Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. J Ú L Í 2 0 1 5
Stofnað 1913 152. tölublað 103. árgangur
HEILLAÐUR
AF HELGI
KIRKJUGARÐA
ALLT UNDUR-
SAMLEGT
Á ÍSLANDI
LÖGREGLUKONUM
FJÖLGAR HÆGT
LJÓSMYNDABÓK 30 FRÆÐSLUÁTAK 18FRIÐSÆLD OG FEGURÐ 10
Skýrsla um stöðu jafn-
réttismála í lögreglunni
Ragnheiður
Elín Árnadóttir,
iðnaðar- og við-
skiptaráðherra,
skoðar mögu-
leikann á því að
orkufyrirtæki
ríkisins hætti að
selja eiginleika
orku og dragi sig
úr upprunavott-
unarkerfinu. Eft-
ir atvikum kæmi til greina að ræða
við aðra orkusala um að hverfa frá
þeirri stefnu.
Þetta er þó háð þeim fyrirvara að
í ljós komi að tekjur af sölu á upp-
runaábyrgðum séu litlar og að
hagsmunum gæti verið fórnað. »14
Ríkið dragi sig út úr
upprunavottun orku
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Andri Steinn Hilmarsson
Brynja Björg Halldórsdóttir
Víða er gisting uppbókuð í bændagistingu í
sumar. Þetta gildir til dæmis um Mývatns-
svæðið, Suðurland og við Gullfoss og Geysi.
Þetta segir Sævar Skaptason, framkvæmda-
stjóri Ferðaþjónustu bænda, og bætir við að
það sé hreinlega „allt brjálað að gera“.
Ferðaþjónusta bænda býður upp á 5.500
gistirými á 184 bæjum um allt land. Segir
Sævar slegist um herbergi á Suðurlandi suma
daga.
Undir þetta tekur Óðinn Eymundsson á
Hótel Höfn. Hann segir sumarið fara afar vel
af stað en aukning í júní nemi 30 prósentum
á milli ára. Þá sé fyrirséð að hótelið verði
uppbókað út sumarið. Á hótelinu eru 68 her-
bergi og þar geta gist allt að 137 gestir í einu,
sé hótelið fullnýtt.
Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu-
og markaðssviðs Icelandair hótela, sem reka
Icelandair Hotels og Eddu hótel, segir nýt-
ingu gistirýma á landsbyggðinni lengi hafa
verið mjög góða yfir sumartímann. „Við erum
með toppnýtingu í ár, rétt eins og í fyrra. Við
teljum þó markverðara að ársnýting á lands-
byggðinni er að stórbatna, úr 40% í hátt í
60%.“ Hún segir ársnýtinguna það sem raun-
verulega skipti máli í samanburði á milli ára.
„Allt brjálað að gera“
Stundum slegist um bændagistingu á Suðurlandi 30% aukning í júní
á milli ára hjá Hótel Höfn Ársnýting á landsbyggðinni að snarbatna
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðaþjónusta Skaftafellsþjóðgarður nýtur
mikilla vinsælda meðal ferðamanna.
Gistirými á landsbyggðinni
» Ferðaþjónusta bænda er með 5.500
gistirými á 184 bæjum um allt land.
Gistirýmunum hefur fjölgað um 130-150
árlega undanfarin ár.
» Á Hótel Höfn eru 68 herbergi með
gistingu fyrir 137 manns.
» Fyrirséð er að hótelið verði uppbókað í
allt sumar en 90% gesta eru erlendir
ferðamenn.
MSlegist um herbergin »4
Hvalur 9 kom í gærkvöldi með fyrstu langreyð-
ina á þessari vertíð til vinnslu í Hvalstöðinni í
Hvalfirði. Tveir menn reru á litlum báti í
kringum hvalbátinn og hvalinn þegar hann
kom til hafnar og köstuðu reykblysum í sjóinn.
Virtust þeir vera að láta í ljós skoðun sína á
hvalveiðum.
Eftir að skepnan hafði verið dregin upp á
planið tóku hvalskurðarmenn til við sín verk.
Þótt þetta sé fyrsti hvalur ársins eru þetta allt
vanir menn sem kunna handtökin. Þeir þurftu
að hafa hraðar hendur því hinn hvalbáturinn,
Hvalur 8, dólaði í kjölfarið með annað dýr sem
einnig veiddist seint í fyrrakvöld djúpt úti af
landinu. Þótt veður hafi ekki leikið við hval-
fangara náðu þeir að veiða tvo hvali daginn
sem þeir komu á miðin. Hval hf. er heimilt að
veiða 154 langreyðar í sumar, auk þess kvóta
sem geymdur var frá fyrra ári. Í fyrrasumar
veiddust 137 dýr þrátt fyrir að veður væri
óhagstætt. Nánar á mbl.is í dag.
Morgunblaðið/Golli
Fyrsta langreyðurin dregin á land
Mótmælt í gærkvöldi þegar hvalbátarnir komu með fyrstu hvali vertíðarinnar til vinnslu í Hvalstöðinni
Einhver upp-
rekstur er hafinn
á að minnsta
kosti þremur af-
réttum þótt
Landgræðslan
telji að gróður sé
það mikið á eftir,
miðað við síðustu
ár, að afréttirnir
þoli ekki beit.
Fréttir hafa borist af upprekstri á
afrétti Mývetninga og Fljótshlíð-
inga og að einn bóndi hafi byrjað að
flytja fé á Lónsöræfi í maí. „Það
segir sig sjálft að á þessu síðbúna
vori og sumri getur ekki verið kom-
inn gróður sem þolir beit á afrétti.
Ég efast ekki um að sauðféð hefur
alveg lifað þetta af, en þetta er sið-
leysi gagnvart gróðrinum,“ segir
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri við Morgunblaðið. »6
„Þetta er siðleysi
gagnvart gróðri“
Kind Halda þarf fé
lengur heima við.
Jón Atli Benediktsson, nýr rektor Háskóla
Íslands, segir tækifæri felast í auknu sam-
starfi háskólans við fyrirtæki og stofnanir.
„Ég vil leggja áherslu á tengingu háskólans
við íslenskar stofnanir og atvinnulíf. Þannig
skapast miklir möguleikar á raunhæfum
verkefnum í samstarfi við fyrirtæki og einnig
á atvinnu fyrir nemendur í framtíðinni,“ seg-
ir Jón Atli en hann tók við embættinu í gær af
Kristínu Ingólfsdóttur.
Hann segir auknar fjárveitingar hins opin-
bera vera forsendu framþróunar á háskóla-
stiginu. Eftir niðurskurðartímabil sé bata-
ferli skólans hafið. Skólinn þurfi að vera
samkeppnishæfur á alþjóðavettvangi. »12
Morgunblaðið/Kristinn
Nýr rektor Ráðherrar skoða hálskeðju nýs háskóla-
rektors, Jóns Atla Benediktssonar, við athöfnina í gær.
Tækifæri í auknum
tengslum við atvinnulífið