Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 22
SKAGFIRÐINGABÓK
Seinna var alþingishátíðin í Garði, og þá var „búðin“ full
af fólki og Lilja þar. Hún kom til mín með bakka hlaðinn
af litlum blómvöndum, bundnum af íslenzkum vorblóm-
um, og bað hún mig að hluta þeim út til Vestur-Islending-
anna, sem voru margir staddir þar. Eg gerði svo, og
nokkru seinna gekk maður fram og kvaddi sér hljóðs.
Hann sagðist hafa týnt blómvendinum sínum, en nú
fundið hann á ný. Hann fór fögrum orðum um gleði sína
og þakklæti fyrir þá umhyggju, sem fylgdi gjöfinni, og
hann sagðist ætla að gæta blómanna betur og að þau
mundu fylgja sér í kistuna fyrir handan höfin. Skjaldan
hafði Lilja fengið svo innilegt þakklæti opinberlega.
Þegar ég kem heim í Skagafjörðinn, hugsa ég alltaf til
Lilju, þegar ég fer um byggðina og sé tré og blómabeð við
bæina, sem ég veit, að Lilja var brautryðjandi að.
Lilja segist hafa tekið við bústjórn hjá bróður sínum 1915, að
nafninu til (H.B.). En hún var löngum við margt annað bundin,
og eftir að Amalía kom aftur, var það hún sem mest annaðist
heimilisstörfin. Hún var framúrskarandi myndarleg í öllum
verkum og afkastamikil. Guðrún móðir þeirra hélt góðri heilsu
og þreki fram á elliár og var með í ráðum og störfum. Hún lézt
1933. Hafði hún mælt svo fyrir, að hafa skyldi mat og kaffi við
útför sína, og var þá Skagfirðingabúð sett upp á hlaðinu á
Víðivöllum og veitingar bornar þar fram. Milli Lilju og Amalíu
var mikið ástríki og góð samvinna, og þurfti Lilja ekki að hafa
áhyggjur af heimilinu, þegar hún var fjarverandi. Alltaf var
mikið um að vera á Víðivöllum, og eftir að bílar komu til
sögunnar, var farið að biðja um mat og kaffi handa ferðafólki.
Var þá farið að selja veitingar, meðal annars þeim, sem ferðuð-
ust með áætlunarbílunum milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Ekki stóð þetta í mörg ár, en auðvitað var mikil vinna við það,
meðan svo var. Eftir að Amalía flutti í Víðimýri, varð þar áningar-
staður áætlunarbílanna, þar til veitingasala hófst í Varmahlíð.
20