Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 ✝ Guðrún (Gígja)S. Snæbjarnar- dóttir, verslunar- maður í Reykjavík, fæddist á Sauðár- króki 27. júní 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 26. júní síðastliðinn eftir skamma sjúkdóms- legu. Foreldrar hennar voru Snæ- björn Sigurgeirsson, bak- arameistari á Sauðárkróki, fæddur í Gunnarssundsnesi við Stykkishólm 22. mars 1886, d. 3. september 1932, og Ólína Björns- dóttir húsfreyja frá Skefils- stöðum á Skaga í Skagafirði, f. 23. maí 1903, d. 13. október 1980. Seinni eiginmaður Ólínu, Guðjón Sigurðsson, bakarameistari á Sauðárkróki, f. á Mannskaðahóli 3. nóvember 1908, d. 16. júní 1986, gekk Gígju í föðurstað eftir fráfall Snæbjarnar. Systkini Gígju: Ólöf Sigríður Snæbjarnardóttir, f. 1922, d. 1947, Geirlaug Snæbjarnar- dóttir, f. 1927, d. 1927, Sigurgeir Viðhólm Snæbjörnsson fram- Björk Guðnýjardóttir, f. 1995. Gígja ólst upp á Sauðárkróki og nam söng og orgelleik hjá Ey- þóri Stefánssyni tónskáldi sem ung stúlka. Að loknu námi í gagnfræðaskóla stundaði hún nám við húsmæðraskólann á Laugalandi veturinn 1944-1945. Hún dvaldi í Kaupmannahöfn veturinn 1946-1947 ásamt Ólöfu systur sinni við tónlistarnám. Í framhaldi af því lagði hún stund á píanónám hjá Hermínu Björns- dóttur. Á síðari árum lærði hún söng hjá John Speight tónskáldi. Gígja söng í kirkjukór Sauðár- krókskirkju á yngri árum og síð- ar í Dómkórnum í nokkur ár. Hún tók virkan þátt í starfi Skag- firsku söngsveitarinnar og síðar Söngsveitarinnar Drangeyjar. Hún söng einnig í kirkjukór Hall- grímskirkju um nokkurra ára skeið. Gígja gekk ung til liðs við Oddfellowregluna og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hún stundaði lengst af verslunarstörf og rak heildversl- unina Ratsjá í félagi við bróður sinn Sigurgeir um árabil. Eftir að þau systkini hættu rekstri sneri Gígja sér að sölustörfum til styrktar Geðhjálp og sinnti þeim langt fram yfir áttrætt. Útför Gígju verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mið- vikudaginn 1. júlí 2015 og hefst athöfnin kl. 15. kvæmdastjóri, f. 1928, d. 2005, Eva Mjallhvít Snæbjarnardóttir tónlistar- skólastjóri, f. 1930, d. 2010, Snæbjörg Snæbjarnardóttir, óperusöngvari og söngkennari, f. 1932, Elma Björk Guðjónsdóttir snyrtifræðingur, f. 1935, d. 1984, Birna Sigurbjörg Guðjóns- dóttir húsmóðir, f. 1943, og Gunnar Þórir Guðjónsson, bak- arameistari og húsvörður, f. 1945. Gígja giftist hinn 28.9. 1947 Helga Péturssyni skipstjóra, f. 17.11. 1924. Þau skildu árið 1975. Börn þeirra eru Kristín Jóhanna, bankastarfsmaður, f. 1956, og Guðjón Óli, starfs- maður í ferðaþjónustu, f. 1960. Sambýlismaður Kristínar var Kaj J. Durhuus viðskipta- fræðingur, f. 1957, d. 2009. Börn þeirra eru Jóhanna Bettý, f. 1984, sambýlismaður Guðmund- ur Bergsson, f. 1981, og Helgi, f. 1989, sambýliskona Andrea Gígja frænka ætlaði að fagna 90 ára afmæli sínu síðastliðinn laug- ardag með fjölmennri fjölskyldu sinni sem oftast er kennd við bak- aríið á Sauðárkróki. Daginn áður kom hins vegar kallið. Gígja lést að morgni föstudags á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þar sem hún hafði dvalið um hríð. Bakarísfjölskyldan missti trausta móður, systur og frænku, en geymir gleðilegar minningar um merka konu sem alltaf stóð sjálf- stæð og óbrotin – konu sem aldrei gerði kröfur á hendur öðrum. Svanfríður Guðrún var hún skírð en aldrei kölluð annað en Gígja. Fyrir mér var hún aldrei annað en Gígja frænka – móður- systir sem alltaf var hægt að leita til um smátt og stórt. Fátt fannst Gígju skemmtilegra en að gefa, skipti engu hvort laumað var leik- fangi í hendur strákpolla af lager heildverslunarinnar sem hún rak um árabil ásamt bróður sínum Sigurgeiri – Geira – sem lést árið 2005 eða slegið upp veislu þar sem tryggt var að allir fengju meira en nóg að borða. Gígja var æðrulaus kona sem bar aldrei bar sorgir sínar eða erf- iðleika á torg. Hún kvartaði aldrei en hafði fremur áhyggjur af öðr- um. Umhyggja var henni í blóð borin líkt og dugnaðurinn og söng- urinn sem var hennar líf og yndi. Ég man aldrei eftir því að Gígju frænku félli verk úr hendi eða henni yrði misdægurt. Það var sama á hverju gekk. Alltaf stóð Gígja brosandi, bein í baki, glæsi- leg og minnti fremur á kvik- myndastjörnu en alþýðukonu sem þurfti að hafa fyrir lífinu. Gígja frænka var Króksari – Skagfirðingur. Þar voru hennar rætur í söng og leik. Í hennar huga stóðst fátt samjöfnuð við að fara yfir Vatnsskarðið og stoppa á Arn- arstapa til að líta yfir Skagafjörð- inn á fallegum degi. Jafnvel eftir að góður vegur var lagður yfir Þverárfjall, sem stytti leiðina frá Reykjavík til Sauðárkróks, vildi Gígja fremur fara lengri veg svo hún fengi að njóta hins ómótstæði- lega útsýnis yfir fjörðinn sem átti í henni hvert bein. Í hennar hjarta skein sól við Skagafjörð á hverjum degi. Á síðasta ári var ákveðið að Bakarísfjölskyldan skyldi koma saman 27. júní 2015 og slá þar með tvær flugur í einu höggi. Annars vegar að fagna níræðisafmælinu hennar Gígju og hins vegar að halda ættarmót, eins og áður hefur verið gert. Nokkrum dögum fyrir afmælisdaginn sat ég með Gígju og ræddi við hana um sögu ætt- arinnar. Bað hana að hjálpa mér að nafn- greina fólk á gömlum myndum frá Sauðárkróki. Hugurinn var skýr og svörin gefin af ákveðni, en Gígja var þreytt. Þegar ég kvaddi sagðist ég hitta hana næsta laug- ardag. „Já, ég hlakka til að hitta allt fólkið mitt,“ sagði frænka. Að- eins sá er allt veit getur svarað því af hverju hann ákvað að kalla frænku til sín daginn áður. Að leiðarlokum þökkum við Gréta og börnin okkar Gígju frænku fyrir vináttu og einstaka umhyggju alla tíð. Við sendum Kristínu, Jóhönnu Bettý, Helga og Guðjóni Óla okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um brosmilda, ástríka frænku og dugnaðarfork lifir. Óli Björn Kárason. Fallin er frá elskuleg móður- systir mín, Guðrún S. Snæbjarn- ardóttir, eftir stutt veikindi. Hún kvaddi daginn fyrir níræðisafmæl- ið sitt, sem bakarísfjölskyldan ætlaði að fagna með henni á ætt- armóti síðastliðinn laugardag. Gígja, eins og hún var alltaf kölluð, var yndisleg kona sem mátti aldr- ei neitt aumt sjá og hugsaði fyrst um alla aðra en sjálfa sig. Hún var nægjusöm, ósérhlífin og vildi ekki láta hafa neitt fyrir sér. Ég minn- ist með hlýhug þeirra stunda sem ég varði hjá henni sem barn þegar foreldrar mínir voru erlendis. Þennan tíma sem ég var hjá Gígju fékk ég að fara með henni í vinn- una, en hún rak Heildverslunina Ratsjá á Laugavegi ásamt Sigur- geiri bróður sínum. Fyrir litla stelpu var það eins og ævintýri að fá að skoða ofan í kassa á lager í heildverslun sem flutti inn alls konar leikföng, litabækur, silfur- borðbúnað, fallegar styttur og margt fleira. Mér eru einnig minn- isstæðar þær stundir sem við Gígja sátum heima á Freyjugöt- unni og hún kenndi mér að prjóna lopapeysu, peysu sem við síðar fórum með í Rammagerðina og seldum versluninni. Það var stolt ung stúlka sem horfði á afrakstur prjónavinnu sumarsins hanga í búðarglugga Rammagerðarinnar. Við Gígja gátum líka setið heilu fimmtudagskvöldin og spilað lönguvitleysu, enda ekkert sjón- varp á fimmtudagskvöldum á þessum árum. Það var mikið kapp í okkur báðum og að sjálfsögðu ætluðum við báðar að vinna. Það var líka mikil upplifun að fá að fara í söluferð með Gígju hringinn í kringum landið og stoppa í öllum vegasjoppum og selja þeim ýmsan varning. Það var alltaf gaman að hlusta á þær systur Gígju, Snæju (mömmu), Evu og Biddu rifja upp gamla tíma frá Sauðárkróki. Eng- ar tvær þeirra mundu söguna á sama hátt og oft gátu skapast skemmtilegar umræður í kringum sögurnar. Það er skrýtið að hugsa til þess að nú muni Gígja ekki vera með okkur á jóladagskvöld hjá mömmu, en Gígja átti stóran þátt í því að gera kvöldið hátíðlegt með því að spila jólasöngva á flygilinn og við hin tókum undir í söng. Með sorg í hjarta kveð ég ynd- islega móðursystur mína. Krissu, Guðjóni Óla, Jóhönnu Bettý og Helga sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíl í friði, elsku Gígja mín. Þín systurdóttir, Guðrún Birna Jörgensen (Ditta). Gleði, birta, hlýja – er það fyrsta sem kemur upp í hugann, þegar ég hugsa til hennar Gígju, fyrsta píanókennarans míns og mömmu hennar Kristínar Jó- hönnu gömlu vinkonu minnar. Það var svo yndislegt samfélagið okk- ar á Sunnubrautinni í Kópavogin- um á 6. áratugnum. Gígja, Kristín og Gulli í húsinu við hliðina (pabb- inn alltaf á sjónum), aðeins klifrað yfir girðinguna til að fara í píanó- tíma. Fagrir píanótónar og söngur ómuðu oft frá fallegu stofunni á því heimili. Þorbjörg, Andrés og krakkaskarinn í húsinu beint á móti fyrir neðan götuna og sægur af börnum alltaf að leik á götunni, lóðunum og í fjörunni. Seint gleymist þegar hún Gígja spraut- aði á aðalhrekkjalóm götunnar úr garðslöngunni þegar hún var búin að fá alveg nóg af látum og óhlýðni. Ég heyri enn dillandi hláturinn hennar. Alltaf er við hittumst á förnum vegi mætti manni sama glaða viðmótið og uppörvunin. Því hún var ávallt gefandi til allra. Elsku Kristín mín og Gulli, mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Vilborg Halldórsdóttir. Guðrún (Gígja) S. Snæbjarnardóttir ✝ BjargmundurAlbertsson fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 19. júlí 1941. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk 16. júní 2015. Foreldrar Bjarg- mundar voru Sig- urlína Jóhanns- dóttir, f. 18.8. 1919, d. 30.11. 1943, og Albert Marínó Hansson, f. 13.12. 1909, d. 10.2. 1996. Bjargmundur ólst upp hjá ömmu sinni og afa, Guðrúnu Helgadóttur, f. 21.1. 1894, d. 14.1. 1952, og Jóhanni Kr. Helgasyni, f. 13.12. 1889, d. 2.6. 1952. Systur Bjargmundar eru Val- gerður, f. 21.3. 1947, og Sigur- björg, f. 15.11. 1956. Bjargmundur var kvæntur Öldu Guðmannsdóttur, f. 3.7. 1941. Synir þeirra eru: 1) Guð- mann Þór, f. 18.7. 1971. Fyrrver- andi eiginkona hans er Hiroko Ara, f. 24.12. 1977, og eiga þau saman dótturina Jöklu Himiko. 2) Jóhann Gunnar, f. 23.11. 1974. Sambýliskona hans er Þórunn Sól- ey Björnsdóttir, f. 7.1. 1976. Synir þeirra eru Úlfur Freyr og Bjarg- mundur Leó. Bjargmundur lagði stund á rennismíði í Iðn- skólanum í Hafnarfirði og stund- aði iðju sína lengst af hjá Vél- smiðjunni Kletti og Vélsmiðju Jóhanns Ólafs. Hann var ötull hjálparsveitarmaður frá stofnun Hjálparsveitar skáta í Hafn- arfirði. Einnig lagði hann stund á flug, sem átti hug hans allan á meðan heilsa gaf. Þakkir eru færðar starfsfólki Drafnarhúss og Hjúkrunarheimilisins Mark- ar, 3.h. suður. Útför Bjargmundar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 1. júlí 2015, kl. 13. Það voru forréttindi að vera fyrst nýliði og síðan byrjandi í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og fá að njóta leiðsagnar Bjarg- mundar Albertssonar. Bjarg- mundur var hæglátur, afar við- mótsgóður maður og fáir voru hans jafnokar í sveitinni í þekk- ingu á hálendinu og leiðsögn yngri félaga. Í æfingaferðum kenndi hann okkur að njóta náttúrunnar, fegurðar hennar og friðsældar. Hann kenndi okkur að njóta náttúrunnar og hvers andartaks þegar við vær- um þar. Kenndi okkur að sjá fegurðina í hverju fótmáli, læra að þekkja hverja þúfu og hvert barð, hverja hæð og hver drög. Hann kenndi okkur að þekk- ing á landinu sem við fórum um, að njóta þess og virða sem og þekkja með nöfnum staði, þekkja jurtir og fugla sem þar fundust og skilyrði þeirra til lífs og virða, yrði til þess að við gætum farið þar um síðar, jafn- vel í erfiðu skyggni í leitum og þekkt þá hverja þúfu og hverja laut eins og handarbak okkar, án þess að mæðast eða sjást yf- ir nokkurn blett. Alda, hans yndislega kona, stóð með honum í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur og naut hún þess og drengirnir þeirra eins og við, að skoða myndirnar sem hann tók í ferð- um með okkur og hlusta á frá- sagnir hans. Þau voru afar sam- hent hjón og hún var jafn elskuleg og þolinmóð við okkur og hann og yndislegt að hafa átt samfylgd með þeim hjónum. Öldu, sonum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Fanney Halla Pálsdóttir. Fallinn er frá kær vinur, Bjargmundur Albertsson renni- smiður. Svo langt aftur nær okkar vinátta sem minnið nær; allt til bernskuára okkar á Hverfisgötunni en þar var hans lífsganga. Fyrst hjá afa og ömmu og síðan með Öldu og drengjunum. Hann taldi aldrei eftir sér að rétta náunganum hjálparhönd og ekki hvað síst er mikið lá við, í óeigingjörnu starfi með Hjálp- arsveit skáta, í ótal leitum, þar sem um líf og dauða gat verið að tefla, og aldrei var spurt um erfiði og fyrirhöfn né tapaðar vinnustundir. Það er margs að minnast eft- ir ævilanga, óslitna vináttu. Í hugann kemur ein af mörgum ferðum með ykkur Öldu. Það er búið að setja fellihýsið upp við Hítarvatn. Sumarkvöldið líður, steik á grillinu sem rennur ljúflega niður með rauðvíninu. Það líður að háttatíma. Eiginkonurnar skríða í svefnpokana. Við félagarnir tökum veiðistangirnar í hönd, fjöllin speglast í tærum vatns- fletinum og við göngum langt út með spegilsléttu vatninu, í bjartri sumarnóttinni allt til morguns. Beggi var mikill náttúruunn- andi og þekkti landið vel eftir ótal ferðir á öllum árstímum. Hann átti langan feril að baki sem rjúpnaveiðimaður þegar ég fór að ganga með honum til rjúpna. Árangur þeirra gangna var ekki mikill í rjúpum talinn en samveran úti í ósnortinni náttúrunni gleymist ekki. Beggi átti sér þann draum að fljúga um loftin blá og löngu eftir að hann var á þeim aldri er flestir hefja flugnám lét hann drauminn rætast. Hann kláraði flugnámið með sóma og eignaðist hlut í flugvél. Síðan flaug hann með fjölskyldu og vini um landið meðan heilsan leyfði. En heilsan er brothætt. Það fékk hann að reyna. Að leiðarlokum þökkum við Margrét samfylgdina og send- um Öldu og drengjunum inni- legar samúðarkveðjur. Haraldur Magnússon. Bjargmundur Albertsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endur- gjaldslaust alla útgáfu- daga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa bor- ist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Minningargreinar Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður og ömmu, ELÍNAR INGIBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Bolungarvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vífilsstöðum fyrir nærgætni, hlýhug og frábæra umönnun. . Leifur A. Símonarson, Ólöf Erna Leifsdóttir, Bergþór Leifsson, Elín Ísold Pálsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elsku eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, STEINUNNAR EDDU NJÁLSDÓTTUR, Tröllakór 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Karitas fyrir einstaka umönnun og stuðning. Einnig þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu hennar með styrkjum til líknarfélaga. . Hans B. Guðmundsson, Guðmundur Hansson, Kristín Donaldsdóttir, Elín Rós Hansdóttir, Birgir Birgisson, Berglind Íris Hansdóttir, Bjarni Ólafur Eiríksson, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, DAVÍÐ SCHIÖTH ÓSKARSSON, Funafold 27, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 27. júní. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 6. júlí kl. 15. . Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Arnþór Davíðsson, Atli Steinn Davíðsson, Axel Snær Ammendrup Atlason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.