Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Leggðu þig fram við að fegra heim- ilið. Fyrr eða síðar kemur að skuldadögum og þá færð þú að finna til tevatnsins. Gefðu þér tíma til þess að eiga stund með vinum utan vinnutíma. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er hætt við deilum um peninga í dag. Prófaðu langa göngutúra í fersku lofti, það bætir bæði líkama og sál. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dagurinn er óheppilegur til að lofa fjölskyldunni einhverju eða gera ráðstafanir varðandi fasteignir. Reyndu að fresta öllu slíku ef hægt er. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Tölvur þurfa að fara í endurskoðun reglulega og það sama á við um þig og kerfið sem lætur þig virka frá degi til dags. Ágirnd vex með eyri hverjum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er engin ástæða til þess að láta sér leiðast í vinnunni. Ef til vill eignast þú nýjan og mjög óvenjulegan vin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það verður ekki gott að sjá hverjum er treystandi næstu sólarhringana svo undir- búðu þig vel. Notaðu hæfileika þína til þess að ljúka ókláruðum verkefnum og hnýta lausa enda. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að gera ekki áhyggjur ann- arra að þínum eigin því það gerir engum gagn. Aðeins þannig munt þú ná þeim ár- angri sem þarf. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú virðist einstaklega viðkvæm/ ur, umhyggjusamur/umhyggjusöm og góð/ ur í dag. Láttu ekki andvaraleysið ná tökum á þér því skjótt skipast veður í lofti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert heillandi hvatvís og nýtur þín, ótrúlegt en satt, í erfiðum aðstæðum. Gleymdu samt ekki því sem að baki er þótt hlutirnir verði framandi og forvitnilegir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Daður kemur þér í vanda í dag þótt þú hafir leynt gaman af. Njóttu þess að spjalla við félaga þína og ættingja. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert að velta fyrir þér viðamiklu verkefni og þarft ekki að örvænta þótt lausn- in liggi ekki í augum uppi. Fólkið sem er hæf- ast til að takast á við hindranir mætir þeim sjaldnast. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt eiga mikilvægar samræður við foreldra þína eða yfirmenn í dag. Ekki að- eins veistu nákvæmlega hvað þú vilt heldur veistu líka hvernig þú átt að fá því framgengt. Svo að ég haldi áfram að vitna ídr. Sturlu Friðriksson. Hann er mikill ræktunarmaður í víðasta skilningi þess orðs og gamansamur í orðum. Hann orti um framtak Lionsklúbbsins Baldurs við upp- græðslu: Lionsbræður bera á- burð og fræ með aga- legum krafti sem þeir sá svo í Baldurshaga. Þetta byrjaði á miðvikudaginn með því að Björn Ingólfsson lét þess getið á Leirnum að sumir kynnu ekki gott að meta og sagði síðan: Lífið hjá Bínu er brekka. Er blávatn ég færð’enni að drekka og fínustu svið og flotbolla við þá fór hún að gráta með ekka. Sigurlín Hermannsdóttir er með á nótunum: Grátgjörn er geyið hún Bína það gerist að hún fer að hrína og emja og væla og vola og skæla ef fær ekki flöskuna sína. Sigrún Haraldsdóttir kann líka frá henni að segja: Er blaðraði Bína í síma um bók eftir Ivan Klíma og fékk þessi svið hún fyrtist svo við að orgaði í átta tíma. Sigurlín Hermannsdóttir heldur að Bína hafi frekar einfaldan smekk: Í þrjá tíma blaðraði Bína við Bing nokkurn Dao í Kína um bækur og bjór og blávatn og klór hollustu hollenskra vína. Skírnir Garðarsson man eftir Bínu og Geira, rosknum hjónum á Svalbarðseyri – karlinn lagði sig á dívan í eldhúsinu meðan hann beið eftir að Bína eldaði … Á dívani dormaði hann Geiri, - í den tíð það gerðu nú fleiri - Meðan Bína sauð matinn, - hún var bústin og natin - Það var sumar á Svalbarðseyri. Loks heilsar Páll Imsland Leirliði í sumarblíðunni og segir að sér heyrist Bína vera lögst í langferðir. Um hádegið blessunin Bína fékk blávatn og dropana sína svo mætti hún róast og maginn ögn sjóast í káetu’ á leið aust’r í Kína. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á langferðum alla leið til Kína Í klípu „VILTU FARA ÚT Á STEFNUMÓT – SEM FYRST?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ER EKKERT PERSÓNULEGT, HARALDUR, EN MÉR BÝÐUR VIÐ ÞÉR, OG ÉG VIL ALDREI SJÁ ÞIG AFTUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hlæja aðeins of mikið að bröndurunum hans. GERUM EITTHVAÐ SPENNANDI! VIÐ GÆTUM REYNT AÐ BAÐA GRETTI. ÞÚ GETUR REYNT. KANNSKI EKKI SVO SPENNANDI. SKÁLUM HRÓLFUR! ÓKEI! HVERJU EIGUM VIÐ AÐ SKÁLA FYRIR? ÉG GET DRUKKIÐ TIL KLUKKAN ÁTTA... EN ÞÁ... ... ÞARF ÉG AÐ HEIMSÆKJA ÖMMU MÍNA. IÐRIST HEIMS- ENDIR Í NÁND. RÚTA Oft berast Víkverja ábendingar umeldra fólk sem lesendur telja að hafi sögur að segja sem eigi erindi við lesendur Morgunblaðsins. Stundum fylgir að viðkomandi „hafi nú aldeilis lifað tímanna tvenna og hafi frá mörgu fróðlegu að segja“ svo vitnað sé í einn tölvupóst sem barst nýlega. Sannarlega eru tillögur þessar um viðmælendur þakkarverðar og góðar, en aðeins broti af þeim verður þó sinnt. Kemur þar til að pláss blaðsins er takmarkað og tími blaðamanna sömuleiðis, sögurnar gjarnan sam- tóna því sem margir aðrir hafa sagt og stundum um mál sem engu skipta lengur né áhugi er fyrir. x x x Stöku sinnum hendir, þegar aldnirhafa orðið, að algjörir gullmolar velti fram. Miklu oftar á efnið þó að- eins erindi við barnabörn viðkom- andi, samanber skáldaðar frægðar- sögur Kormáks afa í sögu Guðrúnar Helgadóttur um Jón Odd og Jón Bjarna. x x x Í fréttum ljósvakans nýlega sagði fráþví að víða á Vestfjörðum væri sjávarminjum að skola burt, alda- gömlum naustum og verbúðum. Áhugamenn og fulltrúar minjavörsl- unnar láta þetta til sín taka og kalla eftir fjármunum til björgunar- aðgerða, sem færa má einhver rök fyrir að þörf sé á. Hins vegar má spyrja hvort ekki sé nóg að varðveita slíkar minjar kannski á einum til tveimur stöðum vestra. Halda því merkasta til haga. Leyfa hinu að skola burt, öðrum þræði til áminn- ingar um að öll mannanna verk eru forgengileg og fyrr eða síðar fennir í flestra spor. x x x Úr okkar daglega lífi þekkjum viðeilíf umskipti. Við kaupum bíla og seljum, færum okkur milli húsa og skiptum út raftækjum og hús- gögnum. Sumt fer í Góða hirðinn en annað í gámana hjá Sorpu. Eitthvað má varðveita eða nýta betur en annað er næsta ómerkilegt skran sem öllum er að meinalausu að fari í ruslið. Rétt eins og fornminjar og sögur. Eitt og annað má eyðileggja og farga; sum- um sögum er ástæðulaust að halda sérstaklega til haga. víkverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. Lúkasarguðspjall 1:68 35.900,- Verð Kr. USG CNIP4 Yfirskápur 4 skúffur. Sterkur skápur með lás. 88.900,- Verð Kr. USG FIRP7B Verkfæraskápur 7 skúffur – 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir. 115.900,- Verð Kr. USG FIRP7B-FOAM Verkfæraskápur 7 skúffur með frauðefnisbökkum. 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett. Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar, skiptilykill, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir. 172 verkfæri í sterkum vagni með lás. 15.900,- Verð Kr. USG B5094M 1/2“ & 1/4" Topplyklasett 94 stk Skrall 72 tanna, framlengingar, hjörluliður, átaksskaft, djúpir- toppar, kertatoppar, bitajárn. USG GWB2045M 1/4“ Topplyklasett 45 stk Skrall 72 tanna, framlengingar, hjörluliður, átaksskaft, bitar, sexkantar, bitajárn, 4.990,- Verð Kr. USG GWB3029M 3/8“ Topplyklasett 29 stk Skrall 72 tanna, hjöruliður, djúpir & grunnirtoppar, kertatoppar, framlengingar. 7.990,- Verð Kr. Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.