Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 15
LILJA SIGURÐARDÓTTIR í ÁSGARÐI
trjárækt og garðyrkja helzta viðfangsefni Lilju til fleiri ára.
Sigurður lézt í maí 1914 og var til moldar borinn í heimagraf-
reit við bæinn norðan við Kirkjuhólinn, þar sem áður fyrr var
kirkja. Var síðast grafin þar gröf árið 1654. Um leið og graf-
reiturinn var gerður, lagði Lilja grundvöll að skrúðgarði, sem
varð víðfrægur á sínum tíma fyrir fegurð og fjölbreytileik í
mörgum blómjurtum og trjám. Það var afrek að koma garðin-
um upp, og bar hann vott um fegurðarskyn Lilju og framtaks-
semi. Fyrstu trén voru sótt austur í Vaglaskóg, flutt í kerru um
þær vegleysur, sem þá voru. Fór nú Lilja að hafa vornámskeið í
garðrækt fyrir ungar stúlkur — má vera að einn og einn piltur
hafi verið í hópnum. Voru nemendur stundum tíu eða fleiri
samtímis, héldu til á Víðivöllum og fóru um sveitir að hjálpa
fólki að koma upp görðum við bæina. Hefur þurft að undirbúa
námskeiðin vel, en allt tókst furðanlega, og voru margir þakk-
látir og ánægðir með garðinn sinn. Reyndi Lilja talsvert að
gróðursetja trjáplöntur frá Noregi, en illa gekk að láta þær lifa.
Þær þoldu ekki flutninginn, sem tók langan tíma. Eitthvað mun
þó hafa komizt upp. En hún sáði birkifræi og heppnaðist það
vel.
Rétt fyrir 1920 fór Lilja að planta og sá trjám í klapparholti
utan og ofan við Víðivelli. Kom þarna fljótlega fallegur lundur;
voru trén orðin nær tveggja metra há 1930. Trjáreiturinn er
nokkuð stór, nær hann að þjóðveginum að ofan, efst eru
eingöngu birkitré. Talsvert er af lævirkjatrjám þarna, og fleiri
tegundir. Reiturinn var vel girtur í upphafi og hefur girðingunni
alltaf verið haldið við. Nú eru þarna stærðar tré, en standa of
þétt sums staðar.
Með réttu má nefna Lilju meðal brautryðjenda í skógrækt í
Skagafirði. Hún sagði, í gamni og alvöru, að hún væri nú að
þessu til þess að Skagfirðingar þyrftu ekki til útlanda að sjá tré.
Og það varð svo á meðan Lilja hafði heilsu og krafta, að þá
vann hún við garðrækt, hvenær sem tækifæri gafst. Hún fékkst
einnig við ræktun matjurta, hjálpaði nágrannakonum sínum við
13