Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 19
✝ Ása Ólafs-dóttir fæddist 13. nóvember 1921 í Geirakoti, Fróð- árhreppi. Hún lést í Brákarhlíð, dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi, 4. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Gíslason, bóndi og sjómaður, f. 25.9. 1882, og Ólöf Einarsdóttir hús- móðir, f. 17.2. 1899. Hún var ein af 12 systkinum. Hinn 24. apríl 1950 giftist Ása Jóhann- esi Guðmundssyni frá Ána- brekku , f. 28.10. 1916, d. 11.3. 2010. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorvaldsson bóndi og Guðfríður Jóhannesdóttir, ljósmóðir og húsfreyja. Þau bjuggu á Litlu-Brekku, Borg- arhreppi. Dóttir Jóhannesar og Theódóra Bjarnadóttir. Dóttir þeirra er Hjördís Ása. Sonur Ólafs úr fyrri sambúð er Stef- án Óli. 4) Hjörleifur Helgi Stefánsson. Hann er giftur Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur. Börn þeirra eru Jóhannes Þór, Eyjólfur Ágúst og Helga Sig- ríður Guðfríður. Auk þess ólu þau hjónin Jóhannes og Ása upp Hjördísi Smith, syst- urdóttur Jóhannesar. Hún er gift Ólafi Þ. Harðarsyni. Dóttir þeirra er Ásthildur Hanna. Fyrir átti Jóhannes dóttur, Helgu Fríðu Kolbrúnu, f. 28.2. 1940. Móðir hennar var Sig- urlaug Júlíusdóttir. Börn Kol- brúnar eru Linda Bjarney og Guðmundur Vignir. Ása og Jóhannes bjuggu á Ánabrekku, Borgarhreppi, öll sín búskaparár eða frá 1944 og allt til ársins 1997. Það ár fluttu þau hjón í Borgarnes og bjuggu þar til dauðadags. Ása verður jarðsungin frá Borgarneskirkju í dag, 27. júlí 2015, kl. 14. Ásu er Guðfríður Ragnheiður Val- dís, f. 17.4. 1946, gift Stefáni Magn- úsi Ólafssyni, f. 16.7. 1942. Þau eiga fjögur börn. 1) Ása Björk Stef- ánsdóttir. Sam- býlismaður hennar er Kjartan Broddi Bragason. Synir hennar eru Skarp- héðinn Án, Stefán Bjartur og Eyvindur Ágúst. Dætur Kjart- ans Brodda eru Karitas, Sig- rún og Tinna. 2) Jóhannes Freyr Stefánsson. Hann er kvæntur Ásthildi Magn- úsdóttur. Dætur þeirra eru: Ragnheiður Guðrún og Auður Vilhelmína. Fyrir átti Jóhann- es Þorvald og Ásta Magnús Þór. 3) Ólafur Ágúst Stef- ánsson. Sambýliskona hans er „Margar verða mannsævirnar maður minn góður,“ segir Þór- unn Erlu Valdimarsdóttir í einni af bókum sínum. Þessi orð eru í huga mínum síðan móðir mín lést 4. júlí síðastliðinn. Þegar hún lít- ur dagsins ljós í Geirakoti í Fróð- árhreppi í stórum systkinahóp, en þau voru þrettán systkinin, var víða mikil fátækt. Þau voru líka fátæk og börnin þurftu að fara snemma úr foreldrahúsum til að vinna fyrir sér, eða að minnsta kosti að létta undir með heimilinu. Elsku mamma átti ekki góðar minningar um það þegar hún þurfti að stíga þau skref. Ég held hún hafi helst trú- að barnabörnunum sínum fyrir þeim erfiðu minningum þegar hún af mikilli elskusemi sinnti þeim eins og hún gerði ávallt. Það þurfti bara svo mikið að hafa fyrir lífinu þegar amma mín og afi voru að byrja sinn búskap á fyrstu árum aldarinnar. Þau komu upp stórum barnahóp með sóma, en ég veit það af samtölum við yngstu systur mömmu að það var allt auðveldara þegar yngri börnin voru að alast upp. Þeir eiginleikar mömmu að geta tekið til hendi komu sér vel á frumbýlisárunum á Ána- brekku. Þá voru ekki komin til sögunn- ar þau tól og tæki sem notuð eru í dag, t.d. í heyskap og við önnur bústörf. Mér er efst í huga þegar ég hugsa til baka kjarkurinn sem hún bjó yfir og það að gefast aldrei upp. Mamma var húsmóðir í sveit, en í því starfi fólst að vera bæði í útiverkum og inniverkum og oft við erfiðar aðstæður, sem oft var raunin á þessum árum. Og þegar á þurfti að halda dreif hún sig í vinnu utan heimilis. Hún byrjaði á Hótel Borgarnesi. Þar nýttust hæfileikar hennar við að búa til góðan mat, sem komu líka að góðum notum þegar þau faðir minn í kringum 1963 byrja að sjá um veiðimenn í Veiðihúsinu við Langá. Sá kafli í lífi hennar var henni mikils virði. Auðvitað skiptast á skin og skúr- ir í nýju krefjandi hlutverki og stundum hugsa ég hvernig þau fóru eiginlega að þessu. En það var allt lagt í sölurnar til að eign- ast jarðirnar Laufás og Álfgerð- arholt og svo gamla Veiðihúsið, sem nú heitir Ensku húsin. Ég var að tala um kjarkinn sem var einkennandi fyrir hana. Um fimmtugt var farið í fyrstu utan- landsferðina og eftir það var hún óstöðvandi og það var farið í margar utanlandsferðir eftir það. Það sem mér er ofarlega í huga núna eftir þessa upprifjun á lífshlaupi móður minnar er hvernig margt hefur breyst. Dæmi um það er síðasti dvalar- staður mömmu og reyndar pabba líka, en það er Brákarhlíð, hjúkr- unar- og dvalarheimilið í Borg- arnesi. Dásamlegur staður þar sem allt er gert til að heimilis- fólkinu líði sem best. Þegar foreldrar mínir fluttust í Borgarnes 2002 fór mamma að sinna handavinnunni sem boðið var upp á í föndri fyrir eldri borgara. Þar urðu til ýmis lista- verk svo sem þæfðar myndir af Snæfellsjökli, glerlistaverk, körf- ur, og hannyrðir af ýmsu tagi sem hún færði fjölskyldunni. Í viðbót við allar lopapeysurnar og útsaumsverkin sem við eigum og gleðjumst yfir. Þá er bara eftir að þakka fyrir langa samfylgd, elskusemi og ómetanlega hjálp við að koma fjórum börnum okk- ar Stefáns til manns. Ragnheiður Jóhannesdóttir. Nú sit ég og skrifa í skjóli trjánna sem amma gróðursetti á Ánabrekku fyrir hálfri mannsævi síðan. Trén munu líka veita þeim skjól sem á eftir mér koma. Það stendur því sannarlega meira eftir þessa smávöxnu konu, sem allt sitt líf var í skugga annarra, heldur en margt sjálfskipað stór- mennið. Mér var líkt farið og Álfgrími; það er ekki mjög langt síðan ég gerði mér grein fyrir að amma átti sér ævisögu eins og annað fólk. Nema að sú ævisaga getur vonandi ekki átt við fólk af þeim kynslóðum sem hafa komið á eft- ir hennar. Örbirgðin, vinnuhark- an og grimmdin sem einkenndi þann tíma sem hún fæddist inn í setti mark sitt á persónuleika ömmu alla tíð. Jafnvel eftir að betur fór að ára á síðari hluta ævi hennar, sátu í henni gömul sár- indi. Við systkinin áttum hjá henni skjól og eyddum löngum stund- um hjá henni á meðan foreldrar okkar öfluðu lífsviðurværis. Þar opnaði hún einstöku sinnum á umræðu um æsku sína og ung- lingsár en maður var of vitlaus til að skilja samhengið og raða þess- um minningabrotum hennar saman í sögu, sögu sem sannar- lega hefði verið vert að varðveita. Á síðari árum var hún ófáanleg til þess að rifja þetta upp þó mað- ur reyndi að fá hana til þess, hún var ekki lengur að tala við barn eða ungmenni. Augnablikið var farið og enginn lengur til frá- sagnar. Amma gat sannarlega verið hrjúf í viðmóti en fáum sýndi hún kaldara viðmót en sýslumönnum, prestum og kaupfélagsstjórum. Hún gat ekki fellt sig við þá til- hugsun að einstökum mönnum væri falið vald yfir öðrum og sat sig aldrei úr færi um að senda þeim tóninn, þó aldrei nema í samtölum við útvarpstæki eða sjónvarp. Hún var líka eina manneskjan í æsku minni sem ekki talaði af lotningu um Sam- bandið, Kaupfélagið og Fram- sóknarflokkinn og fullyrti að þessar stofnanir yrðu ekki lang- lífar, að þær hreyktu sér hærra og seildust eftir meiri völdum en efni stóðu til. Þeir sem til heyrðu hlógu góðlátlega – en „two out of three aińt bad“ eða hvað? En trén veita skjól þeim sem standa nógu nærri, þannig var amma okkur sem komumst inn fyrir brynjuna. Takk fyrir mig, amma mín. Jóhannes. Ég kveð ömmu á Ánabrekku. Hana ömmu sem veitti okkur systkinunum annað heimili, gætti okkar og dekraði við okkur. Ömmu sem elskaði Snæfellsjökul og fræddi mig um umhverfis- vernd löngu áður en slíkt var al- mennt í umræðunni. Ömmu sem kenndi mér að taka með fyrir- vara flestu því sem embættis- menn og kaupmenn segja. Ég þakka henni umhyggjuna og minnist glaður samveru okk- ar. Þessi tæpi kílómetri sem er á milli bæjanna var sjaldan mikill farartálmi þegar okkur langaði í heimsókn til ömmu og afa. En öllu erfiðara var að heimsækja ömmu þegar hún flutti yfir há- sumarið upp í Veiðihús. Og þá þeim mun meira gaman þegar okkur bauðst að heimsækja hana þangað. Þar var appelsín, sóda- vatn og canada dry engiferöl í kassavís. Síðan var fylgst grannt með dagatalinu og fagnað gríð- arlega þegar veiðitímanum lauk og amma kom aftur heim. Sama eftirvænting var þegar amma var á ferðalögunum sínum um heim- inn. Þá beið maður spenntur eftir ömmu heim. Og ekki var spenn- ingurinn minni yfir því sem kom upp úr ferðatöskunum hennar, gjafir og minjagripir úr fjarlæg- um heimshornum. Börnin mín voru svo heppin að fá bæði að kynnst langömmu sinni. Gilti það sama um lang- ömmubörnin og okkur barna- börnin, hún átti í þeim hvert bein. Amma var orðin gömul og þreytt. Eflaust varð hún hvíld- inni fegin. En við sem nutum þeirra forréttinda að vera hennar fjölskylda söknum hennar mjög. Eins og við söknum afa. Hvíldu í friði, amma mín. Ólafur Ágúst Stefánsson og fjölskylda. Nú kveðjum við ömmu mína, Ásu á Ánabrekku. Hjá henni og afa mínum Jóhannesi áttum við systkinin okkar annað heimili alla okkar uppvaxtartíð. Seinna komu okkar börn sem nutu ástar og umhyggju þeirra. Amma kenndi mér það sem skiptir máli. Hún kenndi mér að prjóna, elda mat, tvískúra út í horn, spila á spil og syngja vísur. Síðast en ekki síst kenndi hún mér vinnu- og samviskusemi. Þau atriði voru einkenni ömmu. Hún var alltaf að. Hún var ákveð- in og skapmikil en um leið ljúf við sína. Hún hafði góðan húmor og hló hjartanlega að því sem kætti hana. Á Ánabrekku var alltaf mikill gestagangur og amma stóð vakt- ina, það varð að vera eitthvað til með kaffinu. Ömmu var líka mik- ið í mun að gefa okkur öllum nægjanlega mikið að borða. Ég sé þegar ég hugsa til baka hvað hún var mikill frumkvöðull í mat- argerð, hafði bragð og auga fyrir kryddum og því að gera hefð- bundinn íslenskan mat nýstár- legan. Þar kom einnig til vinna hennar í Veiðihúsinu við Langá þar sem hún stóð vaktina í mörg ár. Sömu erlendu veiðimennirnir komu ár eftir ár og voru ekki lengi að finna út úr því að þarna færi meistarakokkur sem tók fagnandi við framandi kryddinu og hugmyndunum sem þeir lögðu til í litla eldhúsið. Amma var listræn kona. Hún gerði sér far um að búa til fallegt heimili og lét fólk fara úr útihúsa- fötum úti á hlaði því ekki mátti koma þessháttar lykt í húsið. Fallegar myndir og skrautmunir voru henni kærir, hún sótti þá til annarra heimsálfa ef svo bar undir. Frá gönguferðum sínum kom hún nær alltaf heim með stein eða hlut sem hún sá fegurð í. Það er gott að minnast hennar. Elsku amma mín, takk fyrir mig og mína. Ása Björk. Hún var bráðmerkileg kona, hún amma mín á Ánabrekku. Hún var ein þeirra kvenna sem sáu veröldina stíga inn í nú- tímann, kona sem fæddist í torfi og dó í faðmi fjölskyldunnar í annarri tilveru en hún fæddist inn í. Á löngum vegi, oft illfærum, hafði hún áhrif á fjöldann allan af fólki, fólki sem komst til manns í fangi sem oft bar þungar byrðar. Hún var kona sem kom til dyr- anna eins og hún var klædd, kona sem lá ekki par á sínum skoð- unum, kona sem vann allt fram að ævikvöldinu, oftar en ekki með barnastóð í sinni vörslu. Elja og dugnaður eru orð sem eiga við frú Ásu þegar hugsað er til baka í barnastóðið, enn frekar hlýja og alúð. Líkt og allt sem greri í kringum Ánabrekkuna, sem og í ótal pottum og kirnum inni í bæ, hlúði hún að okkur sem hún ól upp af sinni röggsemi á þann hátt að ekki gat hvarflað að neinum að neitt illt gæti hent. Enda var það raunin. Þegar skuggar steðjuðu að í litlu lífi kunni amma mín að hrekja þá á brott, engum leið lengi illa sem ólst upp við þau forréttindi að búa undir væng á Ánabrekku. Þar í kring standa nú trén sem hlúð var að um svip- að leyti og veita skjól, bein í rok- inu á bæjarhólnum, en brotna ekki svo glatt. Í þessu skjólinu lærðist virðing, dugnaður og mannvit, nesti sem var ekki tuggið ofan í neinn heldur lærðist það í uppvextinum, með því að fylgjast með, gegna og hlusta. Það er erfitt að þakka fyrir gott uppeldi, erfitt að færa í orð hve gott það er að eiga stórar mann- eskjur í sínu lífi, og þess vegna rétt að grípa til hennar eigin. „Það var ekki falskur tónn í þess- um manni,“ sagði gamla konan þegar lífsförunauturinn kvaddi fyrir nokkrum árum. Þau mögn- uðu eftirmæli eiga ekki síður við um Ásu Ólafsdóttur. Hjörleifur Helgi Stefánsson. Ása Ólafsdóttir ✝ RósmundurSkarphéð- insson fæddist á Krossnesi, Árnes- hreppi, 19. júní 1947. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 19. júlí 2015. Foreldrar hans voru Steinvör Ingi- björg Gísladóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1920, d. 6. febrúar 1989 og Skarphéðinn Njálsson, bóndi og smiður, f. 29. mars 1899, d. 3. febrúar 1995. Systkini Rós- mundar eru Soffía Margrét, f. el, f. 2. júní 2000. 2) Jónína Guð- rún, f. 23. október 1979. Börn hennar eru Jakob Jens, f. 14. júní 1999, Camilla Rósey, f. 1. ágúst 2002, Ólafur Alexander, f. 1. apríl 2007, og Cesar Freyr, f. 5. júní 2012. 3) Berglind Dögg, f. 10. janúar 1981, maki Ásmund- ur Örn Harðarson, f. 27. desem- ber 1980, dætur þeirra eru Ólöf Máney, f. 23. júní 2002, og Drau- mey Mjöll, f. 3. desember 2009. Rósmundur ólst upp á Kross- nesi til 7 ára aldurs en flutti árið 1954 ásamt foreldrum og systk- inum að Kirkjubóli í Skut- ulsfirði. Hann gekk í barnaskól- ann á Skeiði, Skutulsfirði og lauk grunnskólagöngu frá Hér- aðsskólanum í Reykjanesi, og I. stigs skipstjórnarprófi frá Iðn- skólanum á Ísafirði 1973. Rós- mundur og Kamilla hófu búskap í Mosfellssveit 1971. Þau bjuggu um skeið í Reykjavík en fluttu til Ísafjarðar 1977 þar sem heimili þeirra var síðan. Hann var sjó- maður mest af sinni starfsævi utan þau ár sem þau voru búsett syðra en þar vann hann við smíðar og fleira. Eftir að þau fluttu vestur var hann lengst skipverji á Guðnýju ÍS 266, þá oftast stýrimaður. Einnig var hann á öðrum bátum hjá Norð- urtanganum hf. Síðustu árin starfaði hann hjá Hraðfrystihús- inu Gunnvöru, þá aðallega við fiskeldi fyrirtækisins. Rósmundur var mikill veiði- maður, bæði á byssu og stöng. Eggjataka á vorin í Hornbjargi var stór þáttur í hans áhuga- málum og fór hann í eggjaferðir með bræðrum sínum og félögum frá Ísafirði um áratuga skeið. Útför Rósmundar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 27. júlí 2015, og hefst athöfnin kl. 14. 17.6. 1938, Þórleif, f. 2.11. 1939, Grétar Njáll, f. 7.12. 1940, Gísli Steinar, f. 11.6. 1944, Valdís, f. 30.6. 1953, Krist- mundur Magnús, f. 23.5. 1955 og Giss- ur, f. 18.9. 1961. Rósmundur hóf sambúð árið 1971 með Kamillu Thor- arensen frá Gjögri, f. 25. febrúar 1943, d. 30. júlí 2013. Börn þeirra eru: 1) Ægir Hrannar, f. 16. desember 1975, maki er Renu Khiansantia, f. 12. janúar 1975, sonur þeirra er Ax- Um kvöldmatarleytið sunnu- daginn 19. júlí bárust þau sorg- artíðindi að Rósmundur föður- bróðir minn væri allur. Sjúkrahúslegan var ekki löng, en erfið hjartaaðgerð reyndist þess- um stóra og sterka manni um megn. Mundi var ekki maður margra orða og þó hann bæri dvínandi heilsu sína ekki á torg var ljóst að hann hafði ekki gengið heill til skógar um tíma. Sorgin og missirinn er því óvæntur og sár börnum hans, systkinum og vinum, enda held ég að öllum sem hann kynntist hafi líkað vel við Munda. Hann var einstaklega ljúfur í lund, góð- menni en dálítið stríðinn – eins og hann á kyn til, og gat sagt ægilegar lygasögur af sjálfum sér og öðrum, enda tilheyrir það veiði- og villimennsku að geta ýkt sögur af aflabrögðum og skotfimi. Það er ekki mitt hlut- verk að endursegja allar sögurn- ar af selveiðum og bjargferðum, en þær eru margar og ógleyman- legar og sumar ótrúlegar. Það verður ekki hjá því komist að minnast á líkamlegt atgervi Rós- mundar, sem var himinhár með stórar hendur. Hann var lang- hæstur sinna systkina, en þau hafa alið af sér ekki minni menn sem hafa gegnum tíðina mátað sig við Munda frænda eins og til samanburðar. Í minningunni finnst mér eins og mér hafi verið sagt að þessi stærð kæmi af miklu skyráti, Steina amma hef- ur ábyggilega hrært fleiri hundr- uð kíló af dísætu skyri fyrir Munda á hans uppvaxtarárum, og Milla svo tekið við þegar þau hófu sína sambúð. Nú er hann kominn í hin eilífu fuglabjörg þar sem selastofnar eru í blóma, all- ar ár fullar af fiski, enginn klaki í bjarginu og nóg til af skyri. Guð og tíminn sefi sorgina hjá þeim systkinum sem hafa nú misst báða foreldra sína á stutt- um tíma. Minningin um góðan frænda lifir. Sigríður Gísladóttir. Rósmundur Skarphéðinsson, vinur minn og bjargfélagi, er fallinn frá 68 ára gamall. Hann þurfti að fara í gegnum erfiða hjartaaðgerð sem hann hafði ekki af. Foreldrar Rósmundar komu frá Árneshreppi á Strönd- um og settust að á Kirkjubóli í Skutulsfirði (nú Ísafjarðarbæ) þegar börnin voru ung og ólst Rósmundur þar upp til fullorð- insára. Rósmundi var eins og þeim bræðrum öllum í blóð bor- inn mikill veiðiáhugi og nautn af því að vera úti í óspilltri náttúru og skipti þá ekki máli þótt veður væru stundum óblíð. Þeir bræð- ur stunduðu því veiðar af miklu kappi frá unglingsaldri og kom það því af sjálfu sér að áhugi vaknaði á að ná sér í svartfugl- segg á vorin bæði til matar og ávinnings. Leiðir okkar Rósmundar lágu því saman er við vorum ungir menn, báðir með áhuga á veiði- mennsku og ýmiss konar ævin- týramennsku eins og bjargsigi í Hornbjargi og Hælavíkurbjargi á Hornströndum. Með árunum fækkaði þeim sem lögðu á sig að stunda bjargsig í björgunum tveim og eftir 1970 má segja að Rósmundur og bræður hans ann- ars vegar og Kjartan Sigmunds- son frá Hælavík og skyldmenni hins vegar hafi fyrst og fremst stundað eggjatöku næsta áratug- inn. Þegar bræður Rósmundar hættu þessari hættulegu iðju fór Rósmundur að fara með mér og Einari Val Kristjánssyni í bjarg- ferðir hvert vor og hélst sá fé- lagsskapur næstu 30 árin eða þar til að Rósmundur fyrir tveimur árum hafði ekki heilsu lengur til bjargferða. Margar minningar sækja á sem ekki rúmast í stuttri minn- ingargrein. Eftirminnilegast er þó þegar Rósmundur ásamt ung- um syni sínum dró okkur upp úr Hælavíkurbjargi á klakasýluðum vað í norðaustan óveðri. Þar skildi einfaldlega í milli þess að við héldum lífi en króknuðum ekki niðri í bjargi að Rósmundur var heljarmenni að burðum og náði okkur upp á brún við þessar óblíðu aðstæður. Eftir erfiðar bjargferðir var alltaf tekið í spil, stundum bridds, en aðallega treimann. Oft var þá hart slegið í spilaborðið með tröllahöndum þegar Rósmundur hafði góð spil og sópaði að sér slögunum. Við Þórunn og fjölskylda sendum börnum Rósmundar og Millu, sem misst hafa báða for- eldra sína á tveimur árum, inni- legar samúðarkveðjur. Tryggvi Guðmundsson. Rósmundur Skarphéðinsson MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.