Fréttablaðið - 29.04.2016, Qupperneq 26
„Dagurinn í dag er tileinkaður
parkour-menningunni og í dag eiga
allir sem stunda parkour í heimin-
um að hoppa. Eftir daginn verða
send vídeó frá öllum viðburðunum
í heiminum og búið til eitt stórt al-
þjóða myndband. Vonandi verður
þetta að árlegum viðburði fram-
vegis,“ segir Magni Grétarsson,
en hann stendur fyrir parkour-
viðburði í Nauthólsvík í dag klukk-
an 15. Hann segir hóp þeirra sem
stunda parkour hér á landi fara sí-
fellt stækkandi þó íþróttin sé til-
tölulega ungt fyrirbrigði á Íslandi.
„Það eru alltaf að koma fleiri
og yngri krakkar inn. Þetta verð-
ur orðinn stór hópur eftir nokkur
ár. Ég hef stundað þetta sjálfur í
sex ár og æfi og þjálfa fimleika
og parkour hjá Fylki. Við byrjuð-
um bara á þessu úti á trampólíni
hjá vini mínum eftir að hafa séð
parkour-myndbönd á YouTube.
Okkur fannst þetta spennandi og
fórum að hoppa yfir grindverk og
fleira og æfa okkur,“ segir Magni
en parkour gengur út á að komast
stystu leið frá A til B og yfirstíga
hindranir í veginum með hlaupum,
hoppum og heljarstökkum, veltingi
og fleiri trixum.
„Það má nota það sem er í boði.
Það skemmir ekki að vera í líkam-
lega góðu formi en þegar upp er
staðið er þetta bara æfing, eins
og í öllu öðru. Parkour snýst alls
ekki eins og margir virðast halda
um að við séum bara hoppandi úti
um allt eins og fífl, alltaf við það
að drepa okkur. Við höfum stjórn á
öllu sem við gerum og hver og einn
þróar sinn stíl. Sumir eru meira að
klifra og hoppa niður af háum hlut-
um meðan aðrir kjósa flata gras-
bletti fyrir sín trix. Parkour snýst
um aga og að vera meðvitaður um
getu sína og takmörk. Ekki reyna
einhverja vitleysu sem maður er
ekki viss um að maður ráði við og
við gerum það ekki.“
Hvar og hvernig stundar þú
parkour?
„Það er vel hægt að fara einn
að hoppa en það er gaman að vera
í félagsskap og hoppa saman. Við
tökum oft heilan dag í þetta. Löbb-
um um bæinn og hoppum, í marga
klukkutíma þess vegna,“ segir
Magni.
Dagskráin í Nauthólsvík hefst
klukkan 15.
Hoppa ekki um
allt eins og fífl
Magni Grétarsson stendur fyrir parkour-viðburði í Nauthólsvík í dag
en forsprakki parkour-íþróttarinnar, Frakkinn David Belle, á afmæli í
dag. Uppákoman er hluti af alþjóðlegum viðburði.
„Það skemmir ekki að vera í líkamlega góðu formi,“ segir Magni en hann hefur stundað parkour í sex ár.
Magni Grétarsson, fimleika- og parkour-þjálfari hjá Fylki, stendur fyrir parkour-viðburði í Nauthólsvík í dag. MyNd/erNir
Parkour snýst um
aga og að vera
meðvitaður um getu sína
og takmörk. Ekki reyna
einhverja vitleysu sem
maður er ekki viss um að
maður ráði við og við
gerum það ekki.
Magni Grétarsson
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA
Arctic star sæbjúgnahylki
innihalda yfir fimmtíu tegundir af
næringarefnum, og eru þekkt fyrir:
• Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið
• Að auka blóðflæði
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla að
myndun húðpróteins og insúlins
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er
Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar
fást á www.arcticstar.is
Arctic Star sæbjúgnahylki
Varan fæst í flestum apótekum,
heilsubúðum og hagkaupum.
VIÐ FLYTJUM ÞÉR
Fréttir Stöðvar 2, í opinni dagskrá alla daga vikunnar, alla daga ársins, kl. 18.30. FRÉTTASTOFA
FRÉTTIRNAR
ALLA DAGA VIKUNNAR Í OPINNI DAGSKRÁ KL. 18.30
2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l
2
9
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
4
1
-7
9
1
8
1
9
4
1
-7
7
D
C
1
9
4
1
-7
6
A
0
1
9
4
1
-7
5
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K