Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015
Lífseigur silfurreynir Bréfberi gengur framhjá gömlum og tignarlegum silfurreyni við Grettisgötu. Fyrirhugað var í fyrra
að fella reyninn en vegna mótmæla íbúa við götuna ákváðu borgaryfirvöld að breyta deiliskipulagi svo tréð fengi að standa.
Kristinn
Frá kosningum 2009
hafa nær sex af hverjum
tíu kjósendum Samfylk-
ingarinnar snúið baki við
flokknum sem átti að
verða sameiningarafl ís-
lenskra vinstrimanna.
Samkvæmt nýjustu skoð-
anakönnun Gallup er fylgi
Samfylkingarinnar aðeins
12,4%.
Sameiningarflokki
vinstrimanna, sem átti að verða „turn“ í
íslenskum stjórnmálum, hefur ekki að-
eins tekist að eyða öllu fylgi Kvennalist-
ans, Þjóðvaka og þess hluta Alþýðu-
bandalagsins sem gekk í Samfylkinguna,
heldur naga af kratafylginu. Stuðningur
við Samfylkinguna er töluvert undir
14,3% meðalfylgi Alþýðuflokksins sál-
uga í tíu kosningum frá 1963 til 1995.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylk-
ingarinnar, virðist sannfærður um að
vandi flokksins sé ímyndarvandi en ekki
hugmyndafræðilegur. Á Sprengisandi
Bylgjunnar síðastliðinn sunnudag viður-
kenndi formaðurinn að slakt gengi væri
áfellisdómur. Flokkurinn hefði ekki orð-
ið „vettvangur“ fólks sem vill „mál-
efnalega nýsköpun á miðju íslenskra
stjórnmála“ (hvað svo sem það nú þýðir).
Árni Páll taldi að fyrst hefðu nýsköp-
unarsinnar leitað í raðir Bjartrar fram-
tíðar en horfðu nú til Pírata. Á Sprengi-
sandi hélt formaðurinn því fram að fólkið
vildi opnara samfélag, halda aðild-
arviðræðum við Evrópusambandið
áfram, beint lýðræði og stjórnkerf-
isbætur. Allt væru þetta málefni sem
„Samfylkingin hefur barist fyrir á hæl
og hnakka frá því að hún var stofnuð“.
Kokhreysti
Það er mikil kokhreysti að halda því
fram að Samfylkingin hafi „barist á hæl
og hnakka“ fyrir opnara samfélagi,
beinu lýðræði og stjórnkerfisbótum.
Í rúmlega fimm ár leiddi Samfylk-
ingin ríkisstjórn sem gerði flest annað
en að opna samfélagið og lagði lykkju á
leið sína til að takmarka aðgang almenn-
ings að upplýsingum. Þingmenn flokks-
ins komu í veg fyrir að efnt yrði til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um aðild að
Evrópusambandinu og börðust gegn því
að landsmenn greiddu at-
kvæði um Icesave-
samninga ríkisstjórnar sem
kenndi sig við norræna vel-
ferð en vildi þjóðnýta skuld-
ir einkaaðila og leggja
þungar byrðar á launafólk
um ókomna framtíð. Stjórn-
kerfisbætur Samfylking-
arinnar fólust í því að þenja
út kerfið, setja flóknari
reglur, auka eftirlit og
fjölga tilraunum til að eyði-
leggja stjórnarráðið.
Hitt er rétt að Árni Páll
og félagar hafa verið staðfastir í barátt-
unni fyrir aðild að Evrópusambandinu,
enda er aðildin sögð allsherjarlausn á
vanda Íslendinga.
Umbúðir og innihald
Fyrir flokksformann er þægilegt að
skýra út fylgishrun með þeim hætti sem
Árni Páll gerði síðastliðinn sunnudag.
Samfylkingar þurfi bara að haga „orð-
ræðunni“ með öðrum hætti og koma
kjósendum í skilning um að flokkurinn
sé ekki kerfisflokkur og alls ekki hluti af
fjórflokknum.
Ekki skal dregið í efa að samfylk-
ingum sé nauðsynlegt að haga orðræð-
unni með öðrum hætti en þeir hafa gert.
Þannig væri skynsamlegt að leggja
meira upp úr innihaldi en orðskrúði og
umbúðum. Það nægir ekki að raða sam-
an fallegum orðum líkt og Árni Páll
gerði í pistli á heimasíðu sinni í aðdrag-
anda formannskosninga 2013, þegar
hann hafði betur í keppninni við Guð-
bjart Hannesson:
„Samfylkingin er eini flokkurinn sem
byggir á svo sterkum rótum að geta með
trúverðugum hætti ofið saman kven-
frelsi, verkalýðsbaráttu, velferðarsjón-
armið, græn gildi, þjóðfrelsi, al-
þjóðahyggju og athafnafrelsi í
óslítanlegan streng. Í þessari blöndu
býr ótrúlegur kynngikraftur og á henn-
ar grunni er auðvelt að veita svör við
erfiðustu álitamálum okkar tíma. Spurn-
ingin er hvort við kjósum að nýta þetta
hreyfiafl, rækta það og sækja fram með
það sem höfuðvopn?“
Krafturinn í orðablöndu Árna Páls
hefur ekki reynst mikill og ekki hefur
Samfylkingunni auðnast að „veita svör
við erfiðustu álitamálum“ nema þá það
eitt að svörin liggi grafin í Brussel.
Samfylkingin hefur á nokkrum árum
sveiflast frá því að vera flokkur sem tók
sér stöðu með nokkrum stórfyr-
irtækjum og umsvifamiklum kaupsýslu-
mönnum yfir í að vera róttækur vinstri-
flokkur ríkisafskipta og þungrar
skattheimtu – frá því að vera flokkur
sem boðaði einfalda lausn (Evrópusam-
bandið) á öllum vanda yfir í að vilja vera
vettvangur „nýsköpunar“ í stjórnmálum
– frá því að vera flokkur með rætur í
verkalýðshreyfingunni í sambræðing
vinstrisinnaðra menntamanna.
Klofningur til sameiningar
Íslenskir vinstrimenn hafa átt þá ósk
heitasta að standa sameinaðir í barátt-
unni gegn borgaralegum öflum, þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn er styrkasta
brjóstvörnin. Í nær níutíu ár hafa þeir
aldrei borið gæfu til þess þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir. Með stofnun Sam-
fylkingarinnar átti draumurinn loks að
rætast. Sá draumur er að breytast í
martröð. Sundrungarganga íslenskra
vinstrimanna heldur því áfram.
Það hefur verið háttur vinstrimanna
að efna til klofnings til að ná fram sam-
einingu. Kannski einhverjir komist að
þeirri niðurstöðu að best sé að skapa
nýjan vettvang „nýsköpunar“ með enn
einum stjórnmálaflokknum. Þá væri
hægt að hafa til hliðsjónar stjórnmála-
ályktun sem samþykkt var á stofnþingi
Samtaka vinstri manna og frjálslyndra í
nóvember 1969 þar sem sagði meðal
annars:
„Samtökin telja það mál mála, að tak-
ist að sameina alla íslenzka jafn-
aðarmenn og samvinnumenn í einum
sterkum og vaxandi stjórnmálaflokki,
sem reynst geti hæfur til að taka forystu
fyrir sóknaröflum þjóðfélagsins.“
Eftir Óla Björn
Kárason » Þannig væri skyn-samlegt að leggja
meira upp úr innihaldi en
orðskrúði og umbúðum.
Það nægir ekki að raða
saman fallegum orðum
líkt og Árni Páll gerði.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Draumur breytist í martröð
Saga Lands-
virkjunar er ná-
tengd atvinnu- og
efnahagssögu
þjóðarinnar.
Stofnun fyrirtæk-
isins árið 1965 og
bygging Búrfells-
virkjunar – fyrstu
virkjunarinnar
sem fyrirtækið
reisti – var metn-
aðarfullt verkefni fyrir litla ey-
þjóð í Norður-Atlantshafi og
mikilvægur þáttur í að Íslend-
ingar öðluðust efnahagslegt
sjálfstæði.
Í upphafi 6. áratugar síðustu
aldar var efnahagsleg staða Ís-
lands þröng. Rekin hafði verið
hafta- og einangrunarstefna í
kjölfar heimskreppunnar. Að
lokinni síðari heimsstyrjöldinni
höfðu Íslendingar notið góðs af
Marshall-aðstoðinni en henni
var að ljúka. Í staðinn fengu þeir
bein fjárframlög til fram-
kvæmda frá Bandaríkjastjórn
en árið 1960 lýsti hún yfir að
dregið yrði úr þeim. Var það í
samræmi við vilja ríkisstjórn-
arinnar sem tók við völdum hér
á landi árið áður en markmið
hennar var að endurheimta láns-
traust þjóðarbúsins í útlöndum.
Gjaldeyris- og innflutnings-
höft skyldu afnumin og geng-
islækkun framkvæmd. Sköpuð
skyldu skilyrði til erlendrar fjár-
festingar á Íslandi sem byggt
gæti upp nýjar atvinnugreinar
og aukið fjölbreytni útflutnings-
framleiðslunnar. Nýir lifn-
aðarhættir og lífskjarabreyting
höfðu tekið við af fábreyttara
þjóðfélagi og þeir kölluðu, ásamt
fólksfjöldaþróun og þétt-
býlismyndun, á stöðugt meiri
rafmagnsnotkun. Nauðsynlegt
var talið að auka hagvöxt. Orku-
frekur iðnaður var álitinn besta
leiðin til að byggja upp nýja út-
flutningsatvinnugrein.
Um svipað leyti fóru af stað
athuganir sem leiddu að lokum
til samninga um álver í Straums-
vík og raforkusölu Landsvirkj-
unar frá Búrfellsvirkjun. Samn-
ingaviðræður stóriðjunefndar
og fyrirtækisins Alusuisse hóf-
ust formlega 1961 og tveimur ár-
um síðar voru teknar upp við-
ræður við Alþjóðabankann í
Washington. Árið 1964 gaf
bankinn grænt ljós. Þótt bygg-
ing Búrfellsvirkjunar væri mikil
fjárfesting fyrir lítið hagkerfi
taldi bankinn hana réttlæt-
anlega með tilliti til væntanlegs
efnahagslegs afraksturs.
Lög um Landsvirkjun voru
samþykkt á Alþingi í maímánuði
árið 1965 og Landsvirkjun síðan
stofnuð 1. júlí sama ár.
Vatnsaflsvirkjunin við Búrfell
var stærsta framkvæmd Ís-
landssögunnar á sínum tíma.
Með byggingu hennar og stofn-
un Landsvirkjunar var lagður
grunnur að nýjum iðnaði í land-
inu sem leiddi af sér aukna verk-
þekkingu og fjölbreyttara at-
vinnulíf á Íslandi.
Í dag starfrækir Lands-
virkjun 14 vatnsaflsstöðvar og
tvær jarðvarmastöðvar á fimm
starfssvæðum. Í byggingu er
auk þess jarðvarmavirkjun á
Þeistareykjum. Þá hafa tilraunir
staðið yfir með tvær vindmyllur
á Hafinu norðan við Búrfell frá
því í árslok 2012.
Hreyfiafl verðmæta-
sköpunar
Landsvirkjun hefur verið
hreyfiafl framfara og verðmæta-
sköpunar í landinu í hálfa öld.
Fyrirtækið hefur náð veruleg-
um árangri til hags-
bóta fyrir íslenskt
samfélag. Um leið
hafa starfseminni
fylgt áskoranir sem
hefur þurft að mæta
á hverjum tíma með
framsækni og sem
mestri sátt og jafn-
vægi milli efnahags,
samfélags og um-
hverfis að leið-
arljósi.
Í upphafi var tek-
in ákvörðun um að
styðja við stóriðju á Íslandi. Það
var stórt framfaraspor fyrir at-
vinnulífið og íslenskt samfélag í
heild. Fyrirtæki í orkumiklum
iðnaði eru enn þann dag í dag
burðarás í viðskiptavinahópi
Landsvirkjunar. Lögð er
áhersla á að hlúa að þessum
þætti í starfseminni.
Markmið þeirra sem stýrt
hafa Landsvirkjun hverju sinni
hefur ávallt verið að ná sem
bestum árangri í ljósi aðstæðna
á hverjum tíma. Markmiðið er
hið sama nú. Verðmæti orku-
lindanna eru mikil og fara vax-
andi. Möguleikar til að ná aukn-
um árangri fyrir íslenskt
samfélag eru verulegir en þeim
fylgja áfram áskoranir.
Landsvirkjun mun áfram
kappkosta að vera í fararbroddi
á sviði umhverfismála, leggja
áherslu á sjálfbæra nýtingu
náttúruauðlinda, styðja við
rannsóknir á lífríki og lágmarka
umhverfisáhrif í starfseminni.
Eftirspurn meiri
en framboð
Eftirspurn eftir íslenskri raf-
orku er orðin meiri en framboð
og ólíkar iðngreinar sýna Íslandi
áhuga. Ný viðskiptatækifæri
gera Landsvirkjun kleift að
breikka hóp viðskiptavina í þeim
tilgangi að auka verðmæta-
sköpun og arðsemi fyrir eigand-
ann og draga úr rekstraráhættu.
Á sama tíma eru vísbendingar
um að raforkusala á erlenda
markaði um sæstreng kunni að
vera arðbær fyrir Ísland, auka
orkuöryggi í landinu og bæta
ábyrga nýtingu orkulindanna.
Landsvirkjun mun áfram taka
þátt í að skoða hvort þar séu fyr-
ir hendi tækifæri sem vilji er til
að nýta.
Landsvirkjun er stærsta
orkufyrirtæki landsins og gegn-
ir mikilvægu hlutverki í íslensku
samfélagi. Hlutverkið er að há-
marka afrakstur þeirra orku-
linda sem fyrirtækinu er treyst
fyrir, með sjálfbæra nýtingu,
verðmætasköpun og hag-
kvæmni að leiðarljósi. Framtíð-
arsýn Landsvirkjunar er að vera
framsækið raforkufyrirtæki á
sviði endurnýjanlegra orku-
gjafa. Fyrirtækið starfar í al-
þjóðlegu umhverfi og ber sig
saman við þau bestu sem vinna
og selja orku. Mikilvægt er fyrir
þjóðarhag að Íslendingum lánist
að nýta auðlindir landsins af
skynsemi. Í þeim efnum er
hyggilegt að byggja á sögunni.
Frumkvöðlastarf og fram-
kvæmdir fortíðar lögðu horn-
stein að þeim lífsgæðum sem við
njótum. Á sama hátt munu
ákvarðanir og athafnir okkar
ráða miklu um lífsgæði komandi
kynslóða.
Eftir Jónas
Þór Guð-
mundsson
» Frumkvöðlastarf
og framkvæmdir
fortíðar lögðu horn-
stein að þeim lífsgæð-
um sem við njótum.
Jónas Þór
Guðmundsson
Höfundur er stjórnarformaður
Landsvirkjunar.
Hreyfiafl
í hálfa öld