Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 16
SKAGFIRÐINGABÓK
matjurtagarðana og hvatti til aukinnar notkunar grænmetis.
„Fræ sendi hún í allar áttir og leiðbeindi um sáningu og
meðferð ungjurta" (Hulda A. Stefánsd.: Morgunblaðið 26.
febr. 1984).
Eftir ósk garðyrkjunefndar frá Landsfundi kvenna á Akur-
eyri 1926, ferðaðist Lilja um Skagafjörð í tvö sumur, 1928 og
1929 og leiðbeindi um ræktun matjurta. A haustin hafði hún
námskeið í matreiðslu og geymslu grænmetis. Var hún 190 daga
í þessum ferðum.
Eins og áður getur, vandist Lilja tóskap í æsku og lærði að
vefa. Á árunum 1919 og 1920 var hún á vefnaðarnámskeiðum á
Akureyri og varð listavefari. Kenndi hún vefnað í Kvennaskól-
anum á Blönduósi í þrjá vetur um miðjan þriðja áratuginn, auk
þess hélt hún námskeið í Akrahreppnum.
Hjúkrunarmál voru Lilju þó e.t.v. hugstæðust. Hún stóð að
stofnun Kvenfélags Akrahrepps, ásamt nokkrum öðrum kon-
um. Var stofnfundurinn haldinn á Víðivöllum 20. des. 1919.
Voru þar mættar um 20 konur. Jónas Kristjánsson læknir flutti
erindi um hjúkrunarmál, og hefur Lilja fengið hann til þess.
Þegar stefnuskrá félagsins var rædd, sagði Lilja, að fyrir sér
vekti fyrst og fremst hjúkrunarstarfið. Var samþykkt, að félagið
beitti sér fyrir, að hjúkrunarkona yrði ráðin í hreppinn. Og það
tókst að fá öðru hverju lærðar konur næstu árin, þótt aldrei yrði
um fast starf að ræða. Kvenfélagið keypti og átti nokkuð af
nauðsynlegum hjúkrunargögnum til að lána á bæi, þar sem
veikindi voru. „Að loknum fundi var öllum konunum boðið að
borða á hinu gestrisna heimili Víðivöllum. Voru borð skreytt
með ljósum og blómum og ágætir réttir framreiddir. Fannst
félagskonum sem upp væru runnin „dýrleg jól“ (úr fundar-
gerð). Hvort sem Lilja hefur skreytt þetta veizluborð eða ekki,
þá var hún oft með fallegar skreytingar við ýmis tækifæri, gerði
stundum hátíðlegt með blómum, fánum, ljósum og speglum þó
ekkert stæði til nema sitja saman við kaffiborð. I því var hún
snillingur. Oft skreytti hún kirkjur fyrir jarðarfarir, vafði súlur
14