Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 172
uð er þrem mönnum og jafn mörgum varamönnum, til fjögurra ára í senn.
Formaður nefndarinnar skal vera löglærður. Kirkjumálaráðherra skipar hins
vegar áfrýjunamefndina eins og síðar verður vikið að.
Fyrrum voru við lýði kirkjulegir dómstólar, bæði í kaþólskum og lúterskum
sið, en þeir misstu smám saman sess sinn til úrskurðar um ætluð brot og aðrar
meinsemdir á vettvangi kirkjunnar og voru svo af lagðir. Því er ekki að leyna,
að við samningu frumvarps til þjóðkirkjulaganna, að því er varðar stjórn-
skipulag kirkjunnar, var haft verulegt mið af alkunnum reglum um þrígrein-
ingu ríkisvaldsins og hlutverki þeirra stofnana, sem þar koma helst við sögu.
Þannig birtist í lögunum mótað stjórnkerfi, með 1) löggjafarvaldi (sbr. kirkju-
þing), 2) framkvœmdarvaldi (sbr. kirkjuráð og önnur kirkjuleg stjórnvöld svo
sem biskup íslands) og 3) dómsvaldi, ef svo má að orði komast, þar sem átt er
við vald- og verksvið úrskurÖarnefndar og dfrýjunarnefndar. Afrýjunarkerfi á
sviði almennu dómstólanna í landinu varð þá fyrirmyndin að hinu nýja áfrýj-
unarkerfi á kirkjulegum vettvangi. Var leitast við að skýra og skerpa stöðu
kirkjuþings og kirkjuráðs (sem og biskups íslands og kirkjulegra stofnana)
frá því sem áður var, en reglurnar um nefndirnar tvær, sem áður gat um, báru
með sér nýmæli eins og fyrr segir.
Það var vilji nefndarinnar, sem frumvarpið samdi, að starfsemi úrskurð-
arnefndar og áfrýjunarnefndar byggðist á sjdlfstæði þeirra gagnvart stjórnvöld-
um kirkjunnar, enda þótt biskup Islands skipi úrskurðarnefndina. Það, að
nefndirnar starfi óháðar kirkjustjórninni, er forsenda þess að réttdæmis verði
þar gætt og að nægilegt traust sé borið til þess út í frá. Liggja til þess ástæður,
sem hljóta að vera augljósar. Þá var það og talið mikilvægt, að úrskurðarvald
væri, a.m.k. að nokkru marki, fært frá biskupi Islands til nefndanna, og þann-
ig skapað aukið svigrúm fyrir hann til þess að beina orku sinni að jákvæðu og
mótandi hirðis- og leiðtogastarfi fyrir Þjóðkirkjuna, en vitað er að úrskurð-
arstörf í ‘málaferlum’ innan kirkjunnar eru tímafrek og lýjandi - og vart til
vinsælda fallin í sumum herbúðum. Um sjálfstæðar nefndir, sem fara með
úrskurðarvald, næðir ekki með sama hætti og vera myndi um þá aðila innan
almenns stjórnkerfis kirkjunnar, sem hafa þar forystuhlutverki að gegna - ef
þeir yrðu sjálfir að ganga í ‘dómsstörfin.’
A það skal minnt, að almennir dómstólar landsins hafa að sjálfsögðu dóm-
sögu í kirkjulegum málum, allt eftir atvikum, t.d. í refsimálum sem höfð-