Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 169
manna á vettvangi kirkjunnar ekki verið sem skyldi, samskipti þeirra jafn-
vel farið svo úr böndum að jafna má til ófriðar, þar sem ýmsum brögðum
er beitt til að koma lagi á ‘andstæðinginn.’ Ljóst er, að nú — á veldistímum
fjölmiðlanna - verða þessi dapurlegu dæmi um mannlega bresti og mistök
iðulega á almanna vitorði og þá um leið ‘vinsælt’ frétta- og umfjöllunarefni
í fjölmiðlum jafnt sem umræðuefni manna á meðal, úti um gjörvallt samfé-
lagið. Verður að ætla, að þetta sverti ímynd Þjóðkirkjunnar (á tímum hinnar
miklu ‘ímyndarvæðingar’), spilli tiltrú almennings til hennar og dragi þannig
úr áhrifamætti kirkjunnar til góðra verka. Hvers má vænta þegar sjálfar ‘fyr-
irmyndirnar’ bregðast?
Stundum er sagt, að engin keðja sé sterkari en veikasti hlekkur hennar. Enda
þótt þetta feli í sér sannleika í mörgum tilvikum verður þó að varast alhæf-
ingar, t.d. þegar menn ætla að heimfæra þessa fullyrðingu upp á Islensku þjóð-
kirkjuna (keðjuna) og allar starfseiningar hennar svo sem söfnuðina í landinu
(hlekkina). Þótt brestur komi í samstarf forystumanna í einum söfnuði þarf
það ekki að lama gjörvalla Þjóðkirkjuna nema aðrir söfnuðir fylgi í kjölfarið
(sem alls ekld þarf að vera). En komist það á almannavitorð — m.a. fyrir tilstilli
fjölmiðlanna - að engin úrræði á vegum yfirstjórnar Þjóðkirkjunnar séu tiltæk
eða nothæf til að bregðast við meinsemdinni innan hlutaðeigandi safnaðar,
jafnvel með einhvers konar ‘skurðaðgerð’ ef önnur ráð þrýtur, þannig að algert
úrræðaleysi og hugarvingl muni ríkja af þessum sökum innan þess safnaðar
sem og innan kirkjustjórnarinnar, um ófyrirsjáanlegan tíma, getur það hins
vegar skaðað Þjóðkirkjuna í heild, veikt tiltrú fólks til hennar og þar með
skert afl þessarar fornhelgu stofnunar, sem á að byggja á bjargi trúarreynslu og
almannatrausts.
Mikilvægt er, að Þjóðkirkjan sé þess umkomin að jafna ágreining og leið-
rétta ranga eða óheppilega hegðun meðal þjóna sinna, hvort heldur sem er í
samskiptum þeirra innbyrðis eða gagnvart almenningi. Skiptir þá meginmáli
að réttir aðilar geti að jafnaði komið á sdttum meðal kirkjunnar manna, m.a.
þegar möguleg sáttaviðleitni eins eða fleiri deiluaðila hefur ekki dugað til,
þannig að kirkjustarfið megi eflast í bróðurlegum friði. Að sjálfsögðu er og
hefur sáttastarf af því tagi verið virkt innan kirkjunnar og vafalaust mjög oft
borið góðan árangur (þá iðulega án þess að umtali hafi valdið út á við), en
dæmi eru þó einnig um að það hafi mistekist, þegar böndum varð ekki komið
167