Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015
ÍSLENSKT TAL
ARNOLD
SCHWARZENEGGER
EMILIA
CLARKE
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus
POWERSÝNING
KL. 10:30
verið um nokkur önnur verk til við-
bótar.
Spurður hvað taki við hjá sér segir
Viðar að hann muni líklega hverfa til
annarra verkefna tengdra menningu
og listum á Rás 1 en öll nánari út-
færsla í þeim efnum sé enn ófrá-
gengin. Hann tekur þó skýrt fram að
hann sé ekki að kveðja leiklistina þó
að hann kveðji Útvarpsleikhúsið.
Vængjadyr opnast
„Þegar einar dyr lokast opnast
vængjadyr annars staðar,“ segir
Viðar og tekur fram að framtíðin sé
óskrifað blað. „Meðan ég stjórnaði
Útvarpsleikhúsinu komst ekkert
annað að, því ég er svo einbeittur
maður,“ segir Viðar og bendir á að
eina undantekningin í þeim efnum
hafi verið leikstjórn á Söng
hrafnanna eftir Árna Kristjánsson
að ósk Leikfélags Akureyrar, en
uppfærslan hlaut Grímuna sem Út-
varpsverk ársins 2014.
„Ég hef ekki getað sinnt leikstjórn
að ráði síðustu ár en langar nú að
taka þráðinn upp aftur.“ Spurður
hvort hann hyggist ekki stíga á svið
segist Viðar ekki vilja útiloka neitt.
„Hins vegar var mjög gaman að
hætta sem leikari í hlutverki Dra-
kúla greifa í Dublin árið 1997 þegar
þess var minnst að 100 ár væru liðin
frá útgáfu samnefndrar bókar eftir
Bram Stoker. En það er aldrei að
vita hvar mig ber niður í leik-
húsheiminum.“
Samkvæmt upplýsingum frá RÚV
verður starf Útvarpsleikhússtjóra
auglýst laust til umsóknar um næstu
helgi.
Ljósmynd/Ólöf Erla Einarsdóttir
Leikstjórinn Viðar Eggertsson
langar að sinna leikstjórninni betur.
» KEX hostel býður upp ádjass á þriðjudagskvöld-
um og í gærkvöldi var það
Camus-kvartett sem lék
fyrir gesti. Kvartettinn skipa
Sölvi Kolbeinsson á saxófón,
Rögnvaldur Borgþórsson á
gítar, Birgir Steinn Theo-
dórsson á bassa og Óskar
Kjartansson á trommur.
Kvartettinn lék eigið efni og
tónlist eftir nokkur af stór-
mennum djassins, meðal
annars Miles Davis, Wayne
Shorter og Will Vinson.
Kvartettinn Camus lék á djasskvöldi KEX hostels í gærkvöldi
Djassað Margir af þekktustu djasstónlistarmönnum landsins hafa komið fram á KEX hosteli við Skúlagötu á þriðjudagskvöldum og í gærkvöldi sá Camus-kvartettinn um að heilla gestina.
Morgunblaðið/Þórður