Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 127
ekki að mæla með að sabbatsdagurinn sé tekinn upp sem fastur siður heldur
notaður sem fyrirmynd, tilraun eða æfing í því að hverfa frá einu tímasniði til
annars. Þetta má að sjálfsögðu gera hvenær sem er þótt tími sabbatsdagsins, frá
föstudags síðdegi til jafnlengdar á laugardegi henti vel. Samkvæmt gyðinglegum
hefðum eiga menn ekki að snerta peninga eða nú til dags greiðslukort þennan
dag; ekki vinna né hugsa um vinnu; ekki laga mat eða sinna öðrum heimilis-
störfum; ekki nota tölvu, síma eða önnur rafræn samskiptatækni; ekki kveikja
ljós; ekki ráðast í neinar viðgerðir eða breytingar; ekki skipuleggja eða und-
irbúa neitt né rækja hverdagsleg erindi. Þvert á móti á að einbeita sér að því að
njóta góðs matar og kynlífs, syngja, dansa, fara í gönguferðir, leika sér, gera að
gamni sínu og hlæja, dást að undrum umhverfisins, lesa efnisríkar bókmenntir,
kanna tilfmningar sínar og gera hvað eina sem telst gott og fagurt.39 Fljótt á
litið kann þetta að virðast óraunhæfur listi og óframkvæmanlegur a.m.k. fyrir
fjölskyldufólk. Svo er þó ekki ef tilraunin hefst síðla dags og lýkur sólarhring
síðar líkt og að framan greinir. Hér hefur form sabbatsdagsins og hinir ytri siðir
sem honum tengjast verið rofin úr samhengi við trúarlegan grundvöll sinn og
þau ritúöl sem einkenna gyðingdóm og gerð að trúarlega hlutlausri en eigi að
síður andlegri aðferð til að tempra áreiti, draga úr streitu og kalla fram það hug-
læga ástand sem lýst er með orðunum „langur/góður“ tími.
Loks má benda á atriði sem sýnir að margir finna fyrir þörf til að fara úr
hversdeginum og hverfa inn í tíma þar sem áreiti hversdagsins eru víðs fjarri.40
Það eru kyrrðardagar sem rutt hafa sér til rúms víða um lönd og líkja má við
smækkaða mynd af klausturlífi sem lifað er um skamman tíma. Á kyrrðardög-
um er boðið upp á reglubundið helgihald og íhuganir en nægur frjáls tími
tryggður til að vera. Þátttakendur þegja allan tímann og er þögnin tæki til að ná
fyrr því huglæga ástandi sem hér er lýst með orðunum „góður/langur“ tími.
Það sem hér hefur verið rakið leiðir í ljós að í veraldlegu samfélagi nú-
tímans er mögulegt að greina bæði þörf fyrir að gera greinarmun á tíma af
39 Lerner 2002, s. 115-120.
40 Wikström fjallar m.a. um þessa þörf sem hann kallar andspyrnuhreyfingu við áreitum samtímans og telur hana
felast í leit að stöðum og hlutum (helgum dómum og helgistöðum á máli trúarinnar) sem eru hlaðnir af stöðugri
verund sem er andstæða áreitanna og hjálpa fólki til að vera. Telur hann þessa þörf sérstaklega áberandi eficir áfbll
hvort sem er í einkalífi eða þegar hópslys verða. Þá telur hann tímann (hinn „góða/langa“ tíma) vera það besta
sem einstaklingurinn eigi og geti deilt með öðrum. Loks tengir hann þessa þörf hinni trúarlegu vídd, tíma Guðs
eða eilífðinni. Wikström 2001, s. 38, 47, 99.
125