Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 10
Gríðarleg kaupstefna með búfé fór fram í Brno í Tékklandi í fyrradag og var margt um manninn, svo ekki sé talað um blessaðar skepnurnar. Eðli- lega voru eigendur duglegir við að gera skepnur sínar sem fríðastar og söluvænlegastar og var mikil stemn- ing bæði hjá tvífætlingum og fjór- fætlingum. Þó er ekki ólíklegt að dýr- unum hafi sumum leiðst tilstandið. Mjólkurkýr, svín og fleiri dýr Hugað að búfénaði 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta byrjaði nú allt á því aðfyrir nokkrum árum þegarég var í veiðitúr þá fletti ég íblaði sem ég fann í veiðikofa og rakst þar á áhugaverða grein eftir Björn Th. Björnsson um járnkrossa, járngrindverk, járnhlið og fleira sem finna má í Hólavallakirkjugarði í Reykjavík. Ég hef alltaf verið hrifinn af svona pottjárni, steyptum grindum fyrir gluggum í útlöndum og öðru slíku og þegar ég kom í bæinn eftir veiðitúrinn, þá gerði ég mér ferð í Hólavallagarðinn. Mig langaði að skoða þetta allt saman nánar og ég tók með mér myndavélina. Ég fór líka í Kolaportið til að verða mér úti um bókina hans Björns sem heitir Minn- ingamörk í Hólavallagarði. Þegar ég fór að stúdera þennan garð þá komst ég að því að saga garðsins er stór- merkileg,“ segir Ólafur Halldórsson, sem allar götur síðan hefur sætt lagi og gert sér ferð í forna kirkjugarða hvar sem hann ferðast til útlanda og tekið þar ljósmyndir. Þjóðverjar bræddu kirkju- garðsjárn í hergögn „Hólavallakirkjugarður er mjög ósnortinn alveg frá því hann var tek- inn í notkun árið 1838, sem er óvenju- legt fyrir kirkjugarða í Evrópu frá þeim tíma. Hann er merkilegur vegna þess hversu mikið er af fornum járn- hlutum í honum, krossum, grindverk- um og öðru, því Þjóðverjar hirtu meira og minna allt járn úr kirkju- görðum þeirra landa sem þeir her- tóku í stríðinu, til að bræða og nota í hergögn.“ Óli segir að það hafi verið ein- staklega gaman að ganga um Hóla- vallagarðinn eftir að hann las bók Björns, því þá vissi hann að hverju hann ætti að leita. „Allskonar merkilegar högg- myndir og styttur er að finna í garð- inum, bronsmyndir, Reykjavíkur- grágrýti og fleira. Fallegar lágmyndir eftir Thorvaldsen skreyta líka marga legsteina, en þær eru úr postulíni sem kallast bisquit og vinsælastar þeirra eru tvær myndir, önnur heitir Dagur en hin Nótt,“ segir Óli sem komst yfir slíkar afsteypur hjá Fríðu frænku og hjá antiksala í Kaupmannahöfn. „Bing og Gröndal og Konung- lega postulínsverksmiðjan gerðu þessar litlu afsteypur á sínum tíma, því Thorvaldsen þótti fínn og verkin hans voru stoufstáss.“ Fjölbreyttur gróður og fuglar Eftir því sem Óli varði meiri tíma í Hólavallagarðinum þá fann hann hversu sérstök stemning er í honum. „Þarna er einstaklega notalegt og friðsælt. Gróðurinn er líka fjöl- breyttur, þarna finnast um 200 mis- munandi plöntur og fuglalífið er afar fjölskrúðugt. Í framhaldinu af þess- um nývaknaða áhuga á Hólavalla- garði, langaði mig að skoða og mynda í gömlum kirkjugörðum í útlöndum. Þegar ég var með félögum mínum í Búdapest fyrir tveimur árum og þeir fóru í baðhús, þá skellti ég mér í kirkjugarð. Þetta var alveg ný upp- lifun fyrir mig því hann var svo miklu stærri en Hólavallagarðurinn, og Heillaður af gömlum kirkjugörðum Hann kann vel við helgina og friðsældina sem finna má í gömlum kirkjugörðum og notar því hvert tækifæri sem gefst til að heimsækja slíka garða á ferðum sínum til annarra landa. Hann er ekki uptekinn af því hverjir liggja ofan í jörðinni, heldur fegurðinni í því sem er ofan á gröfunum og stemningunni í görðunum. Morgunblaðið/Eggert Heima Óli er ekki alltaf í kirkjugörðum, hér í garðinum heima hjá sér. Sorgin Engill sem Óli rakst á yfir leiði í Olsany-kirkjugarðinum í Prag. Hún á sannarlega marga aðdáendur verslunin NEXUS sem nú er í Nóatúni 17, en það er sérvöruverslun með myndasögur, spil, bækur, leikföng, dvd-myndir, veggspjöld o.fl. Hefur verslunin starfað í einni eða annarri mynd alveg síðan árið 1992. Í dag kl. 10 hefst hin árlega útsala hjá NEXUS og gera má ráð fyrir að líkt og fyrri ár borgi sig að mæta snemma ef fólk sækist eftir einhverju sérstöku. Oft hefur myndast mikil röð framan við verslunina þegar út- salan fer af stað. Vert er að taka fram að ekki er hægt að taka frá útsöluvörur og þær verða einvörðungu á sérmerktum borðum. Nú er lag að næla sér í eitthvað sem lengi hefur staðið til að bæta í safnið, nú eða kaupa eitthvað handa einhverjum sem er með brennandi áhuga á einhverju spilinu eða öðru. Vefsíðan www.nexus.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Biðröð Búast má við að biðröð myndist við NEXUS í dag vegna útsölunnar. Fyrir safnara og spilafólk Á morgun, fimmtudag, mun Prímus útgáfa gefa út annað hefti sitt og í tilefni þess verður útgáfuhóf á neðri hæð Bókasafns Kópavogs við Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 16. Skáldin, Adolf Smári Unnarsson og Kristín Dóra Ólafsdóttir, munu lesa upp ljóð sem birtast í heftinu auk þess sem upprunaleg myndverk eftir Valgerði Magnúsdóttur og Sig- rúnu Gyðu Sveinsdóttur verða til sýnis. Verkin og skáldskapurinn tvinnast saman í heftinu. Halldóra Ósk og Baldvin Snær flytja íslensk dægurlög fyrir gesti og gangandi. Heftið verður til sölu á staðnum gegn frjálsu framlagi og eru allir velkomnir. Bókasafnið er til húsa í Hamra- borg 6a. Endilega … Myndverk Valgerður Magnúsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir sýna. …njótið ljóða, mynda og tóna Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.