Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 YOUR TIME IS NOW. MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND. Pontos Day/Date Sígild en engu að síður nútímaleg hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta. Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir vikudaga og dagsetningu. Einfalt og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð. jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þegar þú ferð að koma öðruvísi fram við fólk, vegna þess að það er öðruvísi, þá er farið að sverfa verulega að frelsi manna og slæmir hlutir gerast,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, á blaðamannafundi í gær með Uhuru Kenyatta, forseta Kenýa. Obama var í opinberri heimsókn í Kenýa, fæðingarlandi föður síns, um helgina. Bandaríski forsetinn sagði við Kenyatta að ríkið hefði engan rétt til að refsa fólki fyrir það „hvern það elskar“. Líkti hann meðal annars for- dómum gegn samkynhneigð við kyn- þáttamisrétti sem hann hefði sjálfur orðið fyrir í Bandaríkjunum. Breska blaðið The Guardian seg- ir að aldrei áður hafi áhrifamikill er- lendur þjóðarleiðtogi boðið Afríku- mönnum birginn með svo bein- skeyttum hætti í opinberri heimsókn. Fyrir hana voru uppi getgátur um, að Obama myndi beina sjónum sínum að viðskiptum og öryggsmálum og horfa framhjá stöðu samkynhneigðra í landinu, en annað kom á daginn. Sakaður um brot á fullveldi Kenyatta lýsti því í kjölfarið yfir að hann væri ekki sammála Obama. „Það eru sumir hlutir sem við munum ekki ná saman um,“ sagði Kenyatta og bætti við að réttindi samkyn- hneigðra væru ekki framarlega í hug- um landsmanna. „Það er erfitt fyrir okkur að þröngva einhverju upp á fólk sem það sjálft hefur ekki trú á.“ Í Afríku gætir mikilla fordóma gagnvart samkynhneigðum en sam- neyti á milli einstaklinga af sama kyni er ólöglegt í 36 af 54 Afríkulöndum og sætir dauðarefsingu í nokkrum þeirra. Þingmaður í ríkisstjórnar- flokki Kenyatta lét hafa eftir sér að ummæli Obama væru smekkleysa og brot á fullveldi ríkisins. „Hann getur ekki komið hingað og sagt okkur hvað sé óviðunandi.“ Í heimsókninni fór Obama lof- samlegum orðum um efnahagslega stöðu landsins og framfarir í stjórn- málunum. Varaði hann þó við spill- ingu sem hann sagði hamla hagvexti og framþróun og líkti því við krabba- mein. Talaði fyrir réttind- um samkynhneigðra  Obama talaði opinskátt í opinberri heimsókn í Kenýa AFP Hylltur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fékk hlýjar viðtökur hjá íbú- um Kenýa þegar hann var þar í opinberri heimsókn um helgina. John Sewel, varaforseti lá- varðadeildar breska þingsins, hefur sagt af sér embætti eftir að breska dagblaðið The Sun birti myndskeið af honum í sam- kvæmi þar sem hann sést taka kókaín í nefið innan um vændiskonur. Í myndskeiðinu má sjá hinn 69 ára gamla Sewel afklæðast í sam- kvæmi heima hjá sér fyrir rúmum tveimur vikum. Með honum í sam- kvæminu voru tvær vændiskonur. Er hann sagður hafa fengið sér þrjár línur af kókaíni á 45 mínútum. Ein vændiskonan segir við hann í myndskeiðinu. „Þú ert nú meiri partípinninn.“ Sewel svarar: „Ég veit það, er ég ekki ógeðslegur?“ Forseti lávarðadeildar þingsins, lafði D’Souza, sagði hegðun Sewels „hneykslanlega og óvænta,“ og kvaðst hafa vísað málinu til lögregl- unnar í Lundúnum. „Lávarðadeild þingsins mun áfram halda uppi sið- ferðisreglum í opinberu lífi og sam- þykkir ekki á nein frávik frá þeim,“ sagði hún, að því er fram kemur á vef The Guardian. Strangari siðareglur Er hegðan Sewels einnig sérstök fyrir þær sakir að fyrr í mán- uðinum skrifaði hann grein á vef Huffington Post um að til stæði að setja strangari siðareglur fyrir þingmenn. Gegndi hann þá for- mennsku í siðanefnd þingdeild- arinnar. „Nokkrir svartir sauðir í hópi þingmanna eyðileggja fyrir hinum,“ sagði hann. Í kókaíni með vændiskonum  Varaforseti lávarðadeildar sagði af sér John Sewel Að minnsta kosti þrettán manns létu lífið í sjálfs- morðsárás sem gerð var á lúxushótel í nágrenni flugvallar í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í gær. Að minnsta kosti 21 særðist og sumir þeirra al- varlega. Fréttaritari BBC sagði frá því að flutningabíll fullur af sprengiefni hefði verið notaður í árás á Jazeera-hótelið. Lýsti hann vettvangi sprengju- árásarinnar sem einu af því skelfilegasta sem hann hefði séð í Sómalíu. Sómalísku hryðjuverksamtökin al-Shabaab hafa lýst árásinni á hendur sér. Í yfirlýsingu segja samtökin að þau séu að svara árás sem her- ir ríkja Afríkusambandsins hafi gert á samtökin. Þau hafa háð hatramma baráttu til að steypa stjórn Sómalíu af stóli en hún nýtur stuðnings Vesturlanda. Erlendir embættismenn dvelja oft á hótelinu og í byggingunni eru vist- arverur nokkurra starfsmanna sendiráða, m.a. þess kínverska og egypska. AL-SHABAAB SVARAR ÁRÁS Árás Heil hlið sprakk af hótelinu í sprengjuárás. Sprengjuárás á lúxushótel í Sómalíu Sýrlenski herinn hefur neyðst til að láta sum svæði af hendi til að halda velli á öðrum í stríðinu gegn uppreisnarmönnum sem geisað hefur í um fimm ár. Þetta viður- kenndi forseti Sýrlands í sjón- varpsávarpi í gær, að því er fram kemur á vef BBC. Sagði hann einnig að herinn sæi fram á mikinn skort á hermönn- um. Átökin hafa nú þegar kostað um 230.000 manns lífið. „Herinn er ekki með þann mannafla sem þarf til að verja allt landið þegar uppreisnarhóp- arnir fá ut- anaðkomandi að- stoð,“ sagði hann og átti þar við aðstoð frá Sádi-Arabíu, Tyrklandi og Katar. Talaði hann þó einnig kjark í landa sína. „Við munum berjast á móti og við munum vinna.“ Herinn hefur ekki nægan mannafla Bashar Assad SÝRLAND Ofurhugi stingur sér til sunds af brúnni „Ura e Shejt“ nálægt bæn- um Gjakova í Kosovo. Er hann þátt- takandi í árlegri og sögulegri dýf- ingakeppni af brúnni, sem er tuttugu og tveir metrar á hæð. Leika þeir listir sínar í loftinu og áhorfendur fylgjast ákafir með. AFP Ofurhugar í dýfingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.