Fréttablaðið - 29.04.2016, Side 22

Fréttablaðið - 29.04.2016, Side 22
„Hvað hefurðu nú gert Grace?“ hugsaði hin 25 ára gamla Grace Achieng þegar hún ók í fyrsta sinn í gegnum hrjóstr- ugt hraunið frá Keflavíkurflug- velli til Reykjavíkur. Aðeins stuttu áður hafði hún starfað á hóteli í Kenía þar sem hún kynnt- ist íslenskum víkingi eins og hún kallar hann. Þau heilluðust hvort af öðru og Grace hugsaði sig ekki tvisvar um þegar hún gifti sig með skömmum fyrirvara, án vit- undar fjölskyldu sinnar. Hún yf- irgaf heimalandið tveimur mán- uðum síðar og hélt út í óvissuna. „Þetta var mikil breyting og dálít- ið áfall,“ segir Grace sem dvaldi í tvo daga í Reykjavík áður en stefnan var sett á Sauðárkrók þar sem hún átti heima næstu mánuði og starfaði við fiskvinnslu. En ástin er fallvölt og fjaraði út eins og verða vill. „Mér var ágætlega tekið í bænum. Ég átti yndis legan yfirmann sem kom því til leiðar að ég eignaðist nokkra vini. Samt leið mér eins og ég væri föst ofan í holu umkringdri háum fjöllum og kæmist ekki burt. Það var líklega aðeins of mikið sjokk að koma úr 800 þúsund manna bæ í Kenía til smábæjar með nokkuð þúsund íbúa,“ segir Grace og brosir sínu geislandi brosi. Vaknaði til lífsins í ReykjaVík Hún flutti því til Reykjavíkur og þar segist hún hafa vaknað til lífsins á ný. „Mér datt aldr- ei í hug að snúa aftur til Kenía. Þar beið mín ekkert enda erf- itt að fá þar vinnu,“ segir Grace en öll hennar fjölskylda býr enn í Kenía, foreldrar hennar og systkinin sex. Grace segir Keníabúa glað- lynda þjóð. „Fólk er mjög opið og vinalegt og ekki óalgengt að maður bryddi upp á samræðum við bláókunnugt fólk úti á götu. Þegar ég reyndi það hér á Íslandi var horft á mig eins og ég væri pínu skrítin,“ segir hún og hlær. Í Reykjavík vann Grace sem þjónn á veitingahúsi og kunni afar vel við það. „Það var mjög líflegt starf, ég hitti margt skemmtilegt fólk og alltaf var eitthvað nýtt að gerast,“ segir Grace sem lærði markaðsfræði í Kenía. Hún lærði fljótlega að skilja íslenskuna vel en langaði til að læra að tala hana betur. „Ég ákvað því að sækja um vinnu í leikskóla þar sem ég neyddist til að tala tungumálið,“ segir hún á nánast fullkominni íslensku. „Ég finn að mér gengur mun betur að tala íslenskuna í dag en ég þarf að æfa mig enn þá betur.“ HjaRtað á íslandi Grace á fjögurra ára dóttur með íslenskum manni. „Móðurhlut- verkið er yndislegt en dóttir mín er svo hlýðin og góð að hún gerir mér lífið mjög auðvelt,“ segir Grace sem er einhleyp í dag og kann vel við það. „Núna tek ég hlutunum rólega og einbeiti mér að sjálfri mér og dóttur minni.“ Grace segist tala við Tönju dóttur sína á svahili og ensku sem er opinbert tungumál í Kenía. „Hún svarar mér samt alltaf á ís- lensku,“ segir hún glettin. Í sumar ætlar hún að kynna dóttur sína fyrir Kenía þegar hún fer þang- að í frí. „Mig langar til að hún sjái ættland mitt og hitti fjöl- skyldu mína. Hún skilur ekkert þegar ég er að tala um Kenía og foreldra mína, finnst bara skrít- ið að ég skuli eiga mömmu,“ segir hún og hlær. Grace segir að þó að Kenía verði ávallt heimaland hennar hafi Ísland unnið hug hennar og hjarta. „Hér er heimili mitt. Hér fullorðn- aðist ég og fann sjálfa mig. Ég þró- aðist úr vitlausu stelpunni sem stökk út í óvissuna í þá manneskju sem ég er í dag. Íslenskt þjóðfélag hefur einnig opnað augu mín fyrir öðrum hugsunarhætti. Hér er fólk kannski ekki mjög opið en það er heiðarlegt í því sem það segir og gerir, og fáir sem sýna falska vin- áttu,“ segir Grace sem á í mjög góðu sambandi við fjölskyldu dóttur sinnar. „Ég held enn með þeim jólin, allir koma saman til að halda upp á afmælið hennar og þegar ég er í vanda get ég leitað til þeirra.“ Ómetanleg lífsReynsla Grace hafði aldrei leitt hugann að leiklist þegar vinkona hennar fékk hana með sér í prufur fyrir hlutverk Joy í þáttunum Ófærð. „Ég ákvað að slá til og fór í prufu hjá Selmu Björnsdóttur. Þar las ég upp úr handriti og hreppti hlutverkið, bara sisvona,“ segir Grace glaðlega. Þremur mánuð- um síðar hófust tökur á Siglufirði sem stóðu í um sex mánuði. „Þetta var frábær upplifun og reynsla. Ég lærði mjög mikið af samleik- urum mínum og ótrúlegt að sjá þá setja sig í karakter. Ég lærði líka af öllum fimm leikstjórum þátt- anna sem gáfu mér góð ráð en svo lærði ég líka mikið af sjálfri mér. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni en þegar kveikt var á myndavél- inni lifnaði persóna Joy innra með mér sem var mjög áhugaverð upp- lifun, nánast eins og sálfræðimeð- ferð.“ Grace kynntist fjölmörgum við tökurnar, bæði leikurum og starfsfólkinu á tökustað. „Ég held bestu sambandi við Ilmi enda lékum við mikið saman.“ Innt eftir eftirminnilegasta atriðinu í þáttunum nefnir Grace atriðið þegar Joy hleypur út úr hjólhýs- inu og út í hríðarbyl. „Það þurfti að taka þessa senu mörgum sinn- um, það var mjög erfitt og kalt en samt mjög skemmtilegt.“ dReymiR um leiklist og tísku Grace hreifst mikið af leiklist- inni eftir hlutverk sitt sem Joy og hefur mikinn áhuga á því feta sig lengra á þeirri braut. „Ég reyni að gera mig sýnilegri á Twitter og Instagram, og fer í prufur þegar þær bjóðast. Það væri gaman að geta lært leiklist í framtíðinni en annars tek ég hlutunum með ró eins og er.“ Önnur ástríða Grace er tíska. „Ég elska tísku og lít á sjálfa mig sem stílista og hef unnið aðeins sem slíkur. Í Kenía gerði ég mikið af því að stílisera menningar- og tískusýningar í skólanum og fimmtán ára gömul var ég farin út í rekstur þar sem ég keypti og seldi föt,“ lýsir Grace. Hér á Ís- landi hefur hún viðhaldið áhuga- num og hefur meðal annars hann- að tískulínu undir leiðsögn JÖR sem hún hefur þó aldrei getað fullunnið. „Ég myndi mjög gjarnan vilja fara í skóla til að læra um tísku og hönnun. Ég elska að umbreyta fólki með tísku og lít á það sem nokkurs konar listform,“ segir hún með blik í augum enda lítur hún björtum augum til framtíðar. solveig@365.is Grace starfar á leikskóla í dag en dreymir um frekari frama á sviði leiklistar og tísku. Mynd/Ernir Þetta var frábær upplifun og reynsla. Ég lærði mjög mikið af samleikurum mínum og ótrúlegt að sjá þá setja sig í karakter. Ég lærði líka af öllum fimm leikstjórum þáttanna. Grace Achieng myndaalbúmið Grace með Tönju, dóttur sinni. Grace í hlutverki Joy. Grace segist hafa lært mikið af samleikurum sínum. Hér er hún með Guðjóni Pedersen. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér i i Veitingastaðir, kaffi hús ísbúðir & booztbarir velja Vitamix blandara 2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 4 1 -5 1 9 8 1 9 4 1 -5 0 5 C 1 9 4 1 -4 F 2 0 1 9 4 1 -4 D E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.