæli og brúðkaup
Á fjallaskíðum Sveinn og Þóra hvíla lúin bein í Klaufabrekknadal 2013.
Reykjavík Svava Björk
Sigurjónsdóttir fæddist
15. ágúst 2014. Hún vó 16
merkur og var 55 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Ingibjörg Helga Kon-
ráðsdóttir og Sigurjón
Hallgrímsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Fataskápur
Hæð 2100 mm
Breidd 800 mm
Dýpt 600 mm
Tegund: Strúktúr eik
TIL Á LAGER
S KÁPATI LB OÐ
Verð58.900,-m. vsk.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is