Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 205
Sigfinnur Þorleifsson
Helgisiðir til huggunar
Greinin jjallar um helgisiði og margvíslegar birtingamyndirþeirra. Fjallað er um fdein auðkenni
helgisiða og hvernig þeir vtsa til fortíðar og framtíðar í andrá líðandi stundar og tjá það sem er
handan og utan þess skilvitlega. Þó hér sé einkum horft til helgisiða kirkjunnar, s.s. athafna tengd-
um andláti og minningarmerkja, sem opna manninum sýn út fyrir takmörk sjóndeildarhringsins
og miðla von og huggun, þá er einnig rœtt um siðvenjur (helgisiði) sem rótfesta okkur í sögu og
menningu og eiga þar meðþátt íþví aðgera okkur aðþví sem við erum.
Helgisiðir
Munir, orð og athafnir
Orðið helgisiður, sem þýðing á hugtakinu „ritual“, kemur fyrir í ritaðri heim-
ild, að því er virðist í fyrsta skipti, um miðbik nítjándu aldar.1 Helgisiði er
nauðsynlegt að skoða af sjónarhóli tiltekinna sögulegra staðreynda, umhverfis
og menningar, út frá stund og stað. Þrjú frumatriði gegna mikilvægu hlut-
verki í öllum helgisiðum, þ.e. munir, orð og athöfn.2 Tákn hefur margræða
merkingu. Tákn bindur saman, brúar bil, vísar út fyrir sig til dýpri veruleika,
opnar víðari sýn út fyrir takmörk sjóndeildarhringsins.3 Þannig býr í munum,
orðum og athöfum eitthvað annað en munurinn sjálfur, orðið eitt eða athöfn-
in klár. Ólíkt til að mynda dæmisögunni kemur merkingin ekki að utan, eklti
úr texta bókar, myndar eða áður gefinni útskýringu. í tákninu talar táknið
sjálft fyrir sig.4 Táknið tengir saman fortíð og framtíð í andrá líðandi stundar.
Merkið er annarrar ættar en táknið. Merkið byggir á skilningi, þekkingu og
tileinkun. Umferðamerkið hefur t.d. því aðeins þýðingu að við höfum áður
1 Orðabók Hdskólans, ritmálsskrá (vefurinn).
2 Gerard Lukken, Rituals in Abundance, critical reflections on the place, form and identity ofChristian ritual in our
culture (Leuven 2005), s. 16.
3 Lukken, Rituals in Abundance, s. 18.
4 Lukken, Rituals in Abundance, s. 19.
203