Fréttablaðið - 29.04.2016, Qupperneq 32
Jónas Hallgrímsson
ferðaðist um Ísland sum-
arið 1841 og kom þá meðal
annars á Snæfellsnesið.
Hann segir í dagbók sinni
að sagnir um Bárð lifi enn
meðal fólks á nesinu í
breyttu og ýktu formi og
þær séu yfirleitt tengdar
örnefnum kenndum við
hann, svo sem Bárðarlaug
og Bárðarkistu, þar sem
Bárður á að hafa geymt
fjársjóði sína.
Langisandur er mikil
útivistarperla og hér
hafa nokkrir harðgerðir
íbúar komið upp sjó-
sundfélagi og fer með-
limum fjölgandi. Langis-
andur, sem er
Bláfánavottuð baðströnd
með skeljasands fjöru, er
á sólardögum oft þétt-
setinn fólki.
Regína Ásvaldsdóttir
Það eru fjölmargir þættir sem
gera það að verkum að Akranes
er frábær staður til að búa á segir
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri
Akraness. „Hér er gott skóla- og
heilbrigðiskerfi í bland við öflugt
atvinnulíf og nálægð við náttúr-
una, strönd, skóg og fjall. Einn-
ig búum við yfir ríku tónlistarlífi
þar sem einstaklega góður og vel
útbúinn tónlistarskóli hefur haft
sitt að segja. Ekki skemmir held-
ur fjölbreytt íþróttalíf.“
Akranes er því afar fjölskyldu-
vænn bær að hennar sögn enda
sýnir viðhorfskönnun Capacent,
sem gerð er í 20 stærstu sveitarfé-
lögum landsins, að mikil ánægja
er með skóla- og leikskóla meðal
íbúa og lendir bærinn yfir leitt
í 1.-3. sæti þar. „Við erum einn-
ig með sterka félags- og heil-
brigðisþjónustu og hér er mikil
hefð fyrir því að ólíkar fagstéttir
vinni saman að lausn mála. ÍA er
mjög sterkt íþróttafélag með um
18 íþróttagreinar innanborðs. Þar
er unnið öflugt starf í þágu barna
og unglinga og fjöldinn allur af
sjálfboðaliðum tekur þátt í fram-
kvæmd móta.“
Tækifæri framundan
Atvinnulífið í bænum byggir á
traustum grunni að sögn Regínu.
„Stærstu atvinnurekendurnir hér,
fyrir utan bæjarfélagið sjálft, og
sjúkrahúsið eru HB Grandi, Skag-
inn og Þorgeir og Ellert, en við
erum líka með mjög fjölmenna
vinnustaði á Grundartanga þar
sem hundruð Skagamanna vinna.
Hér eru einnig fjölmörg smærri
þjónustufyrirtæki, sem hafa sér-
hæft sig á ólíkum sviðum, og fjöl-
breyttar verslanir.“
Hún sér enn frekari tækifæri
fram undan. „Ég sé tækifæri í
sjávar útvegi og þeim þróunar-
verkefnum sem tengjast honum,
þar hefur Skaginn tekið forystu
á landsvísu. Auk þess má nefna
aukna möguleika á Grundar-
tanga en atvinnuuppbygging þar
hefur mikil áhrif á Akranes. Hvað
varðar ferðaþjónustu þá tel ég að
við, eins og flestir bæir á Íslandi,
höfum tækifæri en það gildir
að finna sérstöðuna og gera út á
hana. Fjölgun ferðamanna hjálp-
ar okkur til að halda úti góðum
veitingahúsum og verslunum. Við
horfum ekki síður til mikilvæg-
is þess að bjóða íbúa höfuðborg-
arsvæðisins velkomna til okkar,
hvort sem það er til að spila golf,
skoða útsýnið úr Akranesvita eða
sækja menningar viðburði.“
Spennandi framkvæmdir
Hún segir bæinn búa yfir fjöl-
breyttu húsnæði og mikil hreyf-
ing hafið verið á húsnæðismark-
aðinum undanfarin ár. „Hér er
gott úrval af byggingarlóðum og
við erum að skipuleggja nýjan og
spennandi reit, svokallaðan Sem-
entsreit, í samstarfi við ASK arki-
tekta. Stefnt er að því að ljúka öllu
skipulagsferlinu fyrir lok árs 2016
en það tekur aðallega til athafna-
svæðis Sementsverksmiðjunnar.
Við teljum að þetta verkefni muni
hafa mikil áhrif á ásýnd bæjarins
þegar því verður lokið.“
Akranes býr yfir mörgum nátt-
úruperlum og útivistarsvæðum.
„Langisandur er mikil útivistar-
perla og hér hafa nokkrir harðgerð-
ir íbúar komið upp sjósundfélagi og
fer meðlimum fjölgandi. Langisand-
ur, sem er Bláfánavottuð baðströnd
með skeljasands fjöru, er á sólardög-
um oft þéttsetinn fólki. Ætlunin er
að setja heita laug þar en búið er að
setja þar upp útisturtu með heitu
vatni sem við erum einmitt nýbúin
að setja í gang fyrir sumarið. Akra-
fjallið er að vísu í næsta sveitarfé-
lagi, Hvalfjarðarsveit, en það er af-
skaplega vinsælt hjá Skagamönn-
um og skemmtilegt uppgöngu. Svo
eigum við perlu í Garðalundi sem er
skógræktarsvæði á Akranesi. Þar
má finna fína aðstöðu fyrir fjöl-
skyldur, þar sem m.a. er hægt að
grilla, fara í strandblak, frisbígolf,
fótbolta og fleira. Að lokum má auð-
vitað ekki gleyma vitunum tveimur
sem eru á Breiðinni svokölluðu en
þar er hægt að njóta listviðburða og
útsýnis frá Reykjanesskaga til Snæ-
fellsness.“
Nánari upplýsingar um Akranes má
finna á www.akranes.is.
Fjölskylduvænn bær með framtíð
Það er gott að búa á Akranesi en bærinn býr yfir góðu skóla- og heilbrigðiskerfi í bland við öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Nýr og spennandi
Sementsreitur mun bjóða upp á fjölmörg tækifæri fyrir bæjarfélagið. Akranes býr auk þess yfir fjölda náttúruperlna og útivistasvæða.
Börn í leik á Langasandi sem er vinsælt útivistarsvæði. MYND/AKRANESKAUPSTAÐUR
Þrívíddarmynd Ask arkitekta af Sementssvæðinu. MYND/ASK ARKITEKTAR
Á Arnarstapa stendur heljarmik-
ill hlaðinn steinkarl eftir Ragnar
Kjartansson. Karlinn er minnis-
merki um Bárð Snæfellsás.
Bárður er söguhetjan í fornsög-
unni Bárðar saga Snæfellsáss sem
talið er að hafi verið skrifuð á síð-
ari hluta 14. aldar.
Bárður er í sögunni sagður
sonur Dumbs konungs og Mjall-
ar Snæsdóttur. Dumbur konungur
var kominn af risakyni í föðurætt,
en tröllum í móðurætt. Í arf hafði
Dumbur fengið einkenni beggja.
Hann var sterkur og vænn með
þægilega skapsmuni. Hann gat því
haft samskipti við mennska menn.
Þetta hafði hann frá risunum í föð-
urætt. Úr móðurætt eða frá tröll-
unum hafði hann það að vera
sterkur og stórvirkur, umskipta-
samur og illskiptinn, ef honum lík-
aði ekki eitthvað. Bárður Dumbs-
son erfði alla þessa eigin leika frá
föður sínum en einnig þá mann-
legu frá móður sinni. Frá henni
erfði hann einnig útlitið, en hann
þótti með fegurri mönnum.
Sagan segir frá því að Helgu
dóttur Bárðar rekur frá landi á ís-
jaka en í því eiga bróðursynir hans
þátt. Því berst Bárður við bróður
sinn og er eftir það bæði þögull
og erfiður í umgengni. Hann gaf
jarðir sínar og flutti í stóran helli
í jöklinum og hverfur þar. Þannig
fær hann nafnið Snæfellsás.
Sumir eiga að hafa álitið Bárð
hollvætt í jöklinum og ákallað
hann sér til bjargar. Talið er að
hann hafi orðið mörgum á Snæ-
fellsnesi bjargvættur, ekki aðeins
á landi heldur bjargaði hann einn-
ig mönnum úr sjávarháska.
Jónas Hallgrímsson ferðaðist
um Ísland sumarið 1841 og kom
þá meðal annars á Snæfellsnesið.
Hann segir í dagbók sinni að sagn-
ir um Bárð lifi enn meðal fólks á
nesinu í breyttu og ýktu formi og
þær séu yfirleitt tengdar örnefn-
um kenndum við hann, svo sem
Bárðarlaug og Bárðarkistu, þar
sem Bárður á að hafa geymt fjár-
sjóði sína.
Mikið er til af sögum um fjár-
sjóði Bárðar, bæði í Bárðarkistu
og í helli hans. Það er sagt um
Bárðarkistu að þangað hafi Bárð-
ur borið fé og sagt að enginn gæti
opnað kistuna og notið auðæfanna
nema þeir sem fæddir eru af sjö-
tugri meykerlingu.
Heimild: Wikipedia
Bárður Snæfellsás hvarf inn í Snæfellsjökul
KoMDU vESTUR Kynningarblað
29. apríl 20164
2
9
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
4
1
-7
4
2
8
1
9
4
1
-7
2
E
C
1
9
4
1
-7
1
B
0
1
9
4
1
-7
0
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K