Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Alicante frá kr.19.900 Flugsæti aðra leið með sköttum. Flutningabíll fór á hliðina í Ártúnsbrekku síðdegis á föstudag, en hún var lokuð í austurátt í þrjá tíma á meðan rannsókn lögreglu og hreinsunarstörf fóru fram. Bíllinn flutti möl þegar hann fór á hliðina og dreifðist hún um veginn og þakti talsverðan hluta hans. Lokunin hafði töluverð áhrif á umferð í höfuðborg- inni enda margir borgarbúar á leið út úr bænum á ýms- ar bæjarhátíðir sem fram fóru um helgina og sköp- uðust miklar umferðateppur í kjölfar slyssins. Einnig varð seinkun á áætlun strætisvagna sem leið eiga um Ártúnsbrekku. Ökumaður flutningabifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flutningabíll valt í Ártúnsbrekku Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is „Á Íslandi er staðan þannig að þú ert með sama aðila sem selur þér tækið og gerir við það. Hvatningin er lögð á að þú eigir bara að kaupa þér nýtt,“ segir Bjartmar Alexandersson, hjá fyrirtækinu Grænum símum. Hann segir umboðsaðila á Íslandi vera í þeirri stöðu að geta túlkað ábyrgð- arreglur sér í hag. Hjá Grænum sím- um er bæði rekin viðgerðarþjónusta auk þess sem endurnýttir símar eru seldir. Fyrirtækið hefur verið starf- andi í sex ár og selt farsíma til stórra heildsala og einstaklinga erlendis. Í síðasta mánuði opnuðu þeir verk- stæðið og verslunina fyrir ein- staklinga á Íslandi. Í viðgerðirnar eru notaðir endur- uppgerðir varahlutir frá tjónatækj- um. „Þessir varahlutir eru teknir af tjónatækjum en eru prófaðir og í full- komnu lagi. Þess vegna getum við gert þetta ódýrt,“ segir hann en til dæmis kostar það 17 þúsund krónur að skipta um skjá á LG-síma hjá Grænum símum þegar þessir vara- hlutir eru notaðir. „Þetta er svipað og að kaupa hluti af bílapartasölu. Þig vantar eitthvað í bílinn en þú ert kannski ekki tilbúinn til þess að greiða stórfé fyrir varahlutinn hjá umboðinu,“ segir hann. Bjartmar segist geta rekið þjón- ustu sem þessa á Íslandi vegna góðra samninga við erlend tryggingafélög, t.d. Gjensidige, eitt stærsta trygg- ingafélag í Skandinavíu. Þá bendir hann á að umboðsaðilar á Íslandi bendi fólki á að leita til við- urkennds verkstæðis ef eitthvað kemur fyrir, s.s. skjárinn brotnar við högg. Þetta eigi að gera til þess að síminn haldist í ábyrgð. Viðskiptavin- urinn þarf þannig að fara á sölustað- inn sem sendir tækið áfram í viðgerð. Þar flækist málið þar sem fyr- irtækin geta síðar litið svo á að ábyrgðin hafi í raun rofnað við höggið þegar skjárinn brotnar. Bjartmar segir suma framlengja ábyrðina þeg- ar þeir gera við símann. Ef bilun komi upp síðar geti fyrirtækið sagt að síminn hafi áður komið inn vegna höggskemmda, bilunina megi rekja til þeirra og ábyrgðin gildi ekki leng- ur. „Ef einhver trúir þessu ekki, vill annað álit og lætur kíkja á símann, hefur hann rofið ábyrgðina bara með því að láta einhvern opna símann og skoða,“ segir Bjartmar. „Þeir eru þannig í svokallaðri win-win stöðu og þrátt fyrir að þeir séu örugglega að gera allt rétt gerir ferlið það að völd- um að fólk verður bara að fylgja því sem sagt er.“ Morgunblaðið/Kristinn Símtæki Fyrirtækin eru alltaf í sterkari stöðu en viðskiptavinurinn. Fyrirtækin alltaf með yfirhöndina  Túlka ábyrgðarreglurnar sér í hag Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Útgáfufélagið Fótspor ehf. sem gefið hefur út 12 blöð og þar með nokkur vikublöð. s.s. Reykjavík Vikublað, Akureyri Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur o.fl. blöð, hefur hætt út- gáfu sinni og selt útgáfufélagi Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressunni ehf., útgáfurétt blaða sinna. Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs, segir fréttir af sölu útgáfuréttarins hafa komið sér verulega á óvart en hann er í fríi með fjölskyldu sinni í Bandaríkjun- um og heyrði fyrst fréttir af sölunni þegar fjölmiðlar leituðu viðbragða hans. „Ekkert benti til þess Fótspor ehf. væri að hætta útgáfu sinni og selja útgáfuréttinn til Vefpressunnar. Málið kemur mér því verulega á óvart. Síðustu samskipti mín við út- gefanda Fótspors ehf., Ámunda Ámundason, voru á þá leið að fjölga síðum í Reykjavík Vikublaði í 24 í haust og ég hef verið með hugann við það. Ég frétti ekki af þessu fyrr en þetta var um garð gengið og okkar síðustu samskipti því snautleg,“ segir Ingimar en tekur þó fram að bæði samskipti hans og samstarf við Ámunda og son hans, Ámunda Stein- ar Ámundason, framkvæmdastjóra Fótspor, hafi alltaf verið góð. Fjölmiðlaveldi Björns Inga vex Ámundi Ámundason stofnaði Fót- spor ehf. útgáfufélag árið 2008 og hefur útgáfa þess vaxið stöðugt frá þeim tíma. Sala hans á útgáfurétti fé- lagsins til Vefpressunnar eykur því enn á fjölmiðlaveldi Björns Inga en félag hans Vefpressan á og rekur DV og dv.is og vefmiðlana Pressuna, Eyjuna og Bleikt.is. Auk þess hefur Björn Ingi umsjón með vikulegum umræðuþætti á Stöð 2. Kaupsamningur Vefpressunnar á útgáfurétti Fótspors ehf. var undir- ritaður á fimmtudaginn í síðustu viku en að sögn Ámunda er hann háður fyrirvara um samþykki Samkeppnis- eftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Í tölvupósti sem Björn Ingi sendi til mbl.is segir að öll blöðin 12, sem Fótspor gaf áður út, muni áfram koma út og að Vefpressan komi ekk- ert að rekstri blaðanna fyrr en Sam- keppniseftirlitið hafi gefið grænt ljós á kaupin. Lengi legið fyrir að selja Í samtali við mbl.is í gær sagði Ámundi Ámundason, eigandi Fót- spors ehf., að það hefði legið fyrir í tvö ár að hann myndi selja útgáfu- réttinn. „Fyrstu samskipti mín við Björn Inga voru þegar hann bauð mér fyrir tveimur árum að gerast auglýsinga- stjóri hjá fyrirtækinu hans en ég hafnaði því. Síðan eftir að hann keypti DV hafði hann aftur samband við mig og vildi kaupa útgáfuréttinn og var kaupsamningurinn undirritað- ur á fimmtudaginn,“ sagði Ámundi. Afskiptum hans af rekstri blað- anna er þó ekki að öllu lokið því hann mun taka við starfi auglýsingastjóra hjá félagi Björns Inga. „Hjá Fótspor ehf. hef ég verið að sjá um bókhaldið, samninga, auglýsingar og fleira. Það verður léttara starf hjá mér núna að verða bara aftur auglýsingastjóri eins og ég var áður til margra ára.“ Akureyringum boðið að kaupa Björn Þorláksson, ritstjóri Akur- eyrar Vikublaðs, sagði við mbl.is í gær að það hefði komið sér og nokkr- um samstarfsmönnum sínum veru- lega á óvart að búið væri að selja út- gáfurétt Fótspor til Vefpressunnar. „Nú veltur það bara á aðstæðunum sem eru uppi hjá hverjum og einum. Í okkar tilfelli hafa verið tvö blöð á Ak- ureyri í fjögur ár. Þetta eru ólík blöð og margir hafa talað um mikilvægi þess að hafa tvö blöð. Því er heldur ekki að leyna að fólk hefur haft sam- band við mig og hvatt mig til að leggja ekki árar í bát varðandi það að gefa út blað á Akureyri. Það gæti þó reynst öðrum ritstjórum þyngra sem þurfa sterkara bakland eins og Fót- spor hefur verið að veita varðandi auglýsingar og fleira,“ segir Björn en hann telur allt of snemmt að ræða möguleika á útgáfu á nýju blaði. Í samtali Ámunda við mbl.is í gær upplýsti hann að útgáfurétturinn hefði áður verið til sölu. Hann hefði m.a. reynt að selja einstök blöð út úr útgáfufyrirtækinu. Þannig hefði hann boðið fyrirtækjum á Akureyri að kaupa réttinn að Akureyri Viku- blaði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfuðstöðvar Ritstjórnar- skrifstofur allra fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar eru í turni Kringlunnar. Nöfn fleiri miðla eiga eftir að bæt- ast á skiltið í anddyrinu. Vefpressan kaupir tólf blöð  Eignast útgáfufyrirtæki sem gefur út vikublöð í Reykjavík, á Akureyri og víðar Ingimar Karl Helgason Björn Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.