Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 23
felur í sér sífelld skýrsluskrif sem ekki verða tíunduð hér en í meist- aranáminu sendum við Haraldur Ólafsson veðurfræðingur frá okkur lærða grein í erlent veðurfræði- tímarit um úrkomumælingar mínar sumarið 2006 í Svarfaðardal og ná- grenni.“ Fjölbreytt sumarstörf Á uppvaxtarárunum á Dalvík vann Sveinn ýmis sumarstörf eins og gengur: „Flest þau störf voru tengd sjávarútveginum. Ég á góðar minningar um þessi störf og þau færðu mér dýrmæta reynslu sem hefur fylgt mér út í lífið. Þegar Vinnuskóla Dalvíkur sleppti fórum við fjórir félagar að vinna í Salthúsi KEA síðustu tvær vikurnar áður en grunnskólinn hófst. Framhalds- skólakrakkarnir voru allir komnir í skólann en við fengum aðeins að vinna þarna hálfan daginn. Ég man að ég taldi mig vera í góðu formi en var samt lurkum laminn af sina- skeiðabólgu eftir að hafa rifið salt- fisk upp úr stæðum. Næstu sumur var ég í skreið, saltfiski, á áhalda- húsi bæjarins sem bauð upp á mjög fjölbreytt störf, vann í rækjuverk- smiðjunni, bakaríinu, sundlauginni, við löndun, netagerð og við smíðar.“ Á háskólaárunum gaf Sveinn sér svo loks tíma til að eyða sumrunum á togara: „Það var nokkuð sem ég hafði alltaf ætlað að prófa en mátti aldrei vera að því meðan á keppn- isferlinum á skíðum stóð. Þar varð ég þess heiður aðnjótandi að fá að ganga inn í ótrúlega samhenta og notalega áhöfn Björgúlfs EA 312 og verða ein af hetjum hafsins um stund.“ Veturinn áður en Sveinn hóf störf á Veðurstofunni vann hann við aðal- áhugamál sitt sem mótað hefur líf hans hvað mest, en það er skíða- mennskan. Þá þjálfaði hann yngri börnin hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Áhugi Sveins á náttúrunni og snjónum hefur lengi tengst skíða- mennsku hans og fjallgöngum: „Náttúrufræðiáhuginn hefur alla tíð fylgt mér og má það helst þakka föður mínum sem alltaf hefur verið duglegur að benda okkur bræðrum á og útskýra hin ýmsu jarðfræðifyr- irbæri á ferðum okkar. Ég hef alla tíð verið skíðamaður og haft mikið dálæti á snjó og að sama skapi verið lítt hrifinn af vetrarhlákum. Mikill áhugi á fjallgöngum hefur svo sam- tvinnast við skíðamennskuna í gönguskíða-, og hin síðustu ár, í fjallskíðaferðum. Skepnur og búskapur hafa líka alltaf heillað mig en ég hef frá barnsaldri notað hvert tækifæri til að komast í sveitastörf. Um tíma var ég svo býsna virkur í skátastarfi og í björgunarsveitinni á Dalvík en hef því miður ekki gefið mikið kost á mér í það góða og skemmtilega starf síðustu árin.“ Fjölskylda Eginkona Sveins er Þóra Gunn- steinsdóttir, f. 10.4. 1983, bóndi. Foreldrar hennar eru Gunnsteinn Þorgilsson, f. 27.1. 1961, og Dag- björt Hrönn Jónsdóttir, f. 30.11. 1960, bændur á Sökku í Svarf- aðardal. Sveinn og Þóra verða gefin saman í dag, í Melrakkadal, uppi í fjalli fyr- ir ofan Efstakot á Dalvík. Það verð- ur séra Oddur Bjarni Þorkelsson sem gefur þau saman: „Þetta hefur staðið lengi til og því ágætt að slá saman. afmælinu og brúðkaupi. Okkur fannst líka tilvalið að hafa at- höfina úti í náttúrunni enda á það vel við okkur bæði, þó auðvitað séum við ekkert á móti kirkjum sem slíkum.“ Börn Seins og Þóru eru Brynj- ólfur Máni Sveinsson, f. 3.10. 2004; Dagur Ýmir Sveinsson, f. 14.4. 2006, og Álfrún Mjöll Sveinsdóttir, f. 4.9. 2012. Systkini Sveins eru Skafti Brynj- ólfsson, f. 22.1. 1982, sem stundar doktorsnám í jöklajarðfræði í Þrándheimi, og Kári Brynjólfsson, f. 26.5. 1987, rafvirki í Prómens á Dalvík. Foreldrar Sveins eru Brynjólfur Sveinsson, f. 4.5. 1954, landfræð- ingur og kennari, og Jóhanna Skaftadóttir, f. 28.5. 1953, smíða- kennari á Dalvík. Úr frændgarði Sveins Brynjólfssonar Sveinn Brynjólfsson Anna Júlíusdóttir húsfr. á Steinsstöðum Jóhann Jóhannsson verkam. á Steinsstöðum á Dalvík Guðrún Jóhannsdóttir húsfr. á Dalvík Skafti Þorsteinsson b. og netagerðarm. í Efstakoti á Dalvík Jóhanna Skaftadóttir húsfr. á Dalvík Kristrún Sigríður Friðbjörnsdóttir húsfr. í Efstakoti Þorsteinn Antonsson b. og útgerðarm. í Efstakoti á Dalvík Ólafía Valgerður Hálfdánardóttir húsfr. á Einarsstöðum Jón Árelíus Þorvaldsson b. á Einarsstöðum í Kræklingahlíð Kristrún Jónsdóttir húsfr. í Efstalandskoti og á Akureyri Sveinn Brynjólfsson b. í Efstalandskoti og vegaverkstj. á Akureyri Brynjólfur Sveinsson kennari á Dalvík Laufey Sumarrós Jóhannesdóttir húsfr. í Efstalandskoti Brynjólfur Sveinsson b. hreppstj. í Efstalandskoti ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 Haraldur fæddist 27.7. 1891,sonur Björns Jónssonar,hreppstjóra og ættföður Veðramótaættar í Skagafirði, og Þorbjargar Stefánsdóttur, systur Stefáns skólameistara, föður Valtýs, ritstjóra Morgunblaðsins, föður Helgu leikkonu og Huldu, fyrrv. blaðamanns. Systir Valtýs var Hulda skólastjóri, móðir Guðrúnar Jóns- dóttur arkitekts. Annar bróðir Þor- bjargar var Sigurður, pr. og alþm. í Vigur, faðir Bjarna í Vigur, föður Sigurðar, ritstjóra Morgunblaðsins, alþm. og sendiherra, og föður Sig- urlaugar, fyrrv. alþm., móður Bjarg- ar Thorarensen lagaprófessors. Meðal systkina Haralds var Ólaf- ur, skólastjóri og heiðursborgari Sauðárkróks, faðir Jóhannesar Geirs myndlistarmanns, Þorbjargar skólastjóra og Ólínu Ragnheiðar, móður Óskars Magnússonar, fyrrv. útgáfustjóra Morgunblaðsins. Meðal barna Haralds voru Stefán yfirlæknir og Jón arkitekt. Haraldur lauk gagnfræðaprófi, kennaraprófi og verslunarprófi í Danmörku 1915. Hann var síðan sölustjóri hjá KEA til 1924. Haraldur var mikill frumkvöðull í leiklist hér á landi. Hann sagði lausu góðu starfi á Akureyri, fór félítill til Kaupmannahafnar með fjölskyldu sína og lærði þar leiklist, fyrstur Ís- lendinga. Hann útskrifaðist og debu- teraði í Konunglega leikhúsinu 1927 og varð fyrsti íslenski atvinnuleik- arinn. Hann var leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1927-50, hjá Ríkisútvarpinu frá stofnun 1930 og fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu frá stofnun 1950. Hann var formaður LA, formaður LR, sat í Þjóðleik- húsráði, rak einkaleikskóla 1930-50 og kenndi við Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins frá 1950. Haraldur var stórbrotin persóna, hispurslaus, hressilegur í framkomu og mikill húmoristi. Endurminn- ingar Haralds, Sá svarti senuþjófur, voru skráðar af Nirði P. Njarðvík. Haraldur lést aðfaranótt 9.12. 1967 eftir að hafa farið á kostum á sviði sem Jón bóndi í Fjalla-Eyvindi kvöldið áður. Merkir Íslendingar Haraldur Björnsson 90 ára Auðbjörg Stefánsdóttir Ragnheiður Eyjólfsdóttir 85 ára Benedikt Frímannsson Elísabet Auður Ólafsdóttir 80 ára Guðný Hrefna Jónsdóttir Guðrún E. Skúladóttir Hólmfríður S. Guðmundsdóttir Margrét Jómundsdóttir Matthildur Guðný Guðmundsdóttir Rafn Hjartarson 75 ára Birgir Guðjónsson Filippía Jónsdóttir Guðrún J. Jónsdóttir Ragnhildur Theódórsdóttir Þórhildur Elíasdóttir 70 ára Ásmundur Reykdal Birgir Einarsson Hilmar Sigurðsson Margrét Sverrisdóttir Rósa Júlíusdóttir 60 ára Agrita Kezbere Áslaug Guðmundsdóttir Bjarni Smári Jónasson Guðmundur Heiðar Óskarsson Gústaf Valberg Halla Tómasdóttir Hugrún Gunnarsdóttir Jakobína Björg Ketilsdóttir Lúðvík Guðberg Gunnarsson Oddfríður Sæby Jónsdóttir Ragnheiður S. Jóhannsdóttir Sigurbjörn S. Gústafsson Smári Björgvinsson Úlfar Garðarsson Þórólfur Óskarsson 50 ára Aðalbjörn Þorkell Baldursson Elfa Karólína Egilsdóttir Guðlaug Bjarnadóttir Guðmundur S Borgarsson Hrönn Unnarsdóttir Jón Smári Valdimarsson María Guðrún Jónsdóttir Ómar Ástþórsson Sigrún Guðmarsdóttir Trausti Þórisson 40 ára Finnbogi Valur Reynisson Guðrún Bergsteinsdóttir Hlynur Torfi Torfason Ivica Gregoric Jóhanna Sigríður Viggósdóttir Julie Okechi Eme Omoniyi Vidmantas Milasiunas Þórunn Baldvinsdóttir 30 ára Birgir Smári Ársælsson Halldóra Sif Halldórsdóttir Hildur Gunnarsdóttir Jóhannes Helgason Katarzyna Ostrowska Signý Sigurðardóttir Til hamingju með daginn 30 ára Þóra ólst upp í Reykjavík, Edinborg og Stokkhólmi, býr í Reykja- vík, lauk BSc-prófi í sál- fræði frá HÍ og starfar hjá INNOENT. Maki: Bragi Reynisson, f. 1985, framkvæmdastjóri. Synir: Hugi, f. 2012, og Breki, f. 2013. Foreldrar: Guðrún Þóra Magnúsdóttir, f. 1961, jarðfræðingur, og Óskar Knudsen, f. 1959, jarð- fræðingur. Þóra Óskarsdóttir 30 ára Pétur Örn ólst upp í Hafnarfirði, er þar bú- settur, lauk prófum í raf- eindavirkjun frá Iðnskól- anum í Reykjavík og stundar nú nám í tölv- unarfræði við HR. Maki: Íris Ösp Ólafsdóttir, f. 1989, fjármálaráðgjafi. Foreldrar: Guðmundur Ingvason, f. 1936, mál- arameistari, og Margrét Kolbeinsdóttir, f. 1948, fyrrv. kaupmaður. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Pétur Örn Guðmundsson 40 ára Ingibjörg ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og er sérfræðingur á Hag- stofu Íslands. Maki: Jón Björn Æv- arsson, f. 1964, tækja- stjóri hjá Eimskip. Dóttir: Lilja Hrönn Jóns- dóttir, f. 2013. Foreldrar: Sólveig Magn- úsdóttir, f. 1941, og Sig- urður Magnússon, f. 1936. Ingibjörg Sigurðardóttir Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig mbl.is/islendingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.