Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 12
Víðivallasystur, f.v.: Amalía,
Lilja og Guðrún.
kjarni; auk búskapar er þar bílaverkstæði, löngum gerðir út
áætlunarbílar, verzlun fyrir ferðafólk o.fl.
Þriðja systirin var Amalía, fædd 1890. Fyrri maður hennar
var Jón Arnason. Bjuggu þau fyrst á Vatni á Höfðaströnd, en
fluttust í Víðivelli 1920 með fjögur börn, Sigrúnu, Arna, Hólm-
fríði og Gísla. Jón lézt árið 1925. Amalía var áfram á Víði-
völlum þar til hún giftist aftur Gunnari Valdimarssyni. Keyptu
þau þá Víðimýri og fóru að búa þar. Þau eignuðust eina dóttur,
Sigurlaugu Guðrúnu. Arni og Hólmfríður fóru með þeim í
Víðimýri, en Sigrún var þá gift og Gísli var áfram hjá móður-
bróður sínum og nafna.
Yngsta dóttirin, Sigurlaug, var fædd 1894, dáin 1928. Hafði
hún verið nokkur ár við nám í Danmörku og á Englandi og
kenndi við Kvennaskólann á Blönduósi, meðan henni entist
heilsa.
Víðivallahjónin hugsuðu vel um að koma börnum sínum til
menntunar og þroska. I grein, sem Halldóra Bjarnadóttir skrif-
aði í Heima er bezt 1969, segir svo eftir Lilju sjálfri: „Foreldrar
mínir höfðu heimiliskennara fyrir okkur börnin, oftast kvenna-
10