Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 13
LILJA SIGURÐARDÓTTIR f ÁSGARÐI
skólamenntaðar stúlkur, sem gátu sagt okkur systrunum til í
handavinnu jafnhliða bóknáminu“. Heimilisstörf lærðu syst-
urnar hjá móður sinni, en „hún var sæmd heiðursorðu fyrir
gestrisni og heimilismenningu“ (H.B.). Það nám dugði Lilju
svo vel, að hún kenndi matreiðslu í húsmæðraskóla síðar meir.
Tóvinnu og vefnað lærðu systurnar og voru allar fjósakonur í
eitt ár. Lærðu þannig af hjúunum að mjólka kýr og hirða fjós;
systkinin vöndust við öll sveitastörf með fullorðna fólkinu, eins
og þá var venja á bæjum.
Heimilisfólkið var ætíð margt, því ýmsir áttu þar athvarf,
bæði skyldir og vandalausir. Tvær stúlkur ólust þar alveg upp
sem fósturdætur hjónanna, Guðrún Daníelsdóttir, systurdóttir
Sigurðar, og Anna Þorsteinsdóttir. Ingibjörg Sigurjónsdóttir
kom til þeirra fimm ára gömul og var hjá þeim til tvítugsaldurs.
Voru þau henni sem foreldrar, og nefndi hún alltaf Gísla bróður
og Lilju systur. Fleiri börn voru lengur eða skemur í skjóli
þeirra hjóna. Gísli, eldri bróðir Sigurðar, var hjá þeim, átti
skepnur, en vann með Sigurði við búið. Hann dó 1924. Vinnu-
hjú nutu þar oft umönnunar í ellinni. Ur þessum jarðvegi
rótgróinnar sveitamenningar var Lilja sprottin.
Lilja hafði hug á að menntast sem bezt. Hún var tvo vetur í
Kvennaskóla Eyfirðinga á Akureyri, og síðan lá leiðin til Dan-
merkur til frekara náms. Þar var hún lengst af hjá ágætisfólki,
Löftingshjónunum, sem áttu stóran búgarð og stunduðu mikið
blómarækt og fræ- og plöntusölu. Vann hún hjá þeim og lærði
mjög mikið. Fékk hún þá brennandi áhuga á garðrækt. Á
heimili þessara hjóna bjó Lilja, og voru þau henni eins og beztu
foreldrar. Þau komu seinna til Islands og heimsóttu þá Lilju í
Víðivelli. Minntist hún þeirra ætíð með ást og þakklæti. I
Danmörku sótti Lilja nokkurra vikna námskeið í heimilishjúkr-
un hjá Rauða krossinum, og átti það eftir að koma mörgum að
góðu liði síðar. Einnig lærði hún fatasaum og hattagerð á nám-
skeiðum. Má vera, að hún hafi verið á fleiri námskeiðum. Heim
kom Lilja í ársbyrjun 1908 með hugann fullan af fyrirætlunum.
11