Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 190
fræðilegar forsendur en þær ganga út frá þeirri hugmynd að manneskjan sé í
eðli sínu ófullkomin. Og það sem meira sé þá gangi þetta sjónarmið út frá því
að til sé æðri vera sem sé þess ein megnug að gera manneskjuna fullkomna.16
Það var á grunni þessarar fræðilegu umræðu sem prófessor Björn vakti
athygli stúdenta sinna á hinu félagslega samhengi siðferðilegra ákvarðana.
Mannræktin en ekki boðmögnin birtust þar aftur og aftur í fyrirrúmi. En sú
rækt var hvorki form né markmið án innihalds í kennslu Björns. Ræktin við
manneskjuna varðar á endanum ávallt spurninguna um réttlæti og þá um leið
uppruna þess.17 Aherslur hans á mannlegar kringumstæður gátu á stundum
virst nálgast einhvers konar siðfræði staðar og stundar (e. situation ethics) í
anda Joseph Fletcher,18 sem þá var jafnframt hlaðin innihaldi hins kristna
boðskapar eins og hann endurspegiast í til að mynda tvöfalda kærleiksboðorð-
inu og hinni gullnu reglu (sbr. Mk 12.29-31; Mt 7.12).19 En ólíkt Fletcher þá
leitaðist Björn einatt við að skoða hið félagslega réttlæti í ljósi játningar krist-
innar trúar á holdtekju sonar Guðs. Hið félagslega eða borgaralega réttlæti (1.
iustitita civilis) þrífst þannig ekki hlið við hlið með réttlæti Guðs eða Krists
(1. iustitita christiana) heldur í gagnvirkri samtvinnan þeirra í milli. I doktors-
ritgerð sinni um lúterska hjónabandsskilninginn á íslandi í dag fjallar Björn
um grundvöll félagslegrar siðfræði (e. social ethics) í ljósi þessara sviða rétt-
lætisins. Þar vekur hann sérstaklega athygli á því hvernig sambandið á milli
þessara sviða eða ríkja virðist koma mun sterkar í ljós í Nýja testamentinu
heldur en í Tveggja ríkja kenningu Martins Lúters. En í Nýja testamentinu
opinberar Jesús Kristur, að skilningi Björns, hið guðlega eða kristna réttlæti.
í sérhverjum kringumstæðum út af fyrir sig sbr. Frankena þegar hann segir, „In meta-ethics we mainly seek to
work out a theory of the meaning and justification (1) of judgments of moral obligation, (2) of judgment of
moral value, and also (3) of judgments of nonmoral value,” Ethics> 21; 78-98. Sbr. og umfjöllun Páls Skúlasonar
um Jean-Paul Sartre í þessu samhengi, Siðfrœði, 119-129.
16 Existentialist Ethics, 71 -72.
17 Spurningin um réttlæti verður ævinlega vandasöm í hvers konar útgáfum af markmiðsstefnum í siðfræði jafnt
og þeim sem byggja á forsendum merkingar, sbr. Frankena, Ethics, 29-46; 78-98; og passim. Sbr. og Þorsteinn
Gylfason, Réttlœti og ranglati (Reykjavík: Heimskringla, 1998).
18 Sjá t.d. Joseph Fletcher, Situation Ethics: The New Morality (Philadelphia, PA: Westminster, 1966).
19 Ber saman orð Fletcher þegar hann segir, ..In its very marrow Christian ethics is a situation ethics. The new
morality, the emerging contemporary Christian conscience, separates Christian conduct from rigid creeds and
rigid codes. Some of its critics, both Protestant and Catholic, seem to fear that by dropping codes it will drop
its Christian commitment. What it does is to treat all rules and principles and „virtues” (that is to say, all
„universals”) as love's servants and subordinates, to be quicldy kicked out of the house if they forget their place
and try to take over,” ibid., 77-78.
188