Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 BJÓDUM BÖRNIN VELKOMIN BARNAHORN LEGO BORÐ LESTARBORÐ VÖLUNDARHÚS KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég velti því fyrir mér hvort eðli- legt sé að íbúar í öðrum sveit- arfélögum njóti niðurgreiðslu Reykvíkinga,“ segir Ingvar Jóns- son, fulltrúi Framsóknar og flug- vallarvina í menningar- og ferða- málaráði Reykjavíkurborgar, og vísar í máli sínu til þess að á fundi ráðsins, sem haldinn var 16. maí síðastliðinn, óskaði hann eftir upp- lýsingum um dreifingu á áskrift- arhópi Borgarleikhússins eftir bú- setu á höfuðborgarsvæðinu. Á fundi ráðsins hinn 22. júní síð- astliðinn var lagt fram svar við fyr- irspurninni og kemur þar meðal annars fram að flestir áskrifendur eiga lögheimili í póstnúmeri 105, eða 9,52%. Næstir á eftir koma íbú- ar í 108 Reykjavík og eru þeir 8,74% áskrifenda. Því næst koma íbúar með lög- heimili í 200 Kópavogi, alls 8,54%, og 210 Garðabæ, eða 7,79%. Þá kemur einnig fram í svarinu að 7,51% áskrifenda býr í 112 Reykjavík, 7,01% í 101 Reykjavík, 6,13% í 220 Hafnarfirði og 5,93% í póstnúmeri 107. Þar á eftir koma svo íbúar 109 og 110 Reykjavík, sem mælast rúmlega 5,50% áskrif- enda leikhússins. Þeir íbúar höfuðborgarsvæðisins sem eru í áskrifendahópi Borgar- leikhússins og mælast undir 5% eru til að mynda íbúar í 104 Reykjavík, 201 Kópavogi, 221 Hafnarfirði, 170 Seltjarnarnesi, 270 Mosfellsbæ, 203 Kópavogi og 113 Reykjavík. Flestir áskrifendur í póstnúmeri 105 Dreifing áskriftarkorta eftir póstnúmerum 10 1 R vk 10 3 R vk 10 4 R vk 10 5 R vk 10 7 R vk 10 8 R vk 10 9 R vk 110 Rv k 111 Rv k 112 Rv k 113 Rv k 116 Rv k ( Kja lar n.) 20 0 K óp . 20 1 K óp . 20 3 K óp .Va tns e. 210 Gr b. 22 5 Á lfta ne s 22 0 H fj. 22 1 H fj. 27 0 M os . 27 1 M os . d rei fb. 27 6 M os . K jós 170 Se ltj. ne s 10,0 9,00 8,00 7,00 6,00 5,00 4,00 3,00 2,00 1,00 0 %  Fulltrúi Framsóknar og flugvallar- vina spurði út í áskrifendur leikhúss Rannveig Björnsdóttir, dósent í auðlindafræðum við Háskólann á Akureyri og fagstjóri eldis og ræktunar hjá Matís, segir að fyrstu nið- urstöður í rann- sókn á skóg- arkerfli, sem gerð var í fyrra, gefi vísbendingar um að hægt væri að nýta einhvern hluta plöntunnar, vegna þeirrar háu andoxunarvirkni sem hafi fundist í plöntunni, sem er alla jafna skilgreind sem illgresi. „Það var nemandi minn við Há- skólann á Akureyri, í samstarfi við Matarskemmuna á Laugum í Reykjadal og Matís, sem gerði þessa grunnrannsókn í fyrrasumar, en til verkefnisins fékkst smá styrkur,“ sagði Rannveig í samtali við Morgunblaðið. Rannveig segir að niðurstöð- urnar úr vinnu nemandans hafi leitt í ljós að skógarkerfill er með mjög háa andoxunarvirkni. Skiptar skoðanir séu um það hversu miklu af andoxunarefnum rétt sé að bæta á sig. „Það er mjög hátt hlut- fall af andoxunarefnum í bláberj- um, ýmsum öðrum ávöxtum og grænmeti og m.a. vegna þessa eru bláberin svona holl,“ segir Rann- veig. Rannveig segist vonast til að hægt verði að rannsaka skóg- arkerfilinn frekar, en ekki hafi fengist fjármagn til þess að halda áfram rannsóknum nú í sumar. Til dæmis þurfi að kanna önnur efni í skógarkerflinum, með það í huga hvort þau gætu nýst í ýmiss konar náttúrusmyrsl. „Það sem er málið með þessar jurtir, skógarkerfilinn, hvönnina og fleiri jurtir, er að þótt holl efni finnist í þeim, sem hafa ýmis æski- leg áhrif, þá geta líka verið í þeim efni sem í of miklu magni eru eit- ur. Við þurfum því að skoða kerfil- inn frekar,“ sagði Rannveig. agnes@mbl.is Morgunblaðið/Birkir Fanndal Laugar Skógarkerfill hefur breitt mikið úr sér við Laugar í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Mögulega hægt að nýta skógarkerfil  Plantan er með háa andoxunarvirkni Rannveig Björnsdóttir Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Lítill sem enginn gangur er í kjara- viðræðum starfsmanna álversins í Straumsvík við Rio Tinto Alcan. Viðræðurnar eru strandaðar á kröfu álversins um aukna verktöku og mun því yfirvinnubann líklega hefj- ast 1. ágúst, en að öllu óbreyttu verður næsti samningafundur 4. ágúst hjá ríkissáttasemjara. Búið er að undirrita nýjan kjara- samning hjá Alcoa Fjarðaáli, sem gildir til fimm ára, frá 1. mars 2015 til 29. febrúar 2020. Samningurinn tekur ekki til fjölda verktaka sem veita Fjarðaáli þjónustu. Gylfi Ingvarsson, ráðgjafi samn- inganefndar starfsmanna álversins í Straumsvík, segir að samningafund- ur hafi verið haldinn síðasta fimmtudag. Þar hafi verkalýðsfélag- ið lagt fram bókun þar sem slakað var á kröfum þess gegn því að álver- ið félli frá kröfu sinni um aukna verktöku. „Þeir þurftu ekki einu sinni að hugsa sig um. Það kom strax skýrt fram að þetta dygði ekki til að koma viðræðunum af stað. Það var forgangskrafa þeirra að áður en þeir ræddu önnur málefni þyrftu þeir að fá lausn á kröfu sinni um aukna verktöku,“ segir hann. Þá segir Gylfi að mjög harður hræðsluáróður sé rekinn gagnvart starfsmönnum ál- versins. „Fyrir- tækið og eigend- ur eru farnir í það að hóta því á fundum með starfsmönnum að ef þeir nái þessu ekki fram verði fyr- irtækinu lokað. Þá er verið að setja það á okkur að við séum að setja rekstraröryggi fyrirtækisins í hættu.“ Ólafur Teitur Guðnason, upplýs- ingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Ís- landi, segir um 50 manns starfi sem verktakar í Straumsvík, en þeir vilji fá heimildir til að auka þann fjölda upp í 90-100 manns. Þá segir hann að í sumum tilvikum geti verið hag- kvæmara að bjóða út verkefni, t.d. með tilliti til lægri launakostnaðar og aukinnar sérhæfingar. „Ég held að það megi fullyrða að við búum við mestu takmarkanir allra fyrirtækja á Íslandi varðandi heimildir til verk- töku, “ segir Ólafur. Segir hræðslu- áróður rekinn  Stefnir í yfirvinnubann í Straumsvík Gylfi Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.