Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is Freyja Gunnlaugsdóttir kláraði tón- listarnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og fór tuttugu ára gömul til Þýskalands 1999 þar sem hún lærði klarínettuleik við Tónlist- arháskólann í Berlín (Hochschule für Musik Hanns Eisler). Þar lærði hún meðal annars hjá sólóklarí- nettuleikara Berlínarfílharm- óníunnar og brautskráðist með doktorspróf (Konzertexamen) í hljóðfæraleik. Næstu árin starfaði hún sem klarínettuleikari í Þýskalandi og víðar, lék með sinfóníuhljóm- sveitum, í óperu- og leikhúsum, kom fram sem einleikari og frumflutti fjöldann allan af einleiksverkum fyrir klarínettu. Auk starfa sinna sem klarínettuleikari hefur hún stjórnað tónlistarhátíðum og skipu- lagt tónleikaraðir í Þýskalandi og Grikklandi, sérstaklega með það fyrir augum að koma ungu hæfi- leikafólki á framfæri. Freyja flutti aftur heim til Ís- lands árið 2011 til að vera nálægt fjölskyldunni og fólkinu sem henni þykir vænst um. Frá því hún flutti til Íslands hefur hún starfað að skólamálum, bæði sem kennari og aðstoðarskólastjóri við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Hún hefur einnig unnið að sameiginlegum hagsmunum tónlistarmanna, meðal annars sem formaður samninga- nefndar FÍH í kjaraviðræðum tón- listarkennara. Nú síðast var hún að útskrifast með meistarapróf úr við- skiptafræði þar sem hún skrifaði um stöðu framhaldsmenntunar í tónlist á Íslandi. Aðspurð um utanförina og klarín- ettunámið segir hún að ekkert ann- að hafi komið til greina á þeim tíma, hún hafi ekki hugsað sig tvisvar um. „Ég fylgdi hjartanu og gerði það sem ég þurfti að gera. Eins og ungt fólk á að gera ef það hefur tækifæri til.“ Hæfari til að vinna fjölbreytt störf En af hverju tók hún, hámennt- aður og farsæll klarínettuleikari, allt í einu upp á því að fara í við- skiptafræði? „Ég var búin að vinna lengi sem hljóðfæraleikari úti í Berlín, þar sem ég bjó og starfaði í tólf ár. En þegar ég kom heim mætti mér ann- ar veruleiki og maður þurfti bara að laga sig að þeim aðstæðum. Ég fór í þetta nám til að geta unnið vinnuna mína betur og til að skilja betur samfélagið sem við lifum í. Ég vildi verða hæfari til að vinna fjölbreytt störf, sem maður verður eiginlega að gera á Íslandi. Maður verður að geta tekist á við mismunandi áskor- anir. Úti gat ég starfað sem tónlist- armaður en hér verður maður að vera tilbúinn til þess að vinna fjöl- breyttari störf.“ Hvernig verkast það að þú ferð að sinna stjórnsýslu? „Þetta gerist bara smám saman. Sem tónlistarmaður verður maður að takast á við alls konar verkefni. Að skipuleggja tónleika, sinna út- gáfu, markaðssetningu og fleira í þeim dúr, það er hluti af starfinu. Ég hef borið gæfu til að vera treyst fyrir ábyrgðarstörfum og þeim hef ég reynt að sinna eftir minni bestu sannfæringu. Eftir að ég flutti heim hef ég fyrst og fremst unnið að skólamálum, bæði sem kennari í Tónlistarskól- anum í Reykjavík og líka sem að- stoðarskólastjóri, en ég leysti Þór- unni Guðmundsdóttur af í því starfi veturinn 2013-2014. Á síðustu miss- erum hef ég einnig unnið að hags- munamálum tónlistarmanna, fyrst og fremst fyrir Félag íslenskra hljómlistarmanna.“ Er það af persónulegri reynslu að þú ferð í hagsmunamálin eða hefur þetta alltaf fylgt þér? „Mér finnst mikilvægt að taka þátt í að móta það samfélag sem við búum í. Ég hef tekið þátt í félags- málum og barist fyrir góðum mál- efnum. Það er mikilvægt að taka þátt í samfélaginu og reyna að gera það betra. Það er eitthvað sem ég hef gert og ég hvet nemendur mína til þess að gera það líka.“ Þróun tónlistarmenntunar Gætirðu lýst lokaverkefni þínu í viðskiptafræðinni? „Ég skrifaði um framhalds- menntun í tónlist á Íslandi. Í rit- gerðinni er fjallað um þróun tónlist- armenntunar allt frá stofnun Tón- listarskólans í Reykjavík árið 1930, en skólinn hefur gegnt forystu- hlutverki í tónlistarmenntun þjóð- arinnar frá upphafi og brugðist við þörfum samfélagsins hverju sinni. Þá er staða framhaldsmenntunar í tónlist í dag greind og unnið að framtíðarstefnumótun í mennta- málum tónlistar. Eitt af megin- viðfangsefnum ritgerðarinnar eru þau átök sem hafa átt sér stað milli ríkis og Reykjavíkurborgar um tón- listarmenntun á framhaldsstigi á undanförnum árum. Þetta eru átök sem snúa að mörgu leyti að samkomulagi um efl- ingu tónlistarnáms sem gert var milli ríkis og sveitarfélaga árið 2011. Ríkið setti í kjölfarið aukið fjár- magn í málaflokkinn, það er 520 milljónir, en þar af voru 250 millj- ónir nýtt fjármagn, sem átti að styrkja framhaldsmenntum í tónlist. Það sem gerðist í framhaldinu var að Reykjavíkurborg dró til baka þá fjármuni sem hún setti í málaflokk- inn, svo þessir viðbótarfjármunir skiluðu sér ekki til skólanna. Þannig varð þessi aðgerð sem átti að styrkja tónlistarmenntun í rauninni til þess að það söfnuðust upp skuldir hjá skólunum og þeir sem sérhæfa sig í framhaldsnáminu standa hvað verst. Staðan er í raun svo slæm núna að skólarnir geta ekki starfað áfram með sama móti ef ekkert verður að gert. Við erum að tala um alla þá skóla sem hafa sérhæft sig í fram- haldsstiginu og öðrum fremur búið fólk undir háskólanám og atvinnu- mennsku í tónlist, Tónlistarskólann í Reykjavík, Söngskólann og Tón- listarskóla FÍH. Reykjavíkurborg hefur ekki gert neina þjónustu- samninga um framhaldsstigið við skólana frá 2011 og framlagið frá ríkinu er langt frá því að duga fyrir kennslukostnaði. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur nú brugðið á það neyðarúrræði að hefja mál á hendur Reykjavíkurborg.“ Hvernær gerðist það? „Núna í vor. Tónlistarskólinn í Reykjavík telur að Reykjavíkurborg skuldi skólanum 40 milljónir, það er kennslukostnað við framhaldsstigið sem borgin hefur ekki greitt. Reykjavíkurborg túlkaði sam- komulagið um eflingu tónlistarnáms svo að ríkið væri að taka yfir fjár- mögnunina á framhaldsstiginu. Rík- ið leit aftur á móti svo á að þetta væri viðbótarfjármagn til þess að efla tónlistarmenntun á framhalds- stigi. Framlagið frá ríkinu er föst upphæð og því er staðan sú í Reykjavík að eftir því sem laun hækka samkvæmt kjarasamningum eða ef nemendum fjölgar minnkar fjármagn á hvern nemanda. Raunar er það þannig að þeir skólar sem hafa staðið sig virkilega vel og hafa staðið vörð um góða framhalds- menntun í tónlist, þeir sem hafa kennt alla námskrána og sinnt nem- endum sínum vel, standa hvað verst. Tónlistarlíf hefur verið blómlegt á Íslandi en það mun ekki verða þannig áfram ef skólakerfið er eyði- lagt á þennan hátt. Borgaryfirvöld ættu að gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem eru falin í tónlist- arlífinu og ekki síst í menntuninni. Það er mikilvægt að nýta þá athygli sem íslensk tónlist hefur fengið á síðustu árum og byggja upp sterka tónlistarmenntun á Íslandi til að viðhalda þeirri stöðu. Það mun skila sér margfalt til baka í menningar- legum og efnahagslegum verðmæt- um.“ Sérskóli fyrir þá sem hyggjast gera tónlist að atvinnu sinni Þú varst tólf ár í Þýskalandi. Hvernig var menntakerfið þar, til samanburðar? „Menntakerfið í Þýskalandi er auðvitað gjörólíkt, en þar er stutt dyggilega við bakið á efnilegum nemendum. Hugmyndin um jafn- rétti til náms er ennþá mjög sterk og það eru til dæmis ekki skólagjöld við háskólana. Það má læra margt af þýska skólakerfinu og þar eru ákveðnir hlutir sem væri áhugavert fyrir okkur að skoða nánar. Þar eru t.d. tónlistarmennta- skólar þar sem fólk getur valið tón- list sem aðalnámsgrein til stúdents- prófs. Í þeim hljóta nemendur góða tónlistarmenntun og fá mikilvægan undirbúning fyrir háskólanám í tón- list. Ég held að það væri til góðs fyrir tónlistarlíf á Íslandi ef það væri slíkur sérskóli í Reykjavík sem gæti sinnt nemendum sem ætla að gera tónlist að atvinnu sinni. Það væri jákvætt að í slíkum skóla væri bæði klassísk deild og jazzdeild og þar væri boðið upp á breitt námsframboð svo nemendur gætu dýpkað þekkingu sína á ólíkum svið- um tónlistar. Með slíkum skóla mætti skapa frjótt og fjölbreytilegt umhverfi fyrir efnilega tónlistar- nemendur þar sem þeir fá tækifæri til þess að þroskast sem listamenn og nauðsynlega þjálfun í tónlist- arflutningi og fræðigreinum. Fyrir hljóðfæranemendur er mjög mik- ilvægt að fá þjálfun í að spila með sinfóníuhljómsveit, í kammermúsík og fá haldgóða fræðigreinakennslu. Samkeppnin um að komast í tón- listarháskóla er mikil og miklar kröfur eru gerðar í inntökupróf- unum. Því þarf mikinn undirbúning til þess að komast í háskólanám í hljóðfæraleik. Þegar þú byrjar í há- skólanámi þarftu að hafa mjög góða grunnþekkingu og því er mjög mik- ilvægt að geta veitt nemendum hér heima góða grunnmenntun til þess þeir eigi meiri möguleika á að kom- ast í góða háskóla.“ Væri slíkur skóli mögulegur á Ís- landi? „Það er mögulegt ef viljinn er fyr- ir hendi. Tónlistarskólinn í Reykja- vík og tónlistarskóli FÍH hafa sinnt Maður verður að geta tekist á við mismunandi áskoranir  Tónlistarmaðurinn Freyja Gunnlaugsdóttir skrifaði um framhaldsmenntun í tónlist á Íslandi í MA-ritgerð sinni í viðskiptafræði  Er nú þegar með doktors- próf í hljóðfæraleik  Vinnur að sameiginlegum hagsmunum tónlistarmanna » Það væri í raun ogveru blekking að segja að kerfið virkaði eins og það er núna. • Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest allt um ástand bílsins og gæði. • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. REGLULEGT VIÐHALD HÆKKAR ENDURSÖLUVERÐ forðastu verðrýrnun bílsins og pantaðu tíma í forgreiningu Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.