Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 25
LILJA SIGURÐARDÓTTIR í ÁSGARÐI
sambýli hann og Friðjón. Faðir Friðjóns lét hann hafa nokkrar
kindur, annan bústofn keyptu þau Lilja, kindur og tvær eða
þrjár kýr. Gísli og Friðjón heyjuðu í samvinnu, og þegar
Friðjón var í vinnu að vetrinum, hirti Gísli fyrir hann.
Eflaust hefur lengi staðið til að Lilja fengi aðstöðu til bú-
skapar á Víðivöllum, en það var ekki fyrr en veturinn 1947, að
Gísli bróðir hennar gaf henni land undir nýbýli í Asgarði.
Hófust þau Friðjón þegar handa, og var byrjað á húsgrunni 20.
júlí sama ár. Sá dagur var talinn afmælisdagur Ásgarðs.
Reyndar voru þau fyrir nokkru byrjuð að safna fyrir framtíð-
arheimili sínu í Ásgarði og héldu því ótrauð áfram. Réði Lilja
sig í ýmis störf. Veturinn 1942—43 var hún ráðskona á Þingeyr-
um fyrir Huldu Á. Stefánsdóttur vinkonu sína, sem þá var
skólastjóri við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Dálítið var Lilja
við kennslu. Kenndi vefnað í Blönduósskóla einn vetur, mat-
reiðslu í Löngumýrarskóla þrjá vetur. Var heimiliskennari hálf-
an vetur á Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði. Segir einn nem-
andi hennar þaðan, að það hafi verið ógleymanlega skemmti-
legur tími, og ómetanlegt að fá að kynnast Lilju. Á Hólum
kenndi hún skólasveinum trjárækt eitt eða fleiri vor. Hún var
yfirfóstra á barnaheimili á Löngumýri eitt sumar, eldhúsráðs-
kona við sumarhótel á Laugum a.m.k. þrjú sumur, og er þó
ekki allt upp talið, sem hún fékkst við. Oft hefur Lilja lagt hart
að sér á þessum árum. Flest voru þetta erfið ábyrgðarstörf og
þreytandi að fara svona stað úr stað. „Vorum við Friðjón á
stöðugum flækingi, á áður óþekkta staði, en vorum svo heppin
að eignast nýja vini. Og ef við gátum verið saman, leið okkur
vel“ (eftir Lilju, H.B.). Friðjón var fjósamaður á Hólum einn
vetur, einn vetur var hann á Gilsbakka hjá föður sínum. Lengst
vann hann á Keflavíkurflugvelli, í sex vetur. Og svo var að þoka
áfram byggingum og ræktun í Ásgarði. Sjálf gerði Lilja frum-
drög að teikningum og réði byggingarstílnum. Má vera, að
einhver góður arkitekt hafi lagt blessun sína yfir teikningarnar
og fullunnið það sem þurfti. Byggt var af miklum stórhug og í
23