Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 Elsku besta Inga Sigga, mér finnst svo óraun- verulegt að ég sitji hérna heima og skrifi minning- argrein um þig. Það er mikil sorg sem ríkir hjá okkur, fólk- inu þínu núna. Þú barðist hetjulega við þennan ömurlega sjúkdóm sem enginn á skilið að fá. Guð hefur nú fengið þig til sín og mikið er hann heppinn með það því þú ert svo einstök manneskja. Þegar maður geng- ur í gegnum erfiða tíma, þá eru það minningarnar sem hjálpa manni og ég á þær óteljandi til að ylja mér. Þú hefur verið í lífi mínu síðan ég man eftir mér. Mamma tvö eins og ég kallaði þig stundum. Ég man þegar þú hringdir í mig og bauðst mér að koma yf- ir til þín og læra að búa til kjöt- Ingibjörg Sigríður Guðmundsdóttir ✝ Ingibjörg Sig-ríður Guð- mundsdóttir fædd- ist 22. október 1962. Hún lést 6. júlí 2015. Útför hennar fór fram 17. júlí 2015. súpu, það var sko skemmtilegt. Ég man eftir svo mörgum kvöldum sem við fjölskyld- urnar áttum saman bæði í númer 8 og í númer 3. Við Aron vorum oft að brasa ýmislegt og ég man í eitt skiptið þegar við vorum í eltingarleik og það mátti ekki snerta gólf, við hoppuðum á glerborðið í stof- unni ykkar Gumma og brutum það, við vorum heldur betur skömmustuleg en þið voruð ekkert reið við okkur. Þú varst aldrei reið, alltaf svo skemmti- leg og yndisleg. Ég man þegar ég fékk að gista hjá ykkur einn virkan dag, það var skóli dag- inn eftir og þú vaktir okkur Ar- on með því að syngja „Siggi fór í bæinn og Siggi fór í búð, Siggi sat á torginu og var að borða snúð.“ Ég hef aldrei vaknað jafn hress og kát eins og þenn- an morgun. Ég man eftir spilakvöldunum sem við fjölskyldurnar áttum saman, mér fannst skemmtileg- ast að vera með þér í liði. Þá vann ég sko alltaf! Ég man þegar ég var nýbúin í kjálkaskurðaðgerðinni og gat ekki talað, þá hlógum við mikið. Þegar við gátum hvorug talað og töluðum saman í „Dóru“. Ég get skrifað endalaust um minn- ingar sem ég á tengdar þér því þær eru óteljandi. Þú gerðir svo ótrúlega margt fyrir mig, kenndir mér svo margt. Ég á þér margt að þakka, elsku mamma tvö. Ég er svo þakklát fyrir það að þú hafir treyst mér í það verkefni að farða þig og gera fínt í hárið þitt þegar þú varst hætt að geta gert það. Ég mun geyma allar stundirnar sem við áttum saman vel í hjarta mínu. Stundirnar sem við hlógum og grétum saman til skiptis eru mér mikilvægar. Stundin þegar ég og Tinna komum í heimsókn til þín upp á sjúkrahús var ljúf og góð. Þegar ég lá hjá þér, fann hjartað þitt slá, þú hélst í höndina mína og kreistir hana af og til. Stundin þegar við Tinna vorum að labba út, sner- um okkur við og þú gafst okkur fingurkoss. Þeirri stund mun ég aldrei gleyma. Ég veit að þér líður betur núna. Þetta líf er svo óútreikn- anlegt og skrítið stundum. Takk fyrir allt, elsku besta Inga Sigga. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur fjöl- skylduna. Takk fyrir að vera alltaf svo frábær og yndisleg. Ég tel mig vera afskaplega lán- sama að hafa fengið að tengjast þér svo vel. Þú munt alltaf eiga risastóran stað í hjartanu mínu. Ég elska þig, alltaf. Þín, Helga Þuríður Hlynsdóttir Hafberg. Það var döpur stund þegar okkur bárust fréttir af alvar- legum veikindum Ingibjargar Sigríðar Guðmundsdóttur (Ingu Siggu), kennara við Grunnskól- ann á Ísafirði, og síðan sorg- arfregn um andlát hennar nú í byrjun júlímánaðar. Við hjónin eigum einkar ljúf- ar minningar frá kynnum okkar af þeim hjónum, Guðmundi Sal- ómoni Ásgeirsyni (Gumma Sala) og Ingu Siggu, frá Ísa- fjarðarárum okkar. Það var einmitt Gummi Sali sem sótti búslóðina okkar í Hrútafjörð árið 1995 og flutti okkur vestur og síðan til Reykjavíkur að sjö árum liðnum. Kynnin við Ingu Siggu voru einstaklega ljúf og gefandi þar sem hún var kenn- ari við Grunnskólann á Ísafirði. Hún var þá að ljúka kennara- námi og horfði björtum augum til framtíðar. Inga Sigga var einn af þeim kennurum sem helga sig starfinu, stöðugt vak- andi og áhugasöm um að gera Látinn er í Nes- kaupstað góður vin- ur, Guðmundur Bjarnason, fyrrver- andi bæjarstjóri. Guðmundur var einstaklega ljúfur og skemmtileg- ur maður sem gott var að vera í návist við. Hann sá alltaf hinar spaugilegu hliðar tilverunnar. Það yljar manni að rifja upp þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Kynni okkar hófust árið 1986 þegar ég kom til starfa hjá Síld- arvinnslunni. Næstu 13 árin vor- um við meira og minna í daglegu sambandi, bæði beint og óbeint. Fyrstu fimm árin var Guðmundur einn af nánustu samstarfsmönn- Guðmundur Bjarnason ✝ GuðmundurBjarnason fæddist 17. júlí 1949. Hann lést 11. júlí 2015. Útför Guð- mundar fór fram 18. júlí 2015. um mínum sem starfsmannastjóri SVN og eftir að hann varð bæjar- stjóri var Sveina mín heitin orðin einn af hans nánustu sam- starfsmönnum sem félagsmálastjóri bæjarins. Guðmund- ur kom í stjórn Síld- arvinnslunnar eftir að hann hætti sem starfsmaður og þannig áttum við áfram mikil samskipti sem aldrei bar skugga á. Á þessum árum voru miklar sviptingar í atvinnu- lífinu og þurfti oft að taka erfiðar og stefnumótandi ákvarðanir. Það var einstaklega gott að kryfja til mergjar ákvarðanir um framtíð- arrekstur SVN með Guðmundi sem stjórnarmanni. Það var líka skemmtilegt að ræða framtíð- arþróun í byggðamálum við Guð- mund. Hann hafði mjög einbeitta skoðun á að samfélögin eystra þyrftu að standa saman til að ná árangri fyrir fjórðunginn. Um þetta voru alltaf skiptar skoðanir en sem betur fer náðist að leggja hrepparíginn til hliðar þegar virkilega þurfti á að halda þó hann hverfi væntanlega ekki fyrr en með næstu kynslóð. Það fór vel á því að Guðmundur yrði fyrsti bæj- arstjóri hins sameiginlega sveit- arfélags, Neskaupstaðar, Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar. Við Guðmundur fórum árlega saman í góðum hópi í veiðiferð í Selá í Vopnafirði. Þetta var oftast með fyrstu hollum sumarsins og gátu veður stundum verið válynd sem bara jók á fjölbreytileikann. Í veiðihúsinu á kvöldin var alltaf mjög glatt á hjalla og flugu þá margar skemmtisögur og var Guðmundur þar engum líkur. Ég sá Guðmund síðast um síðustu verslunarmannahelgi þegar við Berglind heimsóttum hann og Klöru í Heiðarbýli. Það var frá- bær stund og þá voru ýmsar sög- ur rifjaðar upp, m.a. úr Selárferð- um. Ekki trúði ég því að þetta yrði okkar síðasti fundur. Ég vil þakka þér, Guðmundur, fyrir okkar góða samstarf í gegnum tíðina og þær gleðistundir sem þú gafst okkur öllum. Elsku Klara, Bogga, Ívar og fjölskylda, ég sendi ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall mikils höfðingja. Finnbogi Jónsson. Guðmundur Bjarnason og Smári Geirsson voru lengi leið- togar Alþýðubandalagsins í Nes- kaupstað ásamt Hjörleifi Gutt- ormssyni; sannarlega ólíkir menn en þeir héldu því merki á loft sem þeir höfðu hafið til skýjanna Bjarni Þórðarson, Jóhannes Stef- ánsson og Lúðvík Jósepsson. Al- þýðubandalagið og þar áður Sósíalistaflokkurinn höfðu meiri- hluta í Neskaupstað í hálfa öld. Neskaupstaður var stolt okkar fé- laganna um allt land. Minn for- ystutíma í Alþýðubandalaginu í 21 ár hafði ég það fyrir reglu að heimsækja Neskaupstað til að tala við félagana um fyrirtækið og fólkið, til að læra og til að vera með í sköpun, þróun og endurnýj- un. Við Guðmundur Bjarnason hittumst ótal sinnum á þessum ár- um; vissum vel hvor af öðrum og virtum verk hvor annars. Guð- mundur hafði ekki einasta ákveðna pólitíska sýn; hann var skemmtilegur og fyndinn og sá skoplegar hliðar tilverunnar. Þorrablót Alþýðubandalagsins í Neskaupstað eru enn í fullu fjöri. Þar áttum við margt sporið og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að koma þar til ræðuhalda. Það var gaman. Guðmundur var þrátt fyr- ir knöpp efni ungur maður einn þeirra fjölmörgu í Neskaupstað sem lögðu fram hlutafé í nýja Þjóðviljahúsið að Síðumúla 6. Hann var alltaf með. Átök í Al- þýðubandalaginu eftir minn for- mannstíma settu merki sitt á okk- ur öll, en þau snerust ekki um aðalatriðin. Eftir að ég kom aftur til verka eftir nokkra fjarveru kom það í minn hlut að skrifa um Lúðvík Jósepsson fyrir tímaritið Andvara. Og hvert leitaði ég þá nema til Guðmundar og Smára eins og ekkert hefði ískorist og tíminn hefði staðið kyrr? Þeir voru enn þá í hausnum á mér eins og þeir voru forðum. Traustir talsmenn byggðarlagsins og sögu þess, öruggir liðsmenn þeirra hugsjóna um betra samfélag sem við eignuðumst allir ungir. Guð- mundur veitti mér stuðning í þessum skrifum, ræddi við mig löngum og þeir félagar útveguðu mér ómetanleg gögn. Guðmundur var eins og áður hjálparhella og félagi; ég vissi að hann var veikur orðinn, en sögur hans voru óborg- anlegar og hjálpsemi sem fyrr. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af Guðmundi Bjarnasyni, þakklátur fyrir þau störf sem við unnum saman fyrir hreyfinguna og góðan málstað. Við Guðrún Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, langafa, langalangafa og vinar, HENRY SKOVGÅRD JACOBSEN. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir einstaka umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, . Inger Jacobsen. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA SUMARRÓS ÁSGEIRSDÓTTIR, Laugarnesvegi 87, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 20. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 29. júlí kl. 11. . Ásgerður Þórisdóttir, Kristinn Sigmundsson, Esther Þorvaldsdóttir, Guðjón Kristleifsson, Matthías Gísli Þorvaldsson, Ljósbrá Baldursdóttir, börn og barnabörn. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGFRÍÐ ÞORVALDSDÓTTIR, lést hinn 22. júlí 2015. . Þorvaldur Gunnlaugsson, Katrín Guðjónsdóttir, Helgi M. Gunnlaugsson, Laufey Hrönn Jónsdóttir, Heiða Björk Gunnlaugsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, Langatanga 2a, áður Teigagerði 16, er látin. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 13:00. . Björn Úlfar Sigurðsson, Ósk Halldórsdóttir, Sigríður M. Sigurðardóttir, Ágúst Benediktsson og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA ÁRNADÓTTIR frá Bolungarvík, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 23. júlí. Jarðsett verður frá Hólskirkju, Bolungarvík, fimmtudaginn 30. júlí nk. kl. 14. . Valgerður Gunnarsdóttir, Guðjón Magnússon, Sopa Thamrongsakulsiri, Auður Magnúsdóttir, Kristinn Sigurðsson, Ragna Magnúsdóttir, Jón Bjarni Geirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, RANNVEIG ÓLAFSDÓTTIR, Lækjasmára 8, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 23. júlí. Útförin verður auglýst síðar. . Guðjón Örn Kristjánsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Stefán Þórisson, Ólafur Jón Guðjónsson, Eyrún Ásta Bergsdóttir, Katrín Guðjónsdóttir, Erla Björk Guðjónsdóttir, Gunnar Ólafsson, Örn Már Guðjónsson, Sigrún Svava Gísladóttir og fjölskyldur þeirra. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA G. ÞÓRLINDSDÓTTIR, Safamýri 83, Reykjavík, lést á Landakoti 24. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. . Gunnar Þór Guðmannsson, Sigrún A. Jónsdóttir, Katrín Ösp Gunnarsdóttir, Björn Þór Gunnarsson, Helga Elíasdóttir og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.