Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 248
er að ræða? Eru tvær konur eða tveir karlar ekki kyn? Svarið við því er að sam-
an myndar kynferði þeirra ekki „gagnkyn“, eða þá kynjatvennd sem sögð er
vera nauðsynleg forsenda hjónabands. Þetta skýrist betur síðar.
Þá er athyglisvert orðalag Hirðisbréfsins um „annað og meira“, sem inni-
heldur aðgreiningu og upphafningu annars hjúskaparformsins á kostnað hins.
Hjónabandið er æðra staðfestri samvist, samkvæmt Hirðisbréfinu. Skýringin á
því af hverju það sé æðra er sögð vera gagnkvæmni kynjanna og samfella and-
stæðnanna. Hvað felst þá í gagnkvæmni kynjanna? Um það er ekkert sagt nán-
ar í Hirðisbréfmu. Gagnkvæmni (e. mutuality) merkir að einhver eiginleiki sé
eins hjá báðum aðilum. Ást er gagnkvæm sé hún til staðar hjá báðum aðilum.
Hugsanleg túlkun á meintri gagnkvæmni kynjanna er að hún vísi til vilja, til-
finninga og hugsana sem séu gagnkvæmar, þ.e. eins hjá báðum aðilum. Þessi
vilji og tilfinningar gætu verið gagnkvæm ást, virðing, vilji til staðfestu og trú-
mennsku í hjónabandi. Þessi túlkun kemur heim og saman við lútherska sýn á
hjónabandið sem gagnkvæmt samþykki, frelsi og jafnræði makanna.27
Þetta er þó ekki allt sem þarf samkvæmt Hirðisbréfmu. Til að uppfylla
skilyrði til hjónabands þarf einnig samfellu andstæðnanna. Orðið samfella
andstæðnanna er önnur og jafnmikilvæg forsenda hjónabandins, sbr. orðin
„I þessari gagnkvæmni kynjanna og samfellu andstæðnanna er hjónabandið
fólgið, ...“ .2S Túlkun mín á inntaki þessa orðasambands er að tengsl þessi
fjalli um gagnstæðni kynjanna (e. opposite sex) í merkingunni kynjaandstæð-
ur. Karl og kona eru gagnstæð kynjatvennd sem saman mynda eina heild. (e.
complementarity) Lítum nánar á hugmyndina um samfellu andstæðnanna í
túlkun kristinna guðfræðinga fyrr á tímum.
Karl Barth, Emil Brunner og Helmut Thielicke skrifuðu á sínum tíma
mikið um hjónabandið, forsendur þess, eðli og inntak. Barth fór í smiðju til
heimspekingsins Martin Buber þegar hann hélt því fram að samband karls
og konu í 1. Mósebók væri frumgerð hinna réttu tengsla milli manna og
einnig frumgerð tengsla manneskjunnar og guðdómsins.29 Mikilvægasta guð-
fræðilega atriðið í hjónabandsguðfræði Barths var að tengslafrumgerðin karl
27 Ragnar Holte, ,JVktenskapets sakramentalitet och (o)upplöslighet. Ett lutherskt perspektiv.“ Livsrelationer. Tank-
ar kring áktenskap och samlevnad i ett kristetperspektiv. (Verbum: Stockholm 2000) s. 41.
28 Sama og tilvísun nr. 22
29 Karl Barth, Die Kirchliche Dogmatik 1/2. 3.útg (Evangelischer Verlag. A.g., Zollikon: Zurich 1943) s. 169-170.
246