Fréttablaðið - 29.04.2016, Page 28
Lífsstílsfrömuðurinn Sólveig Sig
urðardóttir glímdi lengi við of
fitu en hefur á tæpum fjórum
árum lést um 50 kíló. Fyrir þrem
ur árum ákvað The European Ass
ociatoion for the Study of Obesity
(easo.org), sem eru samtök skip
uð læknum og fagfólki, að bjóða
fulltrúum sjúklinga inn í samtök
in en þau hafa verið starfandi um
langt skeið. „Ég held að menn hafi
allt í einu vaknað upp við það að
það vantaði innlegg og rödd sjúk
linganna sjálfra,“ segir Sólveig
sem var fengin til að vera fulltrúi
Íslands eftir að hafa náð góðum
árangri hjá heilsuræktarstöðinni
Heilsuborg. Þátttökulöndin eru
23 og eru flest með tvo fulltrúa.
Enn sem komið er er Sólveig eini
fulltrúi Íslands. Samtökin halda
árlega ráðstefnu og er hún að fara
á sína þriðju í Gautaborg í sumar,
en yfirskrift hennar er virðing.
Sjúklingasamtök leggja að sögn
Sólveigar mikla áherslu á aukna
virðingu fyrir þeim sem glíma
við offitu. „Vanvirðingin birt
ist á ýmsan veg og eru til dæmis
margir sem veigra sér við að fara
til læknis af ótta við fordóma og
slæmt aðgengi af ýmsu tagi.“
Eigum langt í land
Sólveig segir samstarfslönd
in flest komin langt fram úr Ís
lendingum. „Portúgalar eru þar
fremstir í flokki en þar er offita
skilgreind sem sjúkdómur og er
Kalla Eftir auKinni virðingu
Sólveig Sigurðardóttir vinnur að stofnun íslenskra sjúklingasamtaka fyrir fólk sem glímir við offitu en þau er að finna í
flestum Evrópulöndum. Hún er meðlimur í EASO-samtökunum sem standa fyrir ýmiss konar rannsóknum á offitu.
Sólveig segir Portúgala fremsta í flokki Evrópulanda þegar kemur að meðferð við
offitu. Íslendingar eiga að hennar mati langt í land. MYND/VILHELM
annast um sjúklingana á heild
rænan hátt eins og aðra sjúklinga
hópa. Ef fólk fer í offituaðgerðir
fylgir því fimm ára prógramm
og innifalið í því er að laga skinn
og vöðva ef þarf. Hér er því öfugt
farið og ábyrgðin mun meira á
herðum sjúklinga. Sólveig segir
það í raun hreinan óhugnað.
Bíður Eftir fyrsta slysinu
„Ég fór sjálf í stóra svuntuaðgerð
eftir að ég léttist auk þess sem ég
þurfti að láta laga kviðslit sem var
eins og melóna að stærð. Hefði ég
aðeins verið með kviðslit hefði ég
fengið spítalavist og legið inni í
þrjá daga. Þar sem ég þurfti líka
á lýtaaðgerð að halda þurfti ég að
láta gera þetta allt á einkastofu úti
í bæ enda má ekki framkvæma
lýtaaðgerðir á spítalanum. Ég
fór því í aðgerð að morgni og var
send heim að kvöldi með dren í tíu
daga. Að mínu mati er þetta stór
hættulegt og ber vott um mikla
vanvirðingu í garð fólks með of
fitu. Í raun bíð ég bara eftir fyrsta
slysinu.“
Sólveig segir andleg áhrif of
fitu ekki síðri en þau líkamlegu.
„Hver öryrki er samfélaginu dýr
og því ætti það að vera kapps
mál að koma sem flestum aftur
til lífsins, eins og ég orða það, en
fyrir mitt leyti öðlaðist ég alger
lega nýtt líf við að léttast.“ Sólveig
lítur á offitu sem átröskunarsjúk
dóm. „Eitt af því sem ég myndi
Góð dressing setur punktinn yfir
i-ið þegar kemur að góðu salati. Það
vefst fyrir sumum að búa til dress-
inguna fyrir hverja máltíð og því er
um að gera að búa til dressingu til
að eiga í ísskápnum. Góð leið er að
taka glæra plastflösku með stút og
teikna utan á hana uppskriftina. Þá
má teikna línur sem gefa til kynna
magn hvers innihaldsefnis. Neðsta
línan segði þá til dæmis til um magn
ólífuolíu, síðan yrði fyllt að næstu
línu með balsamediki, vínediki upp
að þeirri þriðju og svo sojasósu upp
í topp. Síðan er lokið sett á, hrist
hressilega og dressingin er klár.
drEssing í plastflösKu
Lagerhreinsun
Byrjar í dag, föstudaginn 29.apríl
Ekki missa af þessu!
Laugavegi 25
Reykjavík
Glerártorgi
Akureyri
Vorhreingerning í Ullarkistunni.
Stórlækkað verð á völdum vörum.
vilja að sjúklingasamtök berð
ust fyrir væri að fá göngudeild
á Landspítalann. Við erum með
slíka deild fyrir þá sem svelta sig
en ekki fyrir offitusjúklinga. Þeir
leita bara til lækna á eigin vegum.
Reykjalundur er svo aðeins fyrir
þá sem ætla í magaminnkun og
þar er löng bið. Það vantar eitt
hvað þarna á milli.
Sólveig vonast til að geta hrund
ið af stað íslenskum sjúklinga
samtökum sem allra fyrst en
slík samtök eru starfandi í flest
um Evrópulöndum. „Þetta er stór
hagsmunahópur hér á landi og það
er margt sem má bæta.“
fyrirmynd
Sólveig er í dag fyrirmynd margra
og heldur meðal annars námskeið
í Heilsuborg og setur inn holl
ar uppskriftir á Facebooksíð
una Lífsstíll Sólveigar. „Ég fór
mjög hægt í sakirnar og aðhyll
ist hvorki boð né bönn. Ég kynnti
mér hvaða matur gerði mér gott
en væri bragðgóður um leið. Þegar
ég fór að taka inn meira af honum
gufaði hitt upp.“ Sólveig hreyfði
sig upphaflega þrisvar sinnum
í viku en sleppir varla úr degi í
dag. „Ég líki þessu stundum við
það þegar Forrest Gump losnaði
við spelkurnar og fór að hlaupa.
Þegar maður getur loksins farið
að hreyfa sig eftir áralanga kyrr
setu þá fylgir því svo mikil gleði
að það er erfitt að hætta.“
2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r8 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ l í F S S T í l l
2
9
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
4
1
-8
C
D
8
1
9
4
1
-8
B
9
C
1
9
4
1
-8
A
6
0
1
9
4
1
-8
9
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K