Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Raforka á Ís-landi erframleidd úr endurnýjan- legum orkugjöf- um. Því mætti ætla að þeir sem kaupa raforku á Íslandi noti end- urnýjanlega orkugjafa. Það er þó alls ekki raunin því að ork- an er eitt og eiginleikar ork- unnar annað. Framleiðendur orku á Íslandi geta bæði selt orkuna og eiginleika orkunn- ar. Sá sem kaupir eiginleika orkunnar getur þá sagt að hann sé náttúruvænn og noti endurnýjanlega orkugjafa. Sá sem kaupir orkuna, sem sann- anlega er framleidd úr endur- nýjanlegum orkugjafa, fær að- eins eiginleika endurnýjanlegra orkugjafa að hluta til, en eiginleikar kjarn- orku og jarðefnaeldsneytis fylgja. Þetta hljómar eins og hver önnur firra og heilaspuni en er þó lýsing á kerfi sem hér hefur verið við lýði frá árinu 2008 þegar innleidd voru lög um upprunaábyrgð á raforku í kjölfar tilskipunar Evrópu- sambandsins, sem gerðu að verkum að Ísland varð hluti af innri markaði Evrópu hvað varðar eiginleika og uppruna orku. Þótt orka á Íslandi sé í lok- uðu kerfi öndvert við Evrópu þar sem uppruninn getur verið óljós og raforka notuð í einu landi getur hæglega verið framleidd í öðru er komin upp sú undarlega staða að í fyrra var ekki einu sinni helm- ingur þeirrar orku sem seld var hér á landi endurnýj- anlegur í skilningi laganna. 23% voru kjarnorka og 32% olía og gas. Þetta gerir að verkum að umhverfisskussar úti í heimi geta fengið aflátsbréf frá Ís- landi, en garðyrkjubændur á Íslandi framleiða ekki bara kjarnafæði heldur kjarn- orkufæði og geta fyrir vikið ekki haldið því fram að þeir noti hreina orku. Vilji þeir komast út úr þessum sýndar- veruleika verða þeir að gjöra svo vel að draga fram veskið. Þeim hefur verið boðið að kaupa kjarnorkuna og jarð- efnaeldsneytið út af reikn- ingum sínum fyrir 5,1 eyri á kílóvattstundina. Eins og stað- an er núna hafa þeir nefnilega bara keypt orkuna, en ekki eiginleika hennar. Þessi skrípaleikur var á sín- um tíma samþykktur af öllum þeim þingmönnum sem við- staddir voru atkvæðagreiðsl- una. Þeim hefur sennilega ekki verið ljóst að með þessum gjörningi fengi Ísland eig- inleika kjarnorkuveldis, þótt ekki yrði landið kjarn- orkuveldi. Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, segir í Morgunblaðinu í dag að ástæða geti verið til að endurskoða þetta mál. Það hefði betur verið frumskoðað. Á skiptimarkaði með uppruna orku verður kjarnafæði kjarn- orkufæði} Eiginleikar orku til sölu Chris Christie,ríkisstjóri New Jersey-ríkis, tilkynnti í gær að hann hygðist sækj- ast eftir útnefn- ingu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í for- setakosningunum á næsta ári. Christie, sem þekktur er fyrir að vera hálfgerður striga- kjaftur og harður í horn að taka, er fjórtándi frambjóðand- inn sem gefur kost á sér í for- kosningar repúblikana. Christie þykir svo sem ekki líklegur til afreka að þessu sinni, þar sem hann flæktist ár- ið 2013 í hneykslismál þar sem aðstoðarmenn hans voru grun- aðir um að hafa látið loka brú í New Jersey til þess að koma höggi á pólitískan andstæðing. Þá hefur Christie höfðað mikið til þverpólitískra gilda á ferli sínum, sem þykir lítt fallið til vinsælda þessa dagana. Það segir þó sitt um stöðuna repúblikanamegin að Christie ákveður engu að síður að henda hatti sínum í hringinn, þar sem enginn af fram- bjóðendunum virð- ist hafa afgerandi stöðu. Miðað við kannanir er það Jeb Bush, bróðir og sonur tveggja fyrr- verandi forseta, sem stendur einna sterkast að vígi, en fjöl- skyldunafnið gæti hvoru tveggja hjálpað til eða hindrað leið hans að Hvíta húsinu. Þá þykir líklegt að Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin, taki einnig slaginn, en hann á enn eftir að lýsa formlega yfir framboði sínu. Enn er þó nægur tími til stefnu fyrir hina verðandi frambjóðendur til þess að kynna stefnu sína, því að fyrstu forkosningarnar hefjast í febr- úar á næsta ári og standa fram í júní. Ætla verður að línur muni þá skýrast hratt. Að óbreyttu verður stóra spurn- ingin sú hver vonbiðlanna á helst möguleika á því að bera sigurorð af Hillary Clinton. Repúblikanar fjölmenna í forsetaframboð} Vonbiðlunum fjölgar Þ ví var fagnað víða um land í mán- uðinum að íslenskar konur fengu kosningarétt 19. júní 1915, þar á meðal á mbl.is þar sem lesa má einkar forvitnilega pistla 100 kvenna um kosningaréttinn. Það voru reyndar ekki allir jafn hrifnir af þeim fögnuði – eins og alltaf þegar fjallað er um það sem einhverjum finnst markvert kveinar annar yfir því að ekki sé líka fjallað um það sem honum þykir tímamót og svo var einnig að þessu sinni. Upp spruttu kverúl- antar sem fundu að því að ekki var því fagnað að kosningaréttur karla hefði verið aukinn við sama tækifæri, nú eða að ekki skuli því líka hafa verið fagnað 19. júní að Íslendingar hefðu fengið þjóðfána fyrir 100 árum, eins og rakið var ólundarlega í Fjarðarpóstinum fyrir stuttu. Ekki ætla ég að snúa þessum pistli upp í sögustund, svo skemmtilegt sem það annars gæti orðið, en þó rifja það upp að Íslendingar fengu kosningarétt fyrir 172 árum, nánar tiltekið 8. mars 1843. Til þess að mega kjósa þurftu menn þó að lúta ýmsum skilyrðum, eins og að vera orðnir 25 ára, hafa óflekkað mannorð og eiga nokkrar eignir. Já, og vera karlar. Á næstu árum og áratugum var þessum skilyrðum breytt, þau rýmkuð, og í „stjórnarskrá um hin sjer- staklegu málefni Íslands“ frá 1903 var það orðað svo, að auk eignamanna, embættismanna og lærdómsmanna mættu kjósa „allir karlmenn, sem ekki eru öðr- um háðir sem hjú“. Ofangreint má taka saman svo: Allir karlar máttu kjósa, að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum, en engin kona. Þó hún væri orðin 25 ára, eignakona, embættiskona eða lærdómskona (konum var nánast bannað að stunda nám og gegna embættum fram til 1911). Engin kona mátti kjósa – það eina sem kona gat gert til að fá að kjósa var að breytast í karl. Til þess að mega kjósa gátu karlar aftur á móti orðið 25 ára, stundað nám eða aflað sér eigna meðal annars. Víst var það erfitt á þeim tíma, en auðveldara þó en að skipta um kyn. (Það er svo rannsóknarefni út af fyrir sig af hverju karlar virðast ekki hafa barist fyrir því á sínum tíma að aflétt yrði ósanngjörnum skil- yrðum fyrir því að þeir fengju að kjósa – við skoðum það við betra tækifæri.) Sá sem eldri er en tvævetur hissar sig ekki á skrifum kverúlanta á við þau sem ég nefndi í upphafi. Það er ekkert nýtt að einhverjir telji afrek og árangur kvenna ekki jafn merkilegan og það sem tengja megi körlum. Sennilega er það ósjálfrátt, ég ætla þeim sem amast hafa við hátíðahöld- unum ekki svo illt innræti að þeir séu vísvitandi að gjálfra, heldur er þetta það sem samfélagið innrætir okkur. Kve- rúlantar segi ég, en vitanlega eru hér kvenréttindakverúl- antar á ferð, menn sem átta sig ekki á því að það sem þeir telja réttmætar og jafnvel ígrundaðar ályktanir eru í raun bergmál fordóma og heimsku. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Bergmál fordóma og heimsku STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Konum innan lögreglunnarhefur fjölgað hægt und-anfarin ár,“ segir KatrínSalima Dögg Ólafs- dóttir, jafnréttisfulltrúi lögregl- unnar, í kjölfar nýútkominnar sam- antektar um stöðu jafnréttismála lögreglunnar fyrir árið 2014. Þar kemur meðal annars fram að 83 konur starfa sem lög- reglumenn af 653 lögreglumönnum alls, sem gerir hlutfallið tæp 13%. Þannig hefur það haldist milli ára frá 2011. „Í febrúar 2015 hefur kon- um þó fjölgað eilítið og er hlutfall kvenna af lögreglumönnum nú 14,4%,“ segir Katrín en það er hæsta hlutfall kvenna hingað til og því beri að fagna. „Línan er að fær- ast ofar en hún mætti fara hraðar.“ Engin sem yfirlögregluþjónn Á síðasta ári var ein konan starfandi sem aðstoðaryfirlög- regluþjónn en 20 karlar. Nú þegar hafa hlutföllin breyst en í febrúar 2015 voru tvær konur sem gegndu stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns á móti 21 karli. Engin kona hefur þó enn gegnt stöðu yfirlögregluþjóns og segir Katrín að margar ástæður geti legið þar að baki. „Ein skýr- ingin geti verið skortur á starfs- reynslu en að einnig geti aðrar ástæður legið þar að baki, eins og hæfni einstaklingsins við val í stöðu, hvort sem um er að ræða karl eða konu.“ Af 33 aðalvarðstjórum voru tvær konur starfandi og af 127 varðstjórum voru sex konur. Hlut- fall kvenna var hæst á meðal lög- reglufulltrúa, eða 18,3%, en af 82 lögreglufulltrúum eru 15 konur. Af 118 rannsóknarlögreglumönnum voru 19 konur, eða 16,1%. Þegar hlutfall starfandi lög- reglumanna var kyngreint eftir embættum kom í ljós að hæst var hlutfall kvenna hjá embætti Snæ- fellsness, eða 29%, og hjá fjórum embættum var engin kona starf- andi. Málum er hins vegar öfugt far- ið hjá borgaralegum starfsmönnum innan lögreglunnar, þ.e. sérfræð- ingum, löglærðum fulltrúum og fleirum, þar sem konur eru í meiri- hluta. Kemur það heim og saman við þá staðreynd að konur eru í meirihluta í háskólanámi. Ásókn en brottfall Vandamálið liggur að stórum hluta í brottfalli kvenna úr lögregl- unni eftir að þær hafa farið í gegn- um lögregluskólann. „Brottfallið er meira hjá konum en körlum og mögulegt að eitthvað í vinnuum- hverfinu ýti undir það,“ segir hún en rannsókn sem gerð var á vinnu- menningu lögreglunnar árið 2013 sýndi fram á vísi þess. „Áhugaleysi kvenna á lögreglustarfinu virðist ekki vera um að kenna því konur voru meirihluti þeirra sem fengu inngöngu í lögregluskólann í fyrra,“ segir Katrín en markmiðið hljóti að vera það að gera lögregl- una að vinnustað þar sem öllum líði vel og vilji starfa til langs tíma. Embætti ríkislögreglustjóra skoðar það nú að vera með fræðslu í öllum lögregluembættum um m.a. góð samskipti og einelti á vinnustað. Senda á skýr skilaboð um að einelti og áreitni séu ekki liðin innan vinnustaðarins. „Við erum bjartsýn og reynum að jafna hlut karla og kvenna og að vinna að jafnvægi milli fjölskyldu og vinnu hjá báðum kynjum.“ Konum miðar hægt áfram í lögreglunni Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Fjölgar Lögreglukonum fjölgar lítið eitt innan lögreglunnar en hlutfall þeirra af lögreglumönnum er 14,4% 2015 miðað við 13% síðustu ár. Fagráð lögreglunnar var stofn- að í maí á síðasta ári til að starfsmönnum og stjórnendum lögreglunnar standi fleiri úr- ræði til boða ef upp koma mál er varða einelti, áreitni og önn- ur vandamál í starfi. „Þangað geta þolendur tilkynnt brot gegn sér og stjórnendur einnig leitað þangað ráða,“ segir Katr- ín. Í ráðinu starfa sérfræðingar á sínu sviði, þ.e. lögfræðingar, sálfræðingar og sérfræðingur í jafnréttismálum. Ráðið tekur til athugunar þau mál sem til- kynnt eru og beinir þeim í réttan farveg. „Við erum afar stolt af þessu úrræði og telj- um mikilvægt þegar málin koma upp að hægt sé að leita til óháðra aðila, þegar ekki reynist mögulegt að leysa málin innan- húss.“ Fagráð fyrir starfsmenn FLEIRI ÚRRÆÐI Katrín S. D. Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.