Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 23
LILJA SIGURÐARDÓTTIR í ÁSGARÐI
Árið 1935 varð mikil breyting á högum Lilju, því að Gísli
bróðir hennar kvæntist þá Helgu Sigtryggsdóttur frá Framnesi,
mikilli myndar- og sómakonu. Þau voru bæði komin af léttasta
skeiði og höfðu ekki mikil búskaparumsvif eftir að þau giftust.
Gísli var hreppstjóri og í sýslunefnd, Helga var ekki heilsu-
hraust, og kom þeim vel að hafa rólegt í kringum sig.
Var nú hlutverki Lilju lokið við bústjórn á Víðivöllum.
Friðjón fór í skólann á Núpi í Dýrafirði haustið 1935 og var þar
í tvo vetur. Lilja réði sig þá þar í vinnu. Var hún aðstoðar-
ráðskona við mötuneyti skólans og vann þar í garðinum Skrúði
haust og vor. Síðan var Friðjón tvo vetur í Bændaskólanum á
Hvanneyri. Var Lilja þar við eldhússtörf jafnframt því sem hún
óf fyrir skólann. Á Hvanneyri var þá kominn trjágarður við
skólann, og var Lilja fengin til að gera þar umbætur. Vann hún
mikið við garðinn, gróðursetti fleiri tré og margs konar blóm-
jurtir, svo að þarna varð reglulegur skrúðgarður. Hlaut hann þá
nafnið Liljuspor. Nú hefur garðurinn verið stækkaður, en gest-
um, sem skoða hann, er sagt að skagfirzk kona hafi ræktað eldri
hluta hans.
Sumarið 1939 höfðu þau Lilja og Friðjón ákveðið Danmerk-
urför. Hann ætlaði í landbúnaðarskóla, Lilja hugðist sækja
heim vini sína og hefur sennilega ætlað sér fleira að gera.
Kvöddu þau frændur og vini og héldu til Reykjavíkur. En
vegna stríðsins varð ferðin ekki lengri. Voru þau í Reykjavík
um veturinn. Var Lilja hjá vinum sínum, Steinunni og Vilhjálmi
Briem, vann við heimilisstörf og svo í kirkjugarðinum við
Suðurgötu. Friðjón var fjósamaður á Laugarbrekku við Suður-
landsbraut, flutti m.a. mjólk í bæinn. Næsta ár voru þau svo í
Brautarholti á Kjalarnesi. En hugurinn leitaði norður, og Lilja
var þá farin að hugsa um að byggja upp í Ásgarði, en það átti sér
langan aðdraganda. I hvamminum ofan við Víðivelli hafði verið
ræktaður dálítill túnblettur, sem Lilju var eignaður, svona í orði
kveðnu. Þegar búið var að hirða blettinn, hafði Lilja Ásgarðs-
töðugjöldin. Hún valdi góðan dag síðari hluta ágústmánaðar og
21