Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 20
SKAGFIRÐINGABÓK
sem minnir á þær stórorustur, sem hér voru á Sturlungaöldinni,
og bagall til ábendingar um biskupssetrið á Hólum. Of Lilja
merkið fagurlega með aðstoð Sigrúnar systurdóttur sinnar,
síðar húsfreyju á Flugumýri.
Ætlun Lilju var, að allir Skagfirðingar fengju góðan beina á
Þingvöllum. Fór hún með miklar matarbirgðir suður. Þegar
vefnaðurinn var frá hendinni, var tekið til við að baka á
Víðivöllum brauð og kökur í stórum stíl af öllum tegundum og
sett jafnóðum ofan í kassa, og var ekki slegið slöku við. Amalía
sá mikið um baksturinn með Lilju og allir, sem gátu, hjálpuðu
til. Að endingu voru gerðar mörg hundruð laufabrauðskökur.
Sett var í kassa hangikjöt, smjör, kæfa o.fl. álegg. Auk alls, sem
nefnt hefur verið, þurfti Lilja að undirbúa heimilisiðnaðarsýn-
ingu, sem átti að fara með til Þingvalla. Hafði hún mikla
fyrirhöfn við það.
Loks var lagt af stað suður með allan farangurinn þremur
vikum áður en hátíðin átti að hefjast. Systkinin Arni og Sigrún
og Jón Jónsson á Höskuldsstöðum voru allan tímann með Lilju
á Þingvöllum, og hafði hún nóga og góða hjálp, því að hátíðar-
dagana voru margir boðnir og búnir að aðstoða við veitingarnar
og hvað sem var. Öll héruð fengu sitt athafnasvæði, þar sem
fólk reisti tjöld og kom sér fyrir. Ekki voru nema fáar sýslur
með veitingatjöld. Þegar hin stóra tjaldbúð Skagfirðinga hafði
verið reist, voru festir bókstafir úr lyngi og blómum ofan við
dyrnar, sem mynduðu nafnið Skagfirðingabúð. A tjaldmænin-
um ofan við nafnið var svo hátíðarmerkið. Utan á tjaldveggina
voru festir smáfánar allt í kring. Inni voru sett upp borð og
bekkir. A borðunum voru blóm úr Víðivallagarði. Gegnt dyr-
unum var sett upp stórt útsaumað teppi með baðstofumynd á
miðjan stafn. Til hliðar við teppið og efst á veggina voru svo
reflarnir góðu festir upp. Þarna í tjaldinu var heimilisiðnaðar-
sýningin sett upp. Var þar vefnaður og alls konar hannyrðir,
silfursmíði og útskornir hlutir, margt mjög fagurt. Auðvitað allt
úr Skagafirði. Umsjón með sýningunni hafði Jensína Björns-
18