Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 Kvikmyndin Hrútar hlýtur Golden Tower-verðlaun- in, en alþjóðleg dómnefnd Evrópsku kvikmyndahá- tíðarinnar í Palic í Serbíu, sem nú er haldin í 22. skiptið, valdi Hrúta Gríms Hákonarsonar sem bestu mynd hátíðarinnar af þeim 12 sem kepptu í aðal- keppninni. Grímur Hákonarson leikstjóri og Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, voru gestir hátíðarinnar. „Þetta er mikill heiður, það voru sterkar myndir og reynslumiklir leikstjórar með okkur í keppninni, menn eins og Nanni Moretti og Jaco Van Dormael, þannig að maður bjóst ekki við neinu. En það er vissulega gaman og ekki slæmt að hafa unnið til verðlauna alls staðar þar sem við höfum verið í keppni fram að þessu. Framundan eru hátíðir og frumsýningar víðast hvar í heiminum og því mjög spennandi tímar fyrir Hrúta. Myndin er ennþá í bíó hérna heima og gengur bara vel,“ segir Grímar Jónsson. Hrútar hafa setið í nærri 8 vikur á lista yfir mest sóttu kvikmyndir á Íslandi og ljóst að myndin hefur fangað athygli bæði hér heima og utan landstein- anna. „Það eru mikil forréttindi að ferðast og hitta koll- ega sína á hátíðum sem þessum. Ég hitti sænska leikstjórann Roy Anderson þarna, sem var heið- ursgestur hátíðarinnar, og við töluðum um að það gæti verið áhugavert að gera mynd um rabarbara- bónda í Færeyjum. Sjáum hvað setur með það,“ seg- ir Grímur Hákonarson. Hrútar fá Golden Tower-verðlaunin í ár Hrútar Íslenska kvikmyndin Hrútar hefur heillað íslenska kvikmyndahúsagesti og einnig gagnrýnendur erlendis. Perluvinir? Vertu tilbúin í veislur og hátíðarhöld með perluskreyttan háls. 600 og 900 kr. Se n d u m íp ó st kr ö fu |s :5 28 82 00 Villidýr á verði tiger.is · facebook.com/tigericeland EIN STÆRSTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINSMICHELLE ADAM SEANMONAGHAN SANDLER BEAN SÝND MEÐ ENSKU TALI Í 2D SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D OG 3D Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus » Gífurlegur fjöldi flykktist í miðbæ Reykjavíkurá laugardaginn var til að taka þátt í hinni árlegu Druslugöngu. Gengið var frá Hallgrímskirkju klukkan tvö á laugardag, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og endað á Austurvelli. Þegar komið var á Austurvöll tóku við fundarhöld og tónleikar. Tilgangur göngunnar, sem hefur stækkað með hverju árinu, er að færa skömmina af kynferðisofbeldi frá þolendum til gerenda. að taka þátt í Druslugöngunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Skilaboð Fjöldi kvenna mætti með slagorð á skiltum, t.d. „Ég sagði nei“. Ganga Fólk á öllum aldri mætti í gönguna til að sýna málstaðnum stuðning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.