Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 24
SKAGFIRÐINGABÓK
bauð þá öllum börnum í sveitinni og foreldrum þeirra í veizlu.
Mun hún hafa tekið þennan sið upp milli 1920 og 1930. Fyrst
fengu allir hádegismat, glænýjan silung, sem Gísli Sigurðsson
veiddi í fyrirdrætti daginn áður, og kartöflur úr garðinum. Með
silungnum var ljós sósa, sem börnunum þótti nýstárleg og
þorðu sum tæplega að smakka hana. A eftir var rauðgrautur
með rjómablandi. Síðar um daginn var drukkið súkkulaði með
þeyttum rjóma út í og borðaðar alls konar fínar kökur. Börnin
léku sér svo allan guðslangan daginn, og þegar þau fóru, gaf
Lilja þeim öllum blórrivönd að taka með sér heim. Oftast var
borðað og drukkið í stóru eldhúsi í gamla bænum, en 1930 og
e.t.v. oftar var Skagfirðingabúð sett upp í Asgarði. Mörg börn
hlökkuðu til Asgarðstöðugjaldanna allt árið. Það var ógleyman-
legur dýrðardagur.
En Lilja gerði margt fleira fyrir börnin og félagslífið í sveit-
inni. Hún hélt jólaskemmtun fyrir börnin, dreif stundum upp
álfadans, sem margir tóku þátt í, og var hann bezta skemmtun
fyrir börn og fullorðna. A seinni árum Lilju, þegar hún gat ekki
lengur haldið stórveizlur, bauð hún ætíð börnum, sem voru að
læra sund í lítilli laug hjá Víðivöllum og lengi var notuð til
sundkennslu, heim í Asgarð einhvern námskeiðsdaginn í súkku-
laði með fínum kökum. I hópi barna átti hún marga vini; þau
hændust að henni. Hún var ætíð með það í huga að kenna þeim
að leggja rétt mat á verðmæti lífsins, þroska með þeim skyldu-
rækni og glæða það bezta hjá þeim. Þegar hún á áttræðisafmæli
sínu rakti ágrip ævi sinnar í rímuðu máli, sagði hún m.a.:
Allaf áttu blessuð börnin
bróðurlóð í sálu minni.1
Lilja þráði að vera nálægt Víðivöllum, og 1944 fóru þau
Friðjón að brjóta land og stækka túnið í Asgarði. Gísli Jónsson
var þá farinn að búa á hluta af Víðivöllum, og það ár fóru þeir í
1 Bróðurlóð = bróðurpartur. Gamalt lagamál, komið úr dönsku.
22