Fréttablaðið - 29.04.2016, Qupperneq 16
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
REGÍNA LAUFDAL
AÐALSTEINSDÓTTIR,
LEIKSKÓLALIÐI
MÆTUM Í KRÖFUGÖNGUNA OG
Á 1. MAÍ HÁTÍÐARHÖLDIN
– SAMSTAÐAN ER OKKAR STYRKUR!
„Ég mæti vegna þess að ég vil að
menntun sé metin til launa.
Sjáumst í 1. maí göngunni.“
Á Íslandi getur fátækt fólk ekki leitað til læknis vegna kostnaðar. Skorið er niður þriðja árið í röð til námsmanna erlendis. Framhaldsskólar
berjast í bökkum. Landspítalinn er með sjúkrastofur í
bílskúrum og lækna í gámum.
Áherslan er á gamla atvinnupólitík. Unga mennt-
aða fólkið flykkist til útlanda því ekki er nægt fram-
boð af störfum fyrir háskólamenntaða. Mikill skortur
er hins vegar á fólki til að sinna láglaunastörfum.
Hagkerfi auðlindanýtingar bólgnar þannig út á
kostnað hagkerfis nýsköpunar og hugvits.
Stærstu fyrirtækin starfa í erlendri mynt. Fá þannig
betri kjör og lægri vexti. Vilja ekki vera í krónunni.
Almenningur er hins vegar fastur innan hafta og
verðtryggingar. Fær ekki einu sinni að skoða aðra
möguleika.
Á sama tíma fá útvaldir að hagnast gríðarlega. Í
landinu er ríkisstjórn sem hefur lækkað skatta á þá
ríkustu. Sumir fá að kaupa fyrirtæki út úr bönkum.
Aðrir nýta pólitísk tengsl til að sölsa undir sig sam-
eiginlegar auðlindir. Peningar renna til stjórnmála-
manna til að passa að kerfinu sé ekki breytt.
Á sama tíma bólgnar ríkissjóður út vegna túrista
og banka. Útgerðin hefur aldrei verið ríkari. Mulið er
undir ríkasta fólkið sem eykur auð sinn. Peningarnir
geymdir í skattaskjólum enda krónan frekar léleg og
leyndin ákjósanleg. Þar liggur líklega stór hluti hagn-
aðar af nýtingu auðlinda þjóðarinnar. Stjórnmála-
menn þykjast koma af fjöllum. Fara undan í flæmingi
og vilja ekkert gera. Það ætti ekki að koma neinum á
óvart að traust á stjórnmálum sé í lágmarki.
Næsta haust fær þjóðin tækifæri til að breyta. Þá
verður hægt að leggja nýjar áherslur í mennta- og
heilbrigðismálum. Móta nýja atvinnustefnu og
greiða atkvæði um umsókn að ESB. Þá verður hægt
að hækka skatta á ríkasta fólkið og hækka veiðileyfa-
gjaldið. Breyta kvótakerfinu. Færa peninga frá for-
réttindahópum til þeirra sem þurfa á þeim að halda.
Innleiða ný vinnubrögð í stjórnmálum og ljúka gerð
stjórnarskrár. Vonandi verðum við haustið 2016
komin með nýja ríkisstjórn með nýtt fólk, ný vinnu-
brögð og nýjar áherslur.
Vorið 2016
Stærstu
fyrirtækin
starfa í
erlendri
mynt. Fá
þannig betri
kjör og lægri
vexti. Vilja
ekki vera í
krónunni.
Almenningur
er hins vegar
fastur innan
hafta og
verðtrygg-
ingar.
Með
heimsku-
legum upp-
hrópunum
sínum um
vítislogana
sem bíði
Íslendinga er
líklegra að
hann hafi í
hugum
kúgaðra
kvenna í hópi
áheyrenda
sinna kveikt
vonarneista.
Magnús Orri
Schram
varaþingmaður
og frambjóðandi
til formanns Sam-
fylkingarinnar
Fyrirmyndir
skipta máli
Víða um heim þráast menn við í fornaldar-hugsun og afturhaldi. Þetta endurspeglast til dæmis í upphlaupi bókstafstrúar-bjána í Bandaríkjunum, Stevens nokkurs Anderson baptistapredikara, sem eftir umfjöllun CNN um Ísland í síðasta
mánuði taldi víst að hér væru allir meira og minna á leið
til helvítis fyrir sakir yfirgengilegs hórdóms og kven-
frelsisins sem plagi landið.
Í þættinum sem var kveikjan að upphlaupi predikar-
ans var fjallað um „óhefðbundin fjölskyldugildi“ hér á
landi og hátt hlutfall barna sem fæðast utan hjónabands.
Steven Anderson var tekinn tali í morgunþætti
Harmageddon á X-inu í vikunni og fann þar femínisma
allt til foráttu. „Biblían segir að það eigi að kenna ungum
konum að vera allsgáðar, að elska menn sína og börn. Að
vera auðmjúkar á heimilum sínum og hlýðnar mönnum
sínum. Femínismi er því algjörlega á skjön við boðskap
Biblíunnar,“ sagði hann.
Þankagangur sem þessi er vitanlega sem betur fer á
undanhaldi, þótt það gangi mishratt í heiminum. Með
heimskulegum upphrópunum sínum um vítislogana
sem bíði Íslendinga er líklegra að hann hafi í hugum
kúgaðra kvenna í hópi áheyrenda sinna kveikt vonar-
neista um betra líf og meðvitund um að hægt sé að
ráða eigin lífi og líkama, í stað þess að láta forpokaða
karlpunga ráða för.
Hér á landi hefur nefnilega ýmislegt áunnist þótt
enn sé einhver leið í land í fullu jafnrétti kynjanna. Sá
árangur og umræða um jafnrétti kynjanna skilar sér líka
með beinum hætti, líkt og endurspeglast í ákvörðun
Heiðrúnar Mjallar Bachman, 21 árs au pair stúlku í
Níkaragva, að kæra til lögreglu kynferðisárás sem hún
nýverið varð fyrir þar í landi.
Hún hefur lýst því hvernig umræða um að fórnarlömb
kynferðisofbeldis varpi frá sér skömminni af glæpnum
yfir á gerandann hafi orðið kveikjan að því að hún hafi
ákveðið að láta glæpinn ekki yfir sig ganga.
„Ég ætla ekki að segja fyrst eftir tíu ár að mér hafi verið
nauðgað af manni og ekkert hafi verið gert í því. Ég ætla
að segja það núna. Ég er stolt af því að vera íslensk kona
og ég kalla svo sannarlega ekki allt ömmu mína. Ég ætla
að nota þennan styrk núna,“ sagði Heiðrún í viðtali við
Fréttablaðið í gær.
Ytra mæta henni hins vegar töluverðir örðugleikar í
málarekstrinum. Meintur árásarmaður, sem er þjóð-
þekktur fegurðarkóngur þar í landi, hefur ekki einu
sinni verið kallaður í yfirheyrslu. Á sama tíma dregur
lögreglan lappirnar við rannsóknina og hún þarf að
svara niðurlægjandi spurningum um pilssídd og hvort
hún hafi gefið árásarmanni sínum undir fótinn.
Nálgunin er forneskjuleg, en það var hún líka hér á
landi fyrir ekki svo löngu. Breytingar sem hér hafa orðið
eru hins vegar til marks um að hægt er að þoka hlutum
til betri vegar. Á þann hátt er fordæmi Íslands mikilvægt,
burtséð frá fordæmingu fordómapúka.
Samfylkingarfleyið
Árni Páll Árnason hefur ákveðið
að kýla á það og taka slaginn
um formannsembættið enn á
ný. Það er á brattann að sækja
fyrir Árna en flokkurinn mælist
afar illa um þessar mundir auk
þess sem traustmælingar sýna
að almenningur ber næstminnst
traust til hans af formönnum
stjórnmálaflokkanna. Þá sýna
kannanir að Oddný Harðar-
dóttir og Helgi Hjörvar mælast
með meira fylgi en Árni en þá
ber að hafa þann fyrirvara að
engin könnun hefur verið gerð
á meðal flokksmanna, þar gæti
Árni átt inni fylgi. Þó hlýtur
það að teljast Árna til hróss að
hann, eins og sannur skipstjóri,
er tilbúinn að fylgja fleyinu á
botninn.
Siðferðismat í Suðurhöfum
Undir bjölluglym forseta
og framíköllum á Alþingi í
gær krafðist stjórnarandstaðan
að Bjarni Benediktsson segði af
sér sem fjármálaráðherra vegna
tengsla við aflandsfélag. Áhrifa-
fólk innan Samfylkingar og
Framsóknarflokks hefur sagt af
sér auk borgarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins vegna sambærilegra
mála. En af einhverjum ástæðum
sitja ráðherrar Sjálfstæðisflokks-
ins sem fastast. Sjálfstæðismenn
fá greinilega skattaafslátt þegar
kemur að siðferðismati en
hugsanlega er það bara vel
geymt í skattaskjóli.
stefanrafn@frettabladid.is
2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r16 S k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
SKOÐUN
2
9
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
8
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
4
1
-5
6
8
8
1
9
4
1
-5
5
4
C
1
9
4
1
-5
4
1
0
1
9
4
1
-5
2
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
7
2
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K