Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015
»Hróarskelduhá-
tíðin í Danmörku
hófst 27. júní sl. og
stendur til og með 4.
júlí. Þótt tónleikar
séu aðalskemmtun
gesta gera þeir sér
ýmislegt annað til
gamans, eins og sjá
má af meðfylgjandi
myndum. Meðal
flytjenda á hátíðinni í
ár eru Paul McCart-
ney og Pharrell
Williams.
Gestir á Hróarskelduhátíðinni gera sér margt til gamans fyrir utan að sækja tónleika
Nektarhindranahlaup Þessi keppni er með þeim furðulegri á Hróarskeldu. Hindranahlaup sem keppendur fækka
fötum í. Keppandi blaðar í bók á hlaupum, búinn að hneppa frá buxunum og stjórnandinn í fötum að hætti Valla.
Bað Þessi unga stúlka brá sér í bað með aðstoð vina sinna.
Drykkjuleikur Sökkvandi skip nefnist drykkjuleikurinn sem þessir ungu
sjóarar og Hróarskeldugestir spreyttu sig í mánudaginn síðastliðinn.
Liðug Keppandi í twerk-danskeppni sýnir tilþrif við mikinn fögnuð áhorfenda.
AFP
Starfsstyrkjum Hagþenkis, félags
höfunda fræðirita og kennslugagna,
til ritstarfa var úthlutað í gær. Aug-
lýst var eftir umsóknum um starfs-
styrki Hagþenkis í apríl og bárust fé-
laginu 86 umsóknir. Til ráðstöfunar
voru 13 milljónir króna til styrkja til
ritstarfa og 200 þúsund kr. til hand-
ritsgerðar.
Í úthlutunarráði Hagþenkis 2015
sátu Guðný Hallgrímsdóttir sagn-
fræðingur, Kolbrún S. Hjaltadóttir
kennsluráðgjafi og Þorgerður H.
Þorvaldsdóttir kynjafræðingur.
Niðurstaða úthlutunarráðs var að 29
höfundar hlytu starfsstyrk til rit-
starfa til 27 verkefna.
Tólf verkefni fengu hæsta styrk,
sem er 600 þúsund krónur, en höf-
undar þeirra eru: Arnar Eggert
Thoroddsen fyrir Icelandic Pop: Its
place and peculiarities; Axel Krist-
insson fyrir Hnignun, hvaða hnign-
un?; Gylfi Ólafsson fyrir Hagnýt
heilsuhagfræði; Halldóra Arnardóttir
fyrir Listir og menning sem hluti af
meðferð við Alzheimer: íslensk söfn;
Hörður Kristinsson fyrir Fléttuhand-
bókina; Jón K. Þorvarðarson fyrir
Kennslubókaröð í stærðfræði; Krist-
ín Svava Tómasdóttir fyrir Stund
klámsins; Ragnheiður Ólafsdóttir
fyrir Áhrif Kvæðamannafélagsins Ið-
unnar á rímnahefðina; Ragnhildur
Sigurðardóttir fyrir Sjálfbærni land-
nýtingar í Mývatnssveit 1700-1950;
Rannveig Þorkelsdóttir og Ása
Helga Ragnarsdóttir fyrir Læsi, lest-
ur og listir; að kenna málfræði með
aðferðum leiklistar, Sólveig Einars-
dóttir og Elínborg Ragnarsdóttir fyr-
ir Skáld skrifa þér – Brot úr bók-
menntasögu með skáldlegu í vafi –
1920 til nútímans og Vilhelm Vil-
helmsson fyrir Sáttabók Miðfjarðar-
sáttaumdæmi.
Þrettán verkefni hlutu 400 þúsund
króna styrk og eru höfundar þeirra:
Árni Daníel Júlíusson fyrir Sustain-
ability or catastrophe? Society and
economy in Hörgárdal in the
13th-14th century; Björg Árnadóttir
fyrir Lake Mývatn – People and
places; Björg Hjartardóttir fyrir
Lesið í Freyju; Guðmundur Sæ-
mundsson fyrir Íþróttir á Íslandi,
menning og siðferði; Haraldur Sig-
urðsson fyrir Bæjarskipulag og mót-
un umhverfis á Íslandi á 20. öld; Jón
Árni Friðjónsson fyrir Sögu-
kennslubækur og tíðarandi; Ragn-
hildur Bjarnadóttir fyrir Starfstengd
leiðsögn; Rósa Rut Þórisdóttir fyrir
Hvítabjarnkomur til Íslands fyrr og
síðar; Sigurrós Þorgrímsdóttir fyrir
Vakið; Silja Bára Ómarsdóttir og
Steinunn Rögnvaldsdóttir fyrir Rof:
Frásagnir kvenna af fóstureyðingum;
Sverrir Tómasson fyrir Pipraðra pá-
fugla; Una Margrét Jónsdóttir fyrir
Gullöld revíunnar og Þorleifur Frið-
riksson fyrir Evrópskar hulduþjóðir.
Tveir höfundar hlutu 300 þúsund
króna styrk, en það eru þeir: Bjarki
Karlsson fyrir Bragsögu og Jóna Val-
borg Árnadóttir fyrir Glatað fé eða
fundið? Miðaldra og eldra fólk í
starfi.
Einn höfundur hlaut handritsstyrk
að upphæð 200 þús. kr., en sex um-
sóknir bárust. Starfsstyrkinn hlaut
Ásdís Thoroddsen til fræðslu- og
heimildarmyndar er nefnist Þjóðbún-
ingurinn.
Starfsstyrkir Hagþenkis árið 2015
86 umsóknir
bárust 13 millj-
ónir til ráðstöfunar
29 höfundar
styrktir í ár
Styrkþegar Allir voru að vonum glaðir að taka við styrkjum, en alls var úthlutað 27 styrkjum til ritstarfa að þessu sinni.