Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ófarir evr-unnar hafahaldið vöku
fyrir ráðamönnum
ríkjanna á evru-
svæðinu og Evr-
ópusambandsins
undanfarin miss-
eri. Evran var innleidd með
bumbuslætti. Hún átti að vera
til marks um hvers Evrópa
væri megnug og skáka doll-
aranum. Gert var grín að þeim
hagfræðingum sem sögðu að
myntsamstarfið væri van-
hugsað; það væri af pólitískum
toga, hinar efnahagslegu for-
sendur vantaði. Gamanið kárn-
aði þegar í ljós kom að evran
dugði aðeins á góðviðrisdögum.
Nú hefur viðrað illa á evru-
svæðinu í rúmlega hálfan ára-
tug og undanfarið hafa stjórn-
arherrar evruríkjanna haldið
nánast vikulega neyðarfundi í
Brussel. Samkvæmt þýska
vikublaðinu Der Spiegel hefur
evrukreppan orðið til þess að
hugmyndum um sérstakan
evrusvæðisskatt vex nú fiskur
um hrygg. Hingað til hafa jafn-
vel hörðustu stuðningsmenn
Evrópusambandsins litið svo á
að rétturinn til skattheimtu
ætti að liggja hjá aðildarríkj-
unum, ekki í Brussel. Nú er það
sjónarmið að ná yfirhöndinni
að það væri af hinu góða að
miðstýra tekjum og útgjöldum.
Þá gæti framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins rekið sína
eigin fjármálapólitík, óháð
kúgunartilburðum aðildarríkj-
anna að evrusvæðinu.
Samkvæmt frásögn blaðsins
er Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, mót-
fallin þessum hug-
myndum, enda
ganga þær gegn
fullyrðingum henn-
ar um að evru-
svæðið sé ekki
vettvangur milli-
færslna á peningum frá einu
evrulandi til annars.
Wolfgang Schäuble, fjár-
málaráðherra hennar, mun
hinsvegar vera hlynntur þess-
um hugmyndum. Hann mun
telja að til greina komi að um-
talsverður hluti skatttekna
evruríkjanna renni til Brussel
og að horfa þar annaðhvort til
virðisaukaskatts eða tekju-
skatts.
Sagt er að Jean-Claude
Juncker, framkvæmdastjóri
Evrópusambandsins, hafi talið
að slíkt fyrirkomulag myndi
kljúfa Evrópusambandið í
tvennt þannig að ríkin utan
evrusvæðisins yrðu að annars
flokks Evrópusambands-
ríkjum. Vandi Grikkja hafi hins
vegar sannfært Juncker um
ágæti hugmyndanna um Evr-
ópuskatt.
Jafnt og þétt hefur miðstýr-
ing aukist innan Evrópusam-
bandsins. Hugmyndirnar um
samevrópska skattheimtu sýna
að þeirri vegferð er hvergi
nærri lokið. Fari svo að Evr-
ópusambandið geti farið að inn-
heimta skatt er stutt í að það
verði ríki. Kannanir sýna að
þessi þróun hugnast almenn-
ingi í Evrópu ekki vel og þykir
mörgum þegar nóg um valdið í
Brussel. Best fer á að fylgjast
með þessari þróun úr fjarlægð.
Fari svo að Evrópu-
sambandið geti far-
ið að innheimta
skatt er stutt í að
það verði ríki }
Skattur fyrir evrusvæði
Kenýa er ákrossgötum,“
sagði Barack
Obama í heimsókn
sinni þangað um
helgina, „hætt-
urnar eru miklar,
en tækifærin eru
einnig gríðarleg.“ Þegar Obama
heimsækir Kenýa og fjallar um
ástandið þar sperrir heims-
byggðin eyrun umfram það sem
venja er, því að það er ekki á
hverjum degi sem Bandaríkja-
forseti heimsækir föðurland
sitt, í orðsins fyllstu merkingu,
hvað þá þegar landið er í Afríku.
Obama kom með ýmsar gagn-
legar ábendingar til kollega síns
Kenyatta, en fundur þeirra
hlýtur að hafa verið nokkuð
óvenjulegur af ýmsum ástæð-
um, meðal annars þeirri, að Ke-
nyatta eldri, sem þá var forseti
eins og sonur hans nú, rak á sín-
um tíma Obama eldri úr starfi
hagfræðings hjá hinu opinbera
fyrir gagnrýni á stefnu stjórn-
valda.
Hvað sem því líð-
ur þá á það sem
Obama sagði um
hætturnar og tæki-
færin í Kenýa mjög
vel við og gildir
raunar um mörg
önnur lönd í Afríku
einnig. Þar hefur víða verið
ágætur vöxtur og tækifærin eru
fyrir hendi. Spilling og marg-
víslegur vandi við uppbyggingu
innviða þjóðfélaganna dregur
úr möguleikunum og hægir á
vextinum og lífskjarabatanum.
Hið sama á við, þó af öðrum
og hryllilegri toga sé, um
hryðjuverkaógnina sem geisar í
mörgum löndum Afríku og
minnti meðal annars á sig í
Sómalíu í gær. Obama hefur
tækifæri til að hafa margvísleg
jákvæð áhrif í Afríku og hefur
án efa áhuga á því þó að hann
hafi beitt sér hóflega hingað til.
Eitt af því augljósasta sem hann
gæti gert er að beita sér meira í
baráttunni gegn hryðjuverkum
í Afríku og víðar.
Leiðir forsetanna
Obama og Kenyatta
liggja saman með
óvenjulegum hætti í
gegnum feður þeirra}
Obama í Afríku
Þ
egar Neville Chamberlain sneri aft-
ur frá München 1938 með plaggið
sem átti að tryggja „frið um vora
tíma“ á Winston Churchill að hafa
sagt að Chamberlain hefði fengið
val á milli vansæmdar eða stríðs. „Þú valdir
vansæmdina og þú munt fá stríð.“ Er óhætt að
segja að Churchill hafi þar reynst sannspár,
því að í stað þess að samkomulagið dygði til
þess að halda aftur af Hitler gaf það honum
tíma til þess að undirbúa enn betur komandi
átök.
Mér verður hugsað æ oftar til þessara orða
eftir því sem ég les meira um hið nýgerða sam-
komulag um kjarnorkumál Írans, ekki síst
vegna þess að bandarísk stjórnvöld hafa kosið
að „selja“ samkomulagið tortryggnum þing-
mönnum og almenningi heima fyrir með þeim orðum að
valið stæði á milli þess að gera nákvæmlega það sam-
komulag sem nú stendur til boða eða þess að farið yrði í
stríð við Írani. Eða eins og Barack Obama Bandaríkja-
forseti orðaði það: „Án þessa samnings hættum við á frek-
ari átök í Mið-Austurlöndum, og önnur ríki heimshlutans
myndu sjálf reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum.“
Að frátalinni allri gagnrýni á tækniatriði samningsins,
þar sem rætt er um óspennandi atriði eins og hversu
margar skilvindur Íranir megi nota, og hversu hátt hlut-
fall auðgaðs úrans þeir megi eiga, virðist vera ljóst að
samkomulaginu er eingöngu ætlað að tefja fyrir Írönum
næstu tíu árin, ákveði þeir að standa við sinn hlut. Um leið
veðjar Obama á að það að hægja á kjarn-
orkudraumum Írana muni duga til þess að
draga úr þeirri ólgu sem nú einkennir heims-
hlutann.
En af hverju ætti það að gerast? Líkt og
hinn umdeildi sagnfræðiprófessor Niall
Ferguson bendir á í nýlegri grein í Wall
Street Journal, þá þurfa Íranir eingöngu að
telja Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni trú
um að þeir séu að hegða sér vel, en á móti fái
þeir gríðarlegan ávinning þegar refsiaðgerð-
unum verður létt. Sá ávinningur hefur verið
áætlaður um 150 milljarðar Bandaríkjadala,
eða sem nemur um 2.000 milljörðum króna,
rétt rúmlega landsframleiðslu Íslands.
Í samkomulaginu er ekkert sem hindrar Ír-
ani í því að veita stærstan hluta þessara fjár-
muna til bandamanna sinna í Sýrlandi, Jemen eða í
hryðjuverkasamtökunum Hisbollah eða Hamas. Það er
ekkert í samkomulaginu sem neyðir þá til þess að bæta
hegðun sína í Írak eða til þess að láta af þróun eldflauga.
Hvernig ætli önnur ríki heimshlutans muni taka því
þegar Íranir fara á næstu tíu árum að veita enn meira til
bandamanna sinna, þróa fullkomnari eldflaugar og fá á
endanum árið 2025 kjarnorkuvopn með „sérstöku leyfi“
alþjóðasamfélagsins? Hin líklega niðurstaða að mati
Fergusons er vopnakapphlaup og enn meiri róstur í Mið-
Austurlöndum. Hafi hann rétt fyrir sér hafa þeir sem
stóðu að samkomulaginu allavega gulltryggt vansæmd
sína. sgs@mbl.is
Stefán Gunn-
ar Sveinsson
Pistill
Vansæmd eða stríð?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Í
Írak vex vígasveitum sjíta ás-
megin. Þær leiða átökin við
hryðjuverkasamtökin Ríki
íslams, sem hafa sölsað undir
sig stórt svæði í vesturhluta
landsins. Íraski herinn, sem nánast
gufaði upp þegar Ríki íslams sótti
fram í fyrra, er þar í aukahlutverki.
Vígasveitirnar voru myndaðar eftir
að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak
árið 2003. Peningarnir til að reka þær
koma frá Írak, en ekki er ljóst hver
stjórnar þeim. Í grein um samtökin í
þýska tímaritinu Der Spiegel segir að
áhöld séu um það hvort sveitirnar lúti
Haider al-Abadi, forsætisráðherra
Íraks, Hadi al-Ameri, sem er sjálf-
skipaður yfirmaður um 40 sveita
vígamanna sjíta, eða íranska herfor-
ingjanum Qasem Soleimani, sem út-
vegar vopn og hernaðaraðstoð og
stillir sér upp fyrir ljósmyndara á víg-
vellinum eins og sigursæll stríðs-
leiðtogi.
Í það minnsta er ljóst að þrýst-
ingur forsætisráðherrans á Banda-
ríkjamenn um stuðning úr lofti í átök-
unum við Ríki íslams nýtur ekki
stuðnings vígasveitanna. Þær börð-
ust árum saman við bandaríska her-
inn og líta á Bandaríkin sem óvin
sinn.
Alltaf í fremstu víglínu
Í Der Spiegel er fjallað um sókn
vígamanna sjíta til að ná borginni
Baiji norður af Tíkrit úr höndum Rík-
is íslams. Fyrir henni fer sveit sem
kallar sig Hersveit hinna réttlátu.
Hún varð til 2006 þegar hún klofnaði
frá vígasveitum klerksins Muqtada
al-Sadr. Talið er að þúsundir vel
þjálfaðra manna séu í sveitinni. Íraski
herinn kemur hvergi nálægt.
„Þess vegna erum við alltaf í
fremstu víglínu,“ segir liðsmaður
sveitarinnar við Der Spiegel. „Við
höfum reynslu.“ Reynslan felst í
mörg þúsund árásum Hersveitar
hinna réttlátu á bandaríska og íraska
herinn. Eins og það er orðað í tímarit-
inu hefur hrun íraska hersins gefið
vígamönnunum nýja ímynd sem
bjargvættur þjóðarinnar.
Viðmælandi Der Spiegel úr sveit-
inni, loftskeytamaður að nafni Abbas,
segir að áður hafi lífið verið einfald-
ara. „Gegn Bandaríkjamönnum lét-
um við til skarar skríða og fórum síð-
an heim,“ segir hann. „Við erum ekki
vanir stöðugu stríði. Við erum allir
enn með borgaraleg störf.“
Annar viðmælandi Der Spiegel er
foringi í sveitinni, Rasan. Hann telur
að aðeins vígasveitirnar geti unnið
sigur á Ríki íslams. „Herinn getur
það ekki,“ segir hann. „Þar er engin
raunveruleg forusta lengur, enginn
baráttuandi, engin trú. Þetta er stríð
á milli súnníta og sjíta, það er ekkert
fyrir herinn.“
Þessi orð segja sitt um ástandið,
sem hefur myndast í landinu. Átökin
eru orðin að trúarbragðastríði. Mörg
hundruð þúsund súnnítar hafa flúið
undan harðstjórn Ríkis íslams. Þeir
eru strandaglópar í eigin landi. Mörk-
in milli héraða eru vöktuð. Þeir fá
ekki að fara til Bagdad nema einhver
ábyrgist þá og votti skriflega að þeir
séu ekki hryðjuverkamenn.
Áðurnefndur Ameri leiðir víga-
sveitir sjíta. Talað er um að hann hafi
100 þúsund manns undir sinni stjórn,
en í raun munu vígamennirnir vera 60
þúsund. Ameri segir Der Spiegel að
hann geri ekkert án þess að ráðfæra
sig við forsætisráðherrann fyrst.
Hann segir hins vegar að engin
ástæða sé til að leysa vígasveitirnar
upp þegar sigur vinnist á Ríki íslams.
„Nei, við verðum að vera áfram,“ seg-
ir hann. „Við verðum þriðja hern-
aðarstoðin ásamt her og lögreglu.“
Vígasveitum sjíta
vex ásmegin í Írak
AFP
Átök í Írak Vígamenn sjíta í Baiji fyrr í júlí. Íraski herinn náði borginni í
fyrra en missti hana aftur til Ríkis íslams. Nú gera vígamennirnir atlögu.
Hadi al-Ameri er æðsti yfirmað-
ur vígasveita sjíta í Írak. Hann
er um sextugt, fæddist í Írak, en
bjó 20 ár í Íran. Andlit hans er
víða að sjá á veggspjöldum í
Bagdad.
Hann er sagður miskunnar-
laus. Í bandarískum sendiráðs-
póstum, sem samtökin Wiki-
leaks birtu, segir að hann hafi
sjálfur pyntað fólk til dauða og
yfirleitt notað til þess borvélar.
Ameri hæðist að íraska hern-
um og hótar árásum á Banda-
ríkjamenn styðji þeir Kúrda eða
súnníta með vopnum.
Miskunnar-
laus foringi
HADI AL-AMERI
AFP
Hadi al-Ameri, foringi sveita
sjíta, fylgir félaga til grafar.