Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 165
Páll Sigurðsson
‘Friður sé með yður’!
Um friðarskyldu og lausn ágreinings á vettvangi Þjóðkirkjunnar
l. Almennt
Á fögrum stað upp af norðurströnd Galíleuvatns, innan marka Ísraelsríkis nú-
tímans, var, fyrir hartnær tvö þúsund árum, mælt fram einhver áhrifamesta og
kunnasta ræða, sem um getur: Fjallræðan, er svo hefur verið nefnd. Þar sagði
mælandinn m.a.: ‘Sœlir eru friðflytjendur, þvt aðþeir munu Guðs börn kallaðir
verða.1 Með þessu lagði Kristur áherslu á gildi fiðarins í mannlegu samfélagi.
Vafalaust hefur hann þar ekki átt við ‘vopnaðan frið,’ þ.e. þann kalda frið, sem
felst í vopnahléi eða ógnarjafnvægi milli ósáttra manna - þar sem andstæð-
ingar, sem eru ‘gráir fyrir járnum,’ stilla sig um að vegast á með vopnum, þ. á
m. vopnum tungunnar - heldur miklu fremur frið í kærleika, með fórnfysi og
hlýju í garð náungans, jákvæðan og uppbyggjandi frið, í huga, orði og verki.
Hugtakið fiðarskylda, í kristilegu samfélagi, sem er síðar til komið, vísar m.a.
til þessara orða Fjallræðunnar, sækir þangað afl sitt, ef svo má að orði komast.
Þá skulu menn og minnast þess, að við sama tækifæri var sagt: ,yl//t, sem
þér vi/jið að aðrir menn gjöri yður, það skuluðþér ogþeim gjöra.“1 2 Þar birtist
okkur hin svokallaða ‘gullna regla,’ sem margir telja að feli í sér sjálfan kjarna
kristilegrar siðfræði - um æskilega samskiptahætti manna á meðal í hörð-
um heimi. Þar er heldur ekki höfðað til hlutleysis, tómlætis eða afskiptaleysis
þeirra manna, sem lúta vilja boðum og fyrirheitum kristninnar - þ.e. að láta
einungis vera að gera eitthvað á annarra manna hlut - heldur er hér fyrst og
fremst átt við skyldu kristinna manna til jákvæðra athafna, sem gera mann-
lífið ögn bærilegra en ella væri, með öðrum orðum: að hver og einn geri það
fyrir aðra, sem hann myndi vilja að þeir gerðu fyrir sig.
1 Matt 5:9.
2 Matt 7:12.
163