Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 171
kærandi beri fullkomlega ‘hreinan skjöld’ í þeim samskiptum sínum við hinn
kærða, sem kærumál snýst um.
Mikilvægt er að tala hér fremur um úrrœði heldur en refsingar, sem látn-
ar eru eftir almennum dómstólum landsins að ákvarða, ef um alvarleg afbrot
kirkjunnar manna er að ræða.
Verður nú vikið í stuttu máli að því regluverki og jafnframt hinu formlega
ferli, byggðu á reglunum, sem nú um stundir á við um ‘lausn ágreinings á
kirkjulegum vettvangi,’ eins og það hefur verið kallað, ásamt fram komn-
um hugmyndum um endurbætur á núverandi reglum og um leið á vinnulagi
þeirra, sem ætlað er að framfylgja reglunum.
2. Núverandi úrlausnarferli
a. Lagaákvœði ogfyrirmynd
Lögin um stöðu, stjórn og starfihœtti Þjóðkirkjunnar nr. 78 frá 26. maí 1997
(hér á eftir nefndþjóðkirkjulögin), byggjast á undirbúningsstarfi nefndar, sem
skipuð var af kirkjuráði árið 1993 og hafði það áhugaverða, lærdómsríka en
um leið vandasama verk með höndum að semja drög að frumvarpi til hinna
fyrstu almennu laga um Þjóðkirkjuna, um réttarstöðu kirkjunnar og starfs-
manna hennar, um stjórnskipulag þessarar stóru og áhrifaríku stofnunar, sem
byggir á traustum grunni hefðar og trúar langt aftan úr öldum, og um meg-
indrætti starfsemi hennar, yfirstjórnar jafnt sem safnaða.6 Við setningu laga
þessara, sem bera einkenni svokallaðra meginlaga eða ‘rammalaga’ (svo notað
sé nútímalegt orðalag úr stofnanamáli) var tækifærið notað til að skýra ým-
islegt í stjórnarháttum og skipulagi kirkjunnar, er áður mátti teljast ófullnægj-
andi miðað við kröfur tímans, og bæta einnig við atriðum og efnisþáttum, sem
ætlað er að auka á skilvirkni kirkjustarfsins, bæði almennt og á afmörkuðum
sviðum. Meðal nýmæla, sem þar gefur að líta, eru ákvæði 12. - 13. gr. lag-
anna, er fjalla um starfsemi og valdsvið úrskurðarnefndar og áfrýjunarnefndar,
sem ætlað er að skera úr ágreiningsmálum á kirkjulegum vettvangi, ’ eins og
það er orðað í lögunum. Biskup Islands skipar úrskurðarnefndina, sem skip-
6 Greinarhöfundi er málið skylt sökum þess að hann átti sæti í nefnd þessari.
169