Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 27
það vera af meiri áhuga en getu, enn sem komið er: „Ég var nú reyndar töluvert í svifflugi í gamla daga, um tvítugsaldurinn. Þá flugum við inni á Melgerðismelum. Svo hætti ég alveg að fljúga en mig hefur alltaf langað til að taka aftur upp þráðinn. Kannski maður komi því í verk á efri árunum. Það tómstundagaman sem hefur hins vegar fylgt mér lengst er stang- veiðin. Ég er í ágætum veiðihópi sem fer a.m.k. einu sinni á sumri í skemmtilegar veiðiferðir. Auk þess veiði ég hér og þar með vinum og vandamönnum. Ef ég á að nefna uppáhaldsveiðiá er það líklega Laxá, hvort heldur sem er í Mývatnssveit- inni eða í sjálfum Laxárdalnum. Mínar bestu stundir hafa oftar en ekki snúist um stangveiði í góðra vina hópi. Við slíkar aðstæður nær maður oft best að slaka á, komast í snertingu við náttúruna og njóta samverunnar við góða veiðifélaga. Slíkar stundir geta orðið ógleym- anlegar og verða mikilvægar í minn- ingunni.“ Fjölskylda Eiginkona Arnars er Margrét Dóra Eðvarðsdóttir, f. 3.2. 1965, dag- móðir. Foreldrar hennar: Eðvarð Jónsson, f. 29.4. 1934, fyrrv. fram- kvæmdastjóri á Akureyri, og Gunn- þórunn Rútsdóttir, f. 11.8. 1940, d. 18.11. 1989, húsfreyja. Dóttir Arnars og Margrétar Dóru er Auður Berglind Arnarsdóttir, f. 30.7. 2008. Systkini Arnars eru Sigurður Guð- mundsson, f. 8.3. 1969, kaupmaður á Akureyri og í Reykjavík; Guðrún Björk Guðmundsdótttir, f. 12.10. 1972, þroskaþjálfi í Danmörku; Tinna Berglind Guðmundsdóttir, f. 29.3. 1974, verslunarmaður á Akureyri; Nanna Þorbjörg Guðmundsdóttir, f. 19.6. 1977, verslunarmaður á Ak- ureyri; Ragnhildur Rós Guðmunds- dóttir, f. 14.12. 1981, kennari í Reykjavík, og Anna Gunndís Guð- mundsdóttir, f. 23.2. 1983, nemi í kvikmyndaleikstjórn í Banda- ríkjunum. Foreldrar Arnars eru Guðmundur Karl Sigurðsson, f. 20.2. 1945, versl- unarmaður í Reykjavík, og Laufey Brynja Einarsdóttir, f. 22.12. 1947, fyrrv. skrifstofumaður í Reykjavík. Úr frændgarði Arnars Guðmundssonar Arnar Guðmundsson Laufey Sumarrós Jóhannesdóttir húsfr. á Steinsstöðum Brynjólfur Sveinsson hreppstj. á Steinsstöðum í Öxnadal Helga Brynjólfsdóttir fiskverkak. hjá ÚA Einar Eggertsson húsasmíðam. á Akureyri Laufey Einarsdóttir skrifstofum. á Ak. og í Rvík Guðrún Stefanía Sigurðardóttir húsfr. á Akureyri Eggert Guðmundsson trésmíðam. á Akureyri Karitas Sigurðardóttir húsfr. á Landamóti Karl Kristján Arngrímsson b. á Landamóti í Kinn Guðrún Karlsdóttir verslunarm. á Akureyri Sigurður Guðmundsson klæðskeram. og kaupm. á Ak Guðmundur Sigurðsson verslunarm. á Ak. og í Rvík Ragnhildur Jónsdóttir húsfr. á Ferjubakka Guðmundur Andrésson b. á Ferjubakka í Borgarfirði, af Háafellsætt Kristján Jóhann Karlsson skólastj. á Hólum í Hjaltadal Jón Sigurður Karlsson arkitekt í Svíþjóð Arnór Karlsson blómakaupm. á Ak. Inga Dagmar Karlsdóttir 102 ára í Rvík Einar Nikulásson bifvélavirki í Rvík Karl Nikulásson pípulagningam. Í Rvík Bergþóra Eggertsdóttir bókari á Ak. Elín Valgerður Berg bókari á Akureyri Halldór Heimir Þorsteinsson bílasali á Ak. og á Örk í Eyjafjarðarsv. Brynhildur Eggerts- dóttir skrifstofum. á Ak. og í Kóp. Stefán Sigtryggs- son viðskiptafr. í Rvík Guðrún Sigtryggs- dóttir lögfr. í Rvík Fanney Eggertsdóttir húsfr. á Akureyri Stefán Eggert Haraldsson símst. stj. og póstmeistari á Húsavík Haukur Haraldsson byggingat.fr. á Ak. Fanney Hauksdóttir arkitekt á Ak. Feðgin Arnar og Auður Berglind. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Áki fæddist á Húsavík 1.7.1911. Foreldrar hans voruJón Ármann Jakobsson, kaupmaður á Húsavík, og k.h., Val- gerður Pétursdóttir. Eiginkona Áka var Helga Guð- mundsdóttir sem lést 1990, hús- freyja, og eignuðust þau sex börn. Áki lauk stúdentsprófi frá MR 1931 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1937. Hann öðlaðist hdl.-réttindi 1944 og hrl.-réttindi árið 1957. Áki varð kommúnisti ungur að ár- um og var um skeið í hópi helstu for- ystumanna þeirra hér á landi. Hann var bæjarstjóri á Siglufirði 1938-42 þar sem kommúnistar höfðu lengi sterk ítök. Hann flutti síðan til Reykjavíkur og starfrækti þar mála- flutningsskrifstofu, var alþingis- maður Siglfirðinga fyrir Sameining- arflokk alþýðu - Sósíalistaflokkinn 1942-53 og var sjávarútvegs- málaráðherra kommúnista í nýsköp- unarstjórninni á árunum 1944-47. Ráðherradómurinn varð hápunkt- urinn á pólitískum ferli Áka, en nokkrum árum síðar gekk hann af trúnni, snéri baki við kommúnistum, gekk í Alþýðuflokkinn og var þing- maður hans á árunum 1956-59. Þá var hann formaður blaðstjórnar Al- þýðublaðsins 1959-62. Eins og aðrir sem misstu trúna var Áki lagður í einelti af fyrrver- andi samherjum sínum en sjálfur vandaði hann kommunum ekki kveðjurnar. Eins og fram kemur í frægu viðtali Matthíasar Johann- essen við Áka í Morgunblaðinu árið 1962, gagnrýndi Áki íslenska komm- únista fyrir ofureinföldun á pólitísk- um veruleika, ofbeldissinnaða stefnu sem miðaði að blóðugri byltingu og fyrir blinda hlýðni við Komintern. Í þessu sama viðtali þeirra Matt- híasar kemur skýrt fram sú skoðun Áka að íslensku samfélagi hafi staf- að mikil hætta af starfsemi komm- únista, skömmu eftir að Komm- únistaflokkur Íslands var stofnaður, árið 1930. Þar segir Áki m.a.: „Ís- lenskir kommúnistar mega vera þakklátir fyrir að hafa ekki komist til valda, því þá hefðu margir þeirra orðið verri menn en þeir nú eru.“ Áki lést 11.9. 1975. Merkir Íslendingar Áki Jakobsson 95 ára Alda Markúsdóttir 85 ára Guðrún Stefánsdóttir Gunnar Guðmundsson Kristín Friðbjarnardóttir Nína Björg Kristinsdóttir Sigrún Jóhannsdóttir Sigurður Magnússon 80 ára Auðbjörg Njálsdóttir Jón Berg Halldórsson Sigurður Jörundur Sigurðsson 75 ára Birgir Brynjólfsson Guðmunda Inga Guðmundsdóttir Guðmundur Stefánsson Ormar Þorgrímsson Þórey Kolbrún Halldórsdóttir 70 ára Axel Gíslason Áslaug Björnsdóttir Einar Grétar Einarsson Garðar Briem Garðar Snorrason Geirfinnur Gunnar Svavarsson 60 ára Anna Adela Óskarsson Bjarni Árnason Haraldur Jón Arason Heiða Björk Rúnarsdóttir Ingi Þór Jakobsson Sverrir Andrésson 50 ára Ari Hafliðason Árni Bragason Ásta Vilborg Njálsdóttir Birgir Sigurðsson Jaroslaw Stanislaw Sobanski Jónína Gróa Hermannsdóttir Olga Chumikova Sigurjón Vilhjálmsson Sigurrós Hreiðarsdóttir Skúli Svanur Júlíusson Smári Jónsson Þórarinn Kristján Hreiðarsson 40 ára Ásmundur Guðni Haraldsson Ásta Guðrún Jóhannsdóttir Björgvin Björgvinsson Haukur Karlsson Ingvar Atli Friðgeirsson Íris Björk Samúelsdóttir Jóhanna Erla Jóhannsdóttir Tomasz Kozlowski Þráinn Sigurðsson 30 ára Almar Örn Ívarsson Anton Ólafsson Ásgeir Viktorsson Ásta Márusdóttir Dániel Ferenc Somogyi Haraldur Óli Ólafsson Magnús Torfi Magnússon Sigrún Kristjánsdóttir Þórarinn L. Sigurgeirsson Til hamingju með daginn 30 ára Guðmundur ólst upp á Akureyri, býr þar, lauk stúdentsprófi frá FG og er að ljúka IAK- einkaþjálfaraprófi. Hann er rekstrarstjóri hjá Fabrikkunni á Akureyri. Maki: Jóna Brynja Birkis- dóttir, f. 1994, starfs- maður hjá Nova. Foreldrar: Helgi Guð- mundsson, f. 1947, og Sjöfn Inga Kristinsdóttir, f. 1948, bændur á Hólma- koti á Mýrum. Guðmundur Óskar Helgason 40 ára Helga býr á Akur- eyri, lauk prófum í dýra- lækningum í Hannover og sérnámi í hestalækn- ingum í Belgíu og er dýra- læknir. Maki: Baldvin Esra Einarsson, f. 1979, starfs- maður hjá Nýherja. Synir: Styrkár, f. 2007, og Flóki, f. 2014. Foreldrar: Guðríður Dóra Halldórsdóttir, f. 1954, og Gunnar Sæmundsson, f. 1952, d. 2007. Helga Gunnarsdóttir 40 ára Guðni ólst upp í Reykjavík, býr í Hafnar- firði, lauk sveinsprófi í prentiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík og er nú starfsmaður Actavis í Hafnarfirði. Börn: Emma Guðrún, f. 2003, og Hlynur Már, f. 2007. Foreldrar: Níels Skjaldar- son, f. 1952, og Jakobína Guðjónsdóttir, f. 1954. Stjúpfaðir: Ragnar Örn Halldórsson, f. 1950. Guðni Þór Níelsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEGT •100% NÁTTÚRUL EG T • Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN! Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlum Oft spurt? Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð- gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga- erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Svar Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. Notkun 2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari. - Prófaðu og upplifðu muninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.