Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 11
Þrifið og
klappað
Eins gott að
þrífa mjólkur-
kúna og hafa
hana snyrti-
lega. Og svínin
þurfti líka að
snurfusa fyrir
kaupstefnuna
miklu.
AFP
höggmyndirnar fleiri og stærri.
Þarna voru íburðarmiklar marmara-
styttur og vissulega setti svip sinn á
garðinn að þarna er önnur trú en hér
heima hjá okkur. Kaþólsku trúnni
fylgja aðrar táknmyndir og trúarhit-
inn er mikill.“
Hallir yfir gröfum fólks
Næst lá leið Óla til Barcelona á
Spáni, þar sem hann var á ráðstefnu
og heimsótti hann tvo gamla kirkju-
garða.
„Það virðist rosalega mikið hafa
verið lagt í grafskreytingar á
nítjándu öldinni. Ég hafði aldrei séð
annað eins og í þessum görðum í
Barcelona, heilu hallirnar eru þar
byggðar yfir grafir fólks. Fólk hefur
greinilega verið vel stætt og ekkert
til sparað til að gera fjölskyldugraf-
reitinn sem stærstan og flottastan.“
Óli segir mikið lagt upp úr tján-
ingu á svipbrigðum líkneskjanna, þau
séu sum hver mikil listaverk.
„Andlitin lýsa djúpri sorg og
maður skynjar hvernig aðstand-
endum hefur liðið og þeir hafa fengið
frægustu högglistamenn til að
höggva út eða byggja minningamerki
yfir ættingjana. Sumt af þessu er af-
ar tilkomumikið, það er eins og mað-
ur sé kominn inn í þorp. Og stundum
eru höggmyndirnar óhugnanlegar, til
dæmis af dauðanum í líki beinagrind-
ar að kyssa hraustlegan mann.“
Kettir spóka sig í görðunum
Nýlega fór Óli í söngferðalag
með Dómkórnum til Lissabon, en
hann er meðlimur í kórnum.
„Ég valdi að fara í kirkjugarð
þegar hópurinn fór í skoðunarferð.
Þarna kynntist ég einum garðinum
enn sem var allt öðruvísi en það sem
ég hafði áður séð. Þarna voru beinar
götur eftir öllum garðinum og ein-
vörðungu grafhýsi meðfram þeim, öll
mjög svipuð. Þetta voru nánast eins
og raðhús og sumt afar íburðar-
mikið,“ segir Óli sem heimsótti líka
gamlan kirkjugarð í Prag síðastliðið
haust.
„Það er einhver helgi yfir þess-
um gömlu görðum og ævinlega fáir á
ferli í þeim, jafnvel þótt þeir séu inni í
miðjum stórborgum. Kettir eru þær
lifandi verur sem mest eru á ferðinni í
kirkjugörðum. Ég er ekki uptekinn af
því hverjir liggja ofan í jörðinni, held-
ur fegurðinni í því sem er ofan á gröf-
unum og stemningunni í görðunum,“
segir Óli sem er rétt að byrja, og á
marga garða eftir. „Mér hefur verið
sagt að gamli garðurinn í París sé
magnaður og ég hlakka til að fara
þangað. Ég á líka von á að í Róm séu
tilkomumiklir kirkjugarðar.“
Dauðakoss Poble Nou í Barcelona.
Vetrarfegurð Pottjárnið í Hólavallagarði heillar augað með flúri sínu.
Grafhýsi Montjuic-kirkjugarðurinn í Barcelona er ólíkur því sem við þekkjum hér heima á Íslandi.
Legsteinn Ein af lágmyndum Thorvaldsen sem eru í Hólavallakirkjugarði.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015
Hún passaði heldur betur vel upp á
ungana sína, tígrisdýramóðirin Betty,
þegar hvolparnir hennar fengu í
fyrsta sinn að fara út með henni í
gær.
Betty er síberískur tígur og býr í
dýragarði í Tékklandi. Tígrisdýra-
tvíburarnir hennar fæddust í maí á
þessu ári og gera má ráð fyrir að þeir
eigi eftir að gleðja gesti dýragarðsins
ósegjanlega mikið, slík ofurkrútt sem
þessi kattardýr eru.
Síberíutígristvíburar
AFP
Krútt Tvíburarnir kunnu vel við að
leika sér úti við og láta horfa á sig.
Út með mömmu
í fyrsta sinn
AFP
Móðurást Hún er sönn og hrein.